Vísir - 24.11.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 24.11.1975, Blaðsíða 20
h<ŒN<2 CC-CL ^-mn>- IŒOJJJg <2Dg'imn 02Q §0Œ- ILŒUJDD- J--U)< tð J-<*- 20 Mánudagur 24. nóvember 1975. VISIR í Og þar að auki, hugsa sér i, allar þær poppstjörnur sem maður verður að þekkja! Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 25. nó vember. Ilrúturinn 21. mars—20. april: ÞU stofnaðir til náinna kynna ný- verið, haltu þvi sambandi, þótt aðrir reyni að spilla þvi. Haltu áfram við verkefni sem þú vannst að og láttu ekki tefja þig frá þvi aftur. Hafðu allar klær úti við öfl- un nýrra hugmynda. Nautiö 21. apríl—21. mai: Reyndu að vinna hraðar en hing- að til, þú gætir reynt að færa þér tæknina i nyt, i stað þess að halda fast við gömul vinnubrögð. Gerðu eitthvað skapandi i kvöld. Tviburarnir 22. mai—21. júni: Vertu á varðbergi gagnvart öllu sem snýr að bilum og umferð og láttu athuga hjólin á bilnum. Seinni hluta dags reynir einhver að gabba þig og gera þig að at- hlægi. Krabbinn 21. júni—23. júlí: Það væri ráð að koma niður á jörðina og gefa meiri gaum að nytsömum og jarðneskum hlut- um. ÞU getur gert dagleg störf mun skemmtilegri ef þú gleymir þér ekki við dagdrauma. Hvildu þig og farðu snemma i rúmið. Nt Ljónið 24. júlí—23. ágúst: Ef þú ert gagnrýninn á sjálfan þig, gætir þú fært ýmislegt i fari þinu til betri vegar og náð þannig betri drangri. Vertu ákveðinn, en ekki þrjóskur. Viðskiptamálin taka allt kvöldið. Meyjan 24. ágúst—23. sept.: Áhrif fjórðungtunglsins auka vel- ferð þina og gætu hafið þit til meiri virðinga. Vertu opinn fyrir öllum nýjungum og vanmettu ekki sjálfan þig. Vogin 24. sept.—23. okt.: Fjármálin eru efst á blaði i dag. Hafðu glöggt auga með öllu. Littu á hlutina af kaldri skynsemi og frá viðskiptalegu sjönarmiði. Þú hefur bestu spilin á hendinni. Drekinn _________ 24. okt.—22. nóv.: Ljúktu allri vinriu sem fyrst i dag, vinnan þarf ekki alltaf að sitja i fyrirrúmi. Foreldrar og vinir þurfa þin með. Hreyfðu þig meira. g3 Bogmaöurinn 23. nóv.—21. des.: Þö þú hafir ekki veitt þvi athygli, er einhver að reyna að komast i náin kynni við þig. Reyndu að vera skarpsýnni i vinnunni eða skólanum. Þú hefur slakað helst til mikið á. & Steingeitin 22. des.—20. jan.: ÞU gætir átt von á launahækkun eða einhverri óvæntri breytingu. Reyndu að stytta þér leið og spara kraftana. Vertu úti meðal fólks i kvöld. Vatnsberinn _________ 21. jan.—19. febr.: Gott samband við aðra hefur mikið að segja i dag. Það sem gerist i kringum þig hefur meiri áhrif á þig en þú vilt viðurkenna. Það er enginn löstur að vera við- kvæmur. Fiskarnir _________ 20. febr.—20. mars: Notaðu daginn til að gera nauð- synlegar ráðstafanir. Þú hefur ótrUlega skipulagsgáfu og tekst að leysa flest verkefni með hug- vitssemi og meðfæddri heppni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.