Vísir - 24.11.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 24.11.1975, Blaðsíða 19
VISIR Mánudagur 24. nóvember 1975. 19 Marlon Brando rekinn af hóteli vegno ólóta.. Marlon Brando og aðrir leik- endur og tæknimenn úr kvik- myndinni „Missouri Breaks” eru illa séðir i bænum Billings I Montana. „Hann (Brando) kom hingað inn eitt kvöldið með sex eða sjö manns i eftirdragi og bauð þeim öllum upp á drykk. En borgaði ekki krónu,” segir Marilyn Brown, framreiðslu- stúlka i diskóteki i bænum. Kvikmyndahópurinn hafði tekið á leigu herbergi i War Bonnet gistihúsinu. Þeim var sagt upp, eftir að framkoma þeirra hafði þótt keyra úr hófi. „Þeir héldu fylliriisparti, eld- uðu uppi hjá sér og voru með hunda i herbergjunum,” sagði William Evans, hótelstjóri. „Þetta er allt brot á settum reglum, og lokum sögðum við þeim upp.” Dan Woods, framkvæmda- stjóri diskóteksins, hafði þetta að segja: „Brando kom hingað með vinum sinum um hálfellefu leytið og var til klukkan tvö, en þá lokuðum við. Brando varð vel drukkinn og gerðist þá dóna- legur. Sagði ekki einu sinni takk fyrir vinið.” „Hann reyndi eitthvað að dansa, en var alltof fullur til þess. Þá vildi hann fara upp á sviðið og leika á trommúrnar, en hljómsveitin hafði ekki réttu trommurnar handa honum.” En það sem olli svo vinslitum á milli Brando’s og starfsliðsins og ibúa Billings, var, að þeir þóttu fara illa með skepnur þær er fram komu i kvikmyndinni. „Þeir ætluðu að drepa hest i einu atriðanna en slikt getum við ekki þolað hérna,” sagði Ruth Lloyd, formaður dýra- verndúnarfélagsins á staðnum. „Okkur þykir sérstaklega vænt um hesta, og þess vegna ætlum við að fylgjast með upptökun- um, ti! að sjá til, að ekki verði farið illa með þá.” En Marilyn Brown fram- reiðslustúlka hafði þetta að segja að lokum: „Ef þetta eru sýnishorn af starfsmönnum Hollywood, þá geta þeir siglt sinn sjó.” r A skíðum innan- húss! Norski sendiherrann i Washington, Sören C. Somm- erfelt og Elisabeth Ege frá Túnsbergi, eru þarna á mikilli ferð á innanhússskiðabraut. Þetta stóð i sambandi við skiðasýningu, sem haldin var i Boston, og var þar m.a. sýnd norsk skiðainennska. Það var Sommerfelt mikið ánægjuefni að fá að sýna norræna skiða- tækni, þvi að norðmenn hafa átt niarga heimsmeistara á skiðum. w\\á hefur Charlton Heston sagt sig úr stjórn Sambands kvikmyndaleikara — vegna þess hve leiður hann er á að þurfa alltaf að finna vinnu handa meðlimum. Heston hefur i 15 ár verið mikilvægasti meðlimur sam- takanna, fen segir að starf sitt sé orðið „ömurlegt”. „Samtökin eru nú einu sinni nokkurs konar stéttarfélag, og það er skylda hvers stéttarfé- lags að sjá meðlimum sinum fyrir nægri atvinnu. En meira en fimmti hluti leikarasamtak- anna er atvinnulaus.” „Það er niðurdrepandi og ömurlegt að vita til þess hve margir leikarar með hæfileika ganga atvinnulausir. Framboð- ið er bara meira en eftirspurn- in.” Jackie var einmana og kenndi í brjósti um hann Jacqueline Kennedy giftist Aristotle Onassis einungis vegna þess, að „hún kenndi i brjósti um hann”. Roosevelt Grier, sem var áður knattspyrnu- stjarna og lifvörður þeirra Kennedybræðra, er góður vinur Jackie. „Hún sagðist vera einmana og engan hafa til að hugsa um sig, og nú var John Kennedy ekki lengur lifs.” Grier, sem nú er 42 ára að aldri, er leikari (sást i kvikmyndinni „Skyjacked”, sem Gamla bió sýndi fyrir nokkru) og sérlegur ráðunautur borgar- stjóra Los Angeles um málefni unglinga og aldr- aðs fólks. Honum er hlýtt til Kennedy-fjölskyld- unnar og fylgir henni hvert sem hún fer. „Hún sagði að ég væri alltaf svo vingjarnlegur við alla, og þvi væri öllum vel við mig.” „Ég svaraði henni þvi, að það væri svei mér engin tilgerð, þvi að mér þætti vænt um fólk. Henni er vist vel til min, þvi að hún hefur oft orðið fyrir biturri reynslu frá fólki i samkvæmis- heiminum.” Ktgii: 117 ára og syndir eins og selur.... Hin 117 ára gamla Genoveva Gutierrez fer oft i baðföt og syndir i sundlaug hjá heimili sinu i Texas. Hún fæddist i Guanajuanto i Mexi- kó árið 1858, en kom 16 ára gömul til Tex- as. Hún er ekkja og hefur átt 14 börn, og þar af eru niu enn lifs. Nú býr hún hjá 74 ára syni sinum og konu hans i bænum San Marcos. Heyrn hennar er slæm, en þó gengur hún á hverjum degi til kapellu nokkurrar alllangt frá og biðst fyrir. Henni finnst gaman að baka rúg- kökur, en skemmti- legast þó að synda. og hún sækir sund- tima ásamt öðru gömlu fólki i sund- laugínni i San Mar- cos.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.