Vísir - 24.11.1975, Blaðsíða 9
vism Mánudagur 24. nóvember 1975.
9
cTVIenningarmál
BOKMENNTIR
Indriði G.
Þorsteinsson
skrifar
Glacier, Adventure on Vatna-
jökull. Europe's largest ice cap.
Texti: dr. Sigurður Þórarinsson
Myndir: Gunnar Hannesson.
Þýðing á ensku: May og Hall-
berg Hallmundsson.
(Jtvegandi: Iceland Review.
Tekin hefur verið saman fall-
eg bók í máli og myndum um
Vatnajökul, þennan konung
Evrópujökla, sem rikir að
nokkru yfir veðurfari á íslandi,
og er auk þess einn mesti
tignarskjöldur að sjá af jafn-
sléttu af mörgum breðum
landsins. Vatnajökull er að
sjálfsögðu margir staðir og
mörg fjöll. Hann hefur fram að
þessu verið nokkuð fjarlægur
mörgum almennt, en hringveg-
urinn eykur að sjálfsögðu mikið
á sjónkynnin við hann. En hópur
fólks, manna og kvenna, hefur
um langa hrið haft af honum
nánari kynni en almennir veg-
farendur á láglendi. 1 þeim hópi
eru höfundar þessarar bókar,
þeir dr. Sigurður Þórarinsson
og Gunnar Hannesson.
t texta bókar þeirra félaga er
fjallað um jökulinn frá jarð-
fræðilegu og veðurfræðilegu
sjónarmiði, skýrð glöggt og
tæmandi og i stuttu málu sú
saga sem jökullinn. geymir, og
sagt frá einstökum jöklum hans
og þeim hitavinjum, sem frer-
inn hefur i djúpum sinum.
Grimsvatnajökull, eins og talið
er að hann hafi heitið i fyrstu,
varð ekki forvitnismál manna
fyrren á tima Sveins Pálssonar
læknis, er gekk fyrstur á
Hvannadalshnjúk og kiappaði
stafinn P i vörðustein til vitnis-
burðar. Margir hafa siðan geng-
ið á Vatnajökul, og er þar helzt
að geta Jóns Eyþórssonar,
veðurfræðings. Leiðangra á jök-
ulinn er getið i bókinni og rann-
sóknarstarfa þar, og þegar hinn
stutti texti hefur verið lesinn,
hefur maður fengið glögga
mynd af sambúð manna og
jökuls siðustu öldina eða svo.
Ekki er minnst um vert þann
þátt svona bókar, sem snýr aö
ljósmyndunum. Þótt textinn sé
tæmandi og ljós, kæmi hann
fyrir litið væru myndir ekkert
sérstakar. Gunnar Hannesson
er einhver allra færasti ljós-
myndari sem við eigum, og
myndirnar i bókinni um Vatna-
jökul bera þvi vitni, að ljos-
myndun er lika list. Það þarf
mikla elju, þolinmæði og fyrir-
jöfn við að spá af einhverju viti i
fyrirmyndina, einkum þegar
um stóran jökul er að ræða með
hinum ýmsu birtubrigðum, allt
frá glampandi freranum, frost-
heiðu kvöldi, niður i skrafrenn-
ing eða isingu. Þaö þarf einnig
mikla útsjónarsemi og æfingu
við að láta náttúruna sjalfa vefa
listverkin inn á filmu, og ná
þannig myndum, að manni
finnst að seint muni takast að
sjá fyrirmyndina i sömu birtu
og sömu skuggum og ljósmynd-
arinn. Sumar myndir Gunnars i
þessari bók minna á eðalsteina.
Það hefur verið lenzka um
nokkurn tima að gera bækur
eins og þessa handa útlending-
um og vinum erlendis. Mjög
hefur verið vandað til útgáfa af
þessu tilefni i flestum tilfellum.
Allt er þetta gott og blessað, og
veitir bæði fræðslu og yndi fyrir
augað. Bókin um Vatnajökul
verður að teljast með þeim
beztu i hópi likra bóka, og eiga
þeir báðir, dr. Sigurður og
Gunnar stærstan hlut i þvi. Þá
ber þess að geta að þýðingin er
gerðá ljóst mál, sem er auðskil-
iö, jafnvel þótt um sérfræðileg
efni sé skrifað. Miklu máli
skiptir að bók eins og þessi sé
falleg útlits. Um þá hlið máls-
ins hefur Gisli B. Björnsson séð
og hefur tekizt ágætlega. Mynd-
prentunin er m jög góð, en bókin
er prentuð i Hollandi.
Indriði G. Þorsteinsson.
SEM
ALDARSPEGILL
EKKI GLEYMIST
Björn Th. Björnsson: HAUST-
SKIP. Heimildasaga. Útg. Mál
og menning.
Björn Th. Björnsson hefur i 20
ár verið mikilvirkur rithöfund-
ur, einkum um myndlist, en þó
vigur á margt. I Brotasilfri
einni fyrstu bók sinni, vinnur
hann viða úr brotakenndum
heimildum fyrri alda og hefur
lag á að gera ekki aðeins niður-
stöðurnar, heldur lika leitina að
þeim, glimuna við heimildirnar,
spennandi lesningu. Hin ágæta
saga hans, Virkisvetur, er
einnig reist á gömlum heimild-
um, en úrvinnslan lýtur þar lög-
um skáldverksins. 1 þessari
nýju bók færist hann meira i
fang enáður (og meira en aðrir
islenzkir höfundar) við að sam-
eina fræðimennsku og skáldlega
úrvinnslu, og nær þeim árangri
að það þarf bjartsýnan mann til
að búast við annarri bók jafn-
góðri á jólamarkað i ár.
Viðfangsefni Björns er refsi-
'vist íslendinga i Stokkhúsinu I
Kaupmannahöfn á 18. öid, og
raunar koma nokkuð við sögu
islenzkir fangar i öðrum stofn-
unum borgarinnar. Þetta efni
hefur höfundur kannað á fræði-
mannlegan hátt, bæði að þvi er
varðar Kaupmannahafnarvist-
ina sjálfa, svo og feril saka-
manna á Islandi eftir þvi sem
við verður komið, og rekstur
mála þeirra fyrir innlendum
dómstólum. Til samanburöar er
litiö a mál allmargra saka-
manna sem ekki voru sendir til
Hafnar.
Þetta efni spannar vitt, og við
sögu kemur grúi persóna, saka-
menn, vandamenn þeirra.
sýslumenn og æðri valdsmenn á
tslandi og i Danmörku. Til að
halda öllu þessu efni i böndum
kemur skáldið fræðarýninum til
aðstoðar: höfundur skáldar i
eyður sögunnar og gefur per-
sónum sinum ein-
staklingssvipmót, oft mjög
minnisstætt. En það eru ætið
hinar skjalfestu heimildir sem
ráða ferðinni, þótt beinagrind
þeirra sé þannig klædd holdi
skáldskaparins, og eru HAUST-
SKIP að þvi leyti meiri sagn-
fræði en tiðkast um sögulegar
skáldsögur svo nefndar. Þvi til
áherzlu eru heimildir langoftast
BOKMENNTIR
Helgi Skúli
Kjartansson
skrifar
tilfærðar á spássium og mikið
tekið beinlinis upp úr þeim, bæði
i meginmáli, og i viðbætum
aftur við söguna.
Frásagnarháttur höfundar og
still er einkar vel við hæfi. Hann
leiðir lesandann i nærsýn at-
burðanna, gleymir ekki um-
hverfi né daglegum háttum, svo
að lýsing hans á réttarfari og
refsimálum fellur inn i lifandi
þjóðlifsmynd. Málfar Björns er
vandað og fádæmaauðugt, svo
að hann getur leyft sér að
hvarfla meira og minna til máls
sögupersóna sjálfra án þess
hatti fyrir. Danska kemur viða
fyrir bæði á skjölum og i munni^
sögupersóna, og þýzka nokkuð^
sem gerir frásögnina trúverð-
ugri og litrikari en ella, en leiðir
höfund óneitanlega i nokkurn
vanda. Allt sem á þýzku er sagt,
kemur nokkurn veginn fram á
islenzku lika, en lesandi sem
ræður ekki við 18. aldar dönsku,
missiraf nokkru þótt hann haldi
efnisþræði.
Bókinni fylgja allmargar
teikningar eftir Hilmar Þ.
Helgason. Þær eru nákvæm og
skemmtileg útfærsla á lýsing-
um bókarinnar.
Auðvitað eru einstaka hlutir
sem reka má hnýflana i varð-
andi túlkun heimilda (að leggja
merkingu i orðhismið „til
forne”) framsetningu (tólfræð-
ar álnir i staðinn fyrir tólfræð
hundruð), meðferð fyrnds og
dönskuskotins máls (aö tala um
slava frekar en sklava) og frá-
gang (óþarflega margar prent-
villur). Jafnvel má finna það að
hinni auðugu islenzku Björns að
sumt prýðilegast orðalag hans
nyti sin enn betur ef hann notaði
það sparlegar. En þá hefur mér
mikið yfirsézt ef slikir ann-
markar eru meira en hégóminn
einn hjá öllu þvi sem með prýði
er unnið.
HAUSTSKIP eru aldarspégill,
kvikur af lifi, áþreifanlegu og
raunverulegu. En Björn Th.
Björnsson er ekki aðeins að lýsa
18. öldinni, heldur túlka hana og
meta. Efnið gefur honum tilefni
til að draga fram harðýðgi ald-
arfarsins og réttleysi almúgans
á mestu eymdaröld Islandssög-
unnar, en viðurstyggð
embættisvaldsins eins og þvi er
beitt til varnar hrörnandi yfir-
stétt. A bitran og ógleymanleg-
an hátt sýnir höfundur niður-
lægingu þeirra sem vilja
upphefja sjálfa sig, en hetjur
bókarinnar eru sakamennirnir.
þrælarnir. sem eru ófullkomnir
hver á sinn hátt, en öðlast
mannlega reisn i niöurlæging-
unni. Hetjur eru lika valdsmenn
i nýjum stil. Magnús amtmaður
Gislason og Skúli fógeti. sem i
bókarlok vekja vonir um betri
tið á Islandi.
HAUSTSKIP eru allþung bók
aflestrar. löng (meginmálið 320
drjtjgar siður). efnismikil. per-
sónufjöldi mikill og efnisþráður
marggreindur. Málið er lika
þungt. að nokkru vegna út-
lenzku og fyrningar. Þá er þess
hiklaust krafizt af lesandanum
að hann setji sig inn i álitamál
og röksemdafærslur. þar sem
lausnir liggja ekki á lausu.
Þannig gerir bókin kröfu til
vandaðs lesturs. en hún launar
hann lika vel og endurlestur
ekki siður.
Si