Vísir - 24.11.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 24.11.1975, Blaðsíða 2
vjsusm: Þórunn S. Kristjánsdóttir, 52ja ára nemi: Aldrei i lifinu. Ég hef ekki kunnað að nota það og það er svo leiðinlegt að verða fyrir tor- tryggni i búðum. Gesa Burmeister, nemi: Já, alltaf. Mér finnst það þægilegt og ég verð aldrei vör við neina tor- tryggni enda syni ég alltaf nafn- skirteini um leið og ég afhendi ávisunina. Sigurður Einarsson, tannsmiður: Já, alveg miskunnarlaust, Ég er svo heiðarlegur aðég verð aldrei fyrir neinum leiðindum. Grétar Gústafsson, bilaviðgerð- arm.: Nei, það geri ég aldrei, ég hef aldrei vanið mig á það. bað er lika skilyrði að eiga peninga til að geta notað það. Karl Benediktsson, kennari: Jú, það geri ég. Það er að sumu leyti þægilegt að nota þau að öðru leyti óþægilegt. Ég nota það þægind- anna vegna. Notarðu ávisanahefti? Nikulás Magnússon, verkamað- ur: Nei, ég nota það ekki. Maður er svo lftiðmeð peninga i höndun- um. Mánudagur 24. nóvember 1975. VISIR LESENDUR HAFA ORÐIÐ Veðdeild- in svarar Hver er verðtrygg- Ing sparímerkianno? Eftirfarandi svör hafa borist frá Veðdeild Landsbankans varð- andi lesendabréf s.l. fimmtu- dag: 1. Samkvæmt 11. gr. laga nr. 30frá 12. mai 1970, eru vextir af skyldusparnaði 4% frá þeim tima sem sparimerki eru innlögð á pósthúsinu. Þessum vöxtum hefur ekki verið breytt siðan. 2. Visitala 42,40%, sem reikn- uð var út 1. febrúar 1975 er sú hækkun sem varð á kaupvisitölu frá 1. febrúar 1974, til 1. febrúar 1975, og reiknast hún af þeirri innstæðu er sparifjáreigandi átti inni á reikningi sinum 1. febrúar 1974, eða af lægstu inn- stæðu á reikningnum, hafi inn- stæðueigandi tekið einhverja upphæð út af reikningnum á timabilinu til 1. febrúar 1975. 3. Þeir sem taka alla innstæðu sina út, eftir að siðast var reikn- uð visitala af henni (1. febr. ár hvert,) fá ekki visitölu reiknaða fyrir það timabil. 4. Venja er að reikna visitölu- bætur af innstæðu á sama hátt og áður greinir, enda þótt inn- stæðueigandi hafi náð þeim aldri, sem veitir honum rétt til endurgreiðslu, og fær hann visi- töluupphæðina greidda um leið og hann eyðileggur spari- merkjareikning sinn. 5. Alla tið frá þvi að skyldu- sparnaðurinn hófst, hafa visi- tölubætur verið reiknaðar ein- göngu af höfuðstól og vöxtum af honum, en ekki visitölubætur né vextir af visitölubótum. 6. Oss er kunnugt um, að á vegum félagsmálaráðuneytis- ins og Seðlabankans fer fram athugun á þvi, sem um er spurt i slðustu spurningu fyrirspyrj- anda, en hver niðurstaðan af þeirri könnun verður, getum vér ekki sagt. Sparimerkjaeigandi spyr: „Töluvert hefur veriö rætt og ritaö um sparimerki aö undan- förnu, sérstaklega I sambandi viö vlsitölutryggingu þeirra. Þar kom fram aö hingaö til heföi ekki veriö reiknuö út visitala á sparimerki nema einu sinni á ári, þ.e. fyrsta febrúar. Nú skilst mér aö eigi aö fara aö reikna hana út oftar. Eg skil ekki alveg núgildandi fyrirkomulag meö sparimerki og langar til aö fá leyst úr nokkrum spurningum: Hvaö eru háir vextir af spari- merkjum? Þegar visitalan var reiknuö út 1. febr. 1975 af hvaöa upphæö var hún þá reiknuö? Þeir sem taka út sparimerkin sin t.d. núna I desember, fá þeir útreiknaöa útreiknaöa visitölu á sina upphæö um leiö eöa glata þeir henni alveg? Eru spari- merki visitölutryggö áfram, ef þau eru ekki tekin út, þegar viö- komandi hefur 'aldur eöa ástcöur til? Reglur þær sem að framan er lýst og farið hefir verið eftir við útreikning visitölunnar voru settar 1958, þegar skyldu- sparnaðurinn hófst, og þær regl- ur staðfestar af ráðuneytinu. Meira um sparimerkin: Landsfrœg þjóðarstofnun! Vilhjálmur Bjarnason skrifar: „1 lesendadálki Visis þann 20. nóv. s.l. spurði sparimerkjaeig- andi hvernig visitölubætur væru reiknaðar af skyldusparnaði. Spyrjandinn var töluvert hissa og er það að vonum. Mig langar til að gera eftir- farandi athugasemdir. Aðferðir þær sem veðdeild L.t. notar eru rangar að þrennu leyti. 1. Visitölubætur eru reiknaðar einu sinni á ári, þann 1. febr. ár hvert. Um þetta eru ekki nein ákvæði I lögum nr. 30 frá 12.4. 1970eða reglugerð nr. 2 frá 12.1. 1971, sem fjalla um Bygginga- sjóð rikisins, skyldusparnað og visitölubætur. 2. Visitölubætur eru reiknaðar af lægstu upphæð sem inni stendur á skyldusparnaðar- reikningi á næstliðnu ári. Afleiðingin er sú, að á upphæð leggjast engar visitölubætur fyrsta árið sem upphæð er á sky ldusparnaða rre ik ningi .U m þetta segir i fyrrnefndum lögum og reglugerðum, að reikna skuli vexti og visitölubætur frá inn- borgunardegi. 3. Visitölubætur eru reiknaðar af höfuðstól + vöxtum sbr. 2. hér að framan, og lagt inn á vaxta- og visitölulausan reikn- ing. Slikt brýtur i bága við al- mennar reglur um visitöluút- reikninga. Þessi skekkja vegur þyngst i þvi að visitölubætur verða rangt reiknaðar út, og vægið eykst eftir þvi sem liður á lánstimann. Fyrrnefndar 3 ástæður valda þvi að upphæð sem lögð er inn á „visitölutryggðan” reikning 1968 og leyst er út i dag, er aðeins ca 45% af þvi sem greiða Hvers vegna eru vlsi- tölubætur ekki lagöar inn á höfuöstól, heldur settar til hliöar á sérreikning frystar þar og veröfelldar? Ef fariö veröur aö reikna út visitölu á sparimerki oftar á ári, hve oft veröur þaö þá? Ef af þessu veröur fá þá þeir sem tekiö hafa út sln spari- merki, t.d. I september s.l. leiö- réttingu? Ég vonast til aö fá skýr og skjót svör, þvl mér finnst þaö skipta verulegu máli hvernig fariö er meö þá fjármuni sem viö erum skylduö til aö leggja I sparimerki. Þaö er veriö aö guma af þvl aö þau séu verötryggö, en ég hef grun um aö verötryggingin sé ekki eins trygg og látiö er I veöri vgka.” Vlsirsneri sér viö veödeildar Landsbankans meö þessar spurningar og eru svör þeirra væntanleg á næstunni. ætti ef rétt væri reiknað, og upp- hæð sem lögð er inn á reikning 1974er aðeins ca 65% af þvi sem hún ætti að vera. Veðdeild L.l. er sem kunnugt er landsfræg þjófnaðarstofnun. Arið 1974 þurfti að leiðrétta út- reikninga hennar, leiðrétting upp á litlar 430 milljón krónur, og enn er stolið af skyldu- sparnaðareigendum. Nýtur veðdpildin dyggilega stuðnings Féiagsmálaráðuneytisins. 10 mánuðir eru frá þvi ég kærði útreikninga veðdeildar L.í. til Félagsmálaráðuneytisins, en svar eða úrskurður hefur ekki fengist. Ýfirlýsing dr. Gunnars Thoroddsens um að reikna skuli visitölubætur 4 sinnum á ári, er enn sem komið er marklaust hjal. Ekki hefur hann treyst sér til að útskýra, hvernig túlka beri fyrrnefnda yfirlýsingú, þegar ég hef spurt hann. Að reikna visitölubætur 4 sinnum á ári með sömu aðferðum og hingað til, er aðeins meiri þjófnaður en nokkru sinni fyrr. Á næstunni mun ég leita álits dómstóla á rétti sparimerkja- eigenda I þessum efnum, þar eð þeir njóta ekki sömu kjara og þeir sem skyldaðir eru til að spara vegna hárra tekna á þessu ári, eða kjara þeirra sem eru á spariskirteinum rikis- sjóðs, eða kjara visitöluskulda- bréfa, sem tryggingafélög kaupa af Byggingarsjóði rikis- ins. P.S. Þeim sem vildu kynna sér þetta mál frekar, visa ég á grein eftir undirritaðan i Morg- unblaðinu 18. april 1975.” UGGUR EITTHVAÐ Á HiARTA? Utanóskriftin er: VÍSIR c/o y/Lesendabréf" Síðumúla 14 Reykjavík Öryrki fékk ekki lón Þórarinn Björnsson, Laugar- nestanga 9B kom að máli við Vísi: ,,Ég er 75% öryrki og fæ greiddar i örorkubætur um 40 þúsund krónur á mánuði. Þar sem þessi upphæð dugði mér ekki, fór ég i Búnaðarbankann til þess að reyna að fá lán. Lánið ætlaði ég aðeins að taka til nokkurra mánaða. Ég og börnin min höfum átt skipti við Búnaðarbankann i tugi ára, en samt gat ég ekki Fengið þau 50 þúsund að láni sem ég bað um. Sömu sögu er að segja þegar ig fór i Verslunarbankann. Sjálfur á ég skuldlaust hús og sá er ætlaði að ábyrgjast lánið veggja hæða hús.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.