Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 2
r*. VISIK spyr K Hvernig viltu að jóla- veðrið sé? y Hulda Haraldsdóttir, hiísmóöir: Ég vil að það verði snjór yfir öllu. Trén verði þakin snjó. Þá þarf að vera stjömubjört nótt. Það má alls ekki vera auð jörð. Jónas Ásgeirsson, sölumaður: Það þarí fyrst og fremst að vera snjórá jólunum. Og það á að vera mikill snjór. Svo mikill að hægt sé að fara á skiði. Sigþór Sigurjónsson, sölumaður: Þaö þarf að vera eins og i fyrra- dag. Þétt og stanslaus snjókoma en þó ekkí hvasst. Snjórinn þarf að vera svo mikill að hann ná Magnús Valdemarsson, nem- andi: Ég vil hafa snjó um jólin. Og það þarf að vera snjór sem. stirnir á eins og það sé silfur i honum. Það á að vera fjögurra stiga frost logn og heiðskirt. Jóla- nóttin þarf að vera stjörnubjört. Gyða Þorgeirsdöttir, nemandi: Ég vil hafa snjó á jólunum. En samt má aðeins snjóa á aðfanga- dagskvöld. Svo vil ég endilega að það sé logn og ekki að það snjói svo mikið að það komi skaflar. Loftur Asgeirsson, Ijósmyndari: Aö sjálfsögðu á að vera snjó- koma. Helst vildi ég að það verði logn á aðfangadaginn og að snjó- flyksurnar verði mjúkar. A mið- nætti aðfangadagskvölds á að hætta að snjóa. Frostið á að vera 3-5 gráður. VISIB Klukkutíma of seinn í vinnu vegna trossa- skaps annorro...! Guðjón Ólafsson Ilafnarfirði hringdi: Ég á heima i Hafnarfiröi en vinn i Reykjavik. Þegar háttar til með veður og færi eins og i morgun, (15. des.) þ.e. snjór eða hálka, kem ég. stundum allt upp i klukkutima of seint i vinnuna. Astæðan er sú að á leiðinni tefst ég vegna manna sem eru með sumardekk undir bilunum sinum, eða með svo lélegan útbúnað að þeir kom- ast hvorki eitt né neitt. 1 morgun voru t.d. sex bilar fastir i Arnarnes- brekkunni og aðrir sex stopp i Kópavogsbrekk- unni. Hafnarfjarðarlögreglan sást hvergi, en Kópavogslögreglan var að reyna að hjálpa þess- um aumingjum sem eru svona illa útbúnir. Þessir menn, sem trassa að setja snjódekk eða keðjur á bila sina, fá enga sekt og eru ekki teknir úr umferð. Hins vegar ef ég tek ekki nagladekkin min undan bilnum á tilskyldum tima á vorin, þá er ég sektaður. Þarna finnst mér gæta ósamræmis, auk þess, sem þessir illa útbúnu bilar eru stórhættulegir i umferðinni og jafnvel þótt þeir sleppi sjálfir við skakkaföll, geta þeir valdið árekstrum, töfum og óþægindum. KEA veitir einfald- lega besta þjónustu G.H.G. skrifar: Nýlega birtust á útslðum VÍSIS miklar grátkonugreinar um umsókn kaupmanns á Akur- eyri fyrir lóð undir verslun' i nýju ibúðarhverfi þar nyrðra, og hvernig bæjarstjórnarmeiri- hlutinn, með kaupfélagsstjóra KEA og forseta bæjarstjórnar, ætlaði sér nú að óvirða einka- framtakið og hunsa beiðni kaupmannsins um lóðina. Siðan var látið að þvi liggja, að bæjar- stjórnarmeirihlutinn væri þegar búinn að ákveða ráðstöfun á lóð- inni, — og þá auðvitað til KEA. Þar sem mikillar hlutdrægni hefir gætt i fréttum VtSIS um þetta mál, (eins og við mátti bú- ast) langar mig sem samvinnu- manni að lýsa frati á slik skrif. Allir sem til þekkja á Akureyri og vita hvað samvinnuhreyfing- in hefir gert fyrir uppbyggingu staðarins, vita einnig að besta verslunin og besta þjónustan er rekin og veitt af Kaupfélagi ey- firðinga. Einnig er það svo, að þar sem mikill fjöldi starfandi fólks á Akureyri starfar hjá samvinnuhreyfingunni (KEA og Sambandinu) vill þetta fólk að sjálfsögðu fá að versla i eigin búðum! Hér i Eeykjavik, þar sem VISIR þekkir best til, er þessum málum hins vegar öfugt farið. Reykvikingar hafa aldrei veriö miklir samvinnumenn, sem or- sakast af þvi að rauðliðarnir i KRON eru ekki beinlinis aðlað- andi, og svo hinsvegar, að borgarstjórn Reykjavikur hefir alltaf látið einkaverslunina sitja fyrir með lóöir, þá á kostnað samvinnuverslunarinnar. Vegna þessa, ætti VÍSIR, sem býr i mesta glerhúsi landsins, ekki að kasta grjóti! Valur Arnþórsson, kaup- félagsstjóri KEA, á heiður skil- inn fyrir það sem hann hefir gert og er að gera til eflingar samvinnuhreyfingunni. Þess vegna er það hagur a.kur- eyringa að KEA opni enn fleiri kjörbúðir á akureyri. Fœr heim senda þrem órum eftir andlát Anna Steingrímsdóttir hringdi: Maðurinn minn dó fyrir þrem árum. Þrátt fyrir það hafa kom- ið hingað á hverju ári happ- drættismiðar frá ýmsum aðilum ásamt giróseðli árituðum með hans nafni. Ég varð ekkert svo undrandi fyrsta árið, en mér finnst það bæði særandi og óviðkunnanlegt að þessu skuli haldið áfram. Nú fyrir nokkrum dögum kom svona gíróseðill með happ- drættismiðum frá Skákfélaginu, sem hefur að visu ekki komið áður. Mér finnst að þetta ætti ekki að þurfa að koma fyrir þar sem gefið er út manntal á hverju ári. Mig langar þvi til að spyrja hvaðan fá þessir aðilar uppgefin nöfn á fólkinu sem þeir senda miðana? Visir sneri sér til forseta Skáksambandsins og sagðist hann verða að viðurkenna að skráin sem þeir færu eftir væri gömul, en kvaðst ekki geta gefið upp hvaðan hún væri. Ennfrem- ur sagði hann að það kostaði mikið að gera svona skrár og þvi miður gætu slæðst með nöfn manna sem væru látnir. Að endingu sagði hann að þeir bæðust margfaldrar afsökunar á mistökum sem þessu og kvaðst þess fullviss að slikt kæmi ekki fyrir aftur hjá þeim. Liggur Hringið í 86611 milli kl. 13 og 15.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.