Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 17. desember 1975. VISIR Baldur Guðlaugsson skrifar: 3 Eigum við að bjóða bretum upp á Alþjóðadómstólinn? Atburðirnir út af Seyðisfiröi s.l. fimmtudag, er brezkir dráttarbátar sigldu á islenzkt varðskip i óumdeildri islenzkri landhelgi' hafa gefið tilefni til áframhaldandi vangaveltna um það, hvaða leiðir séu okkur fær- ar i baráttunni fyrir fullnaðar- sigri i landhelgismálinu. Rikis- stjórnin hefur þegar kært ásiglingaraðgerðir Breta fyrir Atlantshafsráðinu og öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem athygli hefur verið vakin á öðru háttalagi Breta hér við land. Um þessar ákvarðanir islenzku rikisstjórnarinnar er ekki ágreiningur, en hitt er deiluefni, hvort og þá hvað ann- að skuli aðhafzt. t þeim efnum ber að vanda hæst annars vegar þá, sem krefjast tafarlausrar heimkvaðningar sendiherra okkar frá Bretlandi, jafnvel slita á stjórnmálasambandi við Breta og úrsagnar úr Atlants- hafsbandalaginu og hins vegar þá, sem vara við fljótfærnisað- gerðum og hvetja til þess, að yfirvegun sé viðhöfð við mörkun allra ákvarðana og aðgerða. Sjálftökuleiðin Við tslendingar verðum að vega það og meta, hvernig við fáum mest og bezt tryggt okkur full og óskoruð yfirráð yfir is- lenzkri fiskveiðilögsögu. Það hefur jafnan áður orðið niöur- staða stjórnvalda, að skamm- timasamningar um takmarkað- ar veiðiheimildir tryggðu virkni landhelgisútfærslna bezt. Sjálf- tökuleiðin hefur ekki reynzt skila viðhlitandi árangri, þrátt fyrir hetjulega baráttu land- helgisgæzlunnar. Það er auðvitað stöðugt álita- efni eftir sem áður, hvort stefna eigi að samningum við Breta. Skilja hefur mátt á innlendum og erlendum ráðamönnum, að andrúmsloft hafi breytzt til batnaðar á ráðherrafundi At- lantshafsbandalagsins i siöustu viku og séu nú meiri likur en áð- ur á, að Bretar og Islendingar taki upp samningaumleitanir að nýju. Um það skal vitaskuld ekkert fullyrt, en jafnvel þótt svo væri, er ekki hægt að skella skollaeyrum við sjónarmiðum manna eins og Kristján Ragnarssonar, formanns Landssambands islenzkra út- vegsmanna, sem telja útilokað úr þessu að semja við Breta um þorskveiðar i islenzkri fisk- veiðilögsögu. Fremur geti þurft að sætta sig við, að Bretar veiöi eitthvert magn i leyfisleysi en að við veitum þeim af fúsum og frjálsum vilja heimild til áframhaldandi útrýmingar deyjandi þorskstofni. „Þess háttar aðgerðir leysa engan landhelgisvanda.” Nýjar samningaumleitanir gætu vissulega dregizt á langinn og eins gæti komið i ljós, að samningar væru hreinlega of dýru verði keyptir. Hvað er þá til bragðs að taka? t þvi sam- bandi er tómt mál að tala um slit á stjórnmálasambandi við Breta eða úrsögn úr Atlants- hafsbandalaginu sem einhverja patentlausn. Þess háttar að- gerðir leysa engan landhelgis- vanda okkar og ganga raunar þvert á aðra hagsmuni þjóðar- innar, þótt þær geti haft tákn- rænt gildi undir vissum kringumstæðum. Ef samningaleiðin brygðist er tvennt til. Annað er framhald sjálftökuleiðarinnar i viðskipt- um við Breta. Landhelgisgæzl- an hefur náð undraverðum árangri i viðureigninni við brezku veiðiþjófana og myndi vafalitið gera það áfram. Samt sem áður væru lyktir þeirrar viðureignar ekki siður undir þvi komnar, hversu ákveðnir Bret- ar sjálfir væru i að halda skip- um slnum til veiða á íslands- miðum. Hitt úrræðið og nú bið ég lesendur mina að halda sér fast — er dómstólaleiðin. Það var forystugrein i þessu blaöi á föstudaginn var, sem kom mér til að fara að hugsa á ný um möguleika á dómstóla- meðferð landhelgismálsins. Þar sagði nefnilega eitthvað á þá leið varðandi þá ákvörðun is- lenzku rikisstjórnarinnar að kæra ásiglingu brezku togar- anna á varðskipið Þór fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, að þar sem atburðirnir hefðu átt sér stað innan óum- deildrar islenzkrar lögsögu, væri ekki um neinn lagalegan ágreining að ræða og þvi án áhættu að kæra málið, þar sem öryggisráðið gæti þá ekki skotið ágreiningnum til Alþjóðadóm- stólsins, eins og gerter ráð fyrir, að gert sé varðandi lagadeilur. Ágreiningur um lagastoð Bretar véfengja rétt okkar aö alþjóðalögum til einhliðaút- færslu fiskveiðilögsögunnar i 200 sjómilur. Þar er þvi uppi ágreiningur um lagastoð og þess vegna ekki ósennilegt, að Öryggisráðið visaði kæru Is- lands út af yfirgangi Breta til Alþjóðadómstólsins. Sú áhætta er auðvitað ástæðan fyrir þvi, að rikisstjórnir íslands, bæði þessi og sú siðasta, hafa veigrað sér við að skjóta sjálfri fisk- veiðideilunni til öryggisráðsins og hafa látið sér nægja að vekja athygli öryggisráðsins á deil- unni og framferði Breta, enda ráð fyrir þvi gert I stofnsátt- mála Sameinuðu þjóðanna, að slikt geti átt sér stað án þess að til frekari umfjöllunar öryggis- ráðsins um slik mál komi. En nú spyr ég. Hafa ts- lendingar endanlega gefið Al- þjóðadómstólinn upp á bátinn? Og gildir það þá llka um þá, sem stóðu að gerð landhelgis- samninganna 1961 og vildu láta mæta fyrir dómstólnum i mál- um þeim, sem Bretar og Vestur- Þjóðverjar höfðuðu gegn okkur eftir útfærsluna i 50 sjómilur? Vist var dómur Alþjóðadóm- stólsins i þeim málum okkur andstæður, en á ýmislegt er þó að lita. í fyrsta lagi lét islenzka rikisstjórnin ekki mæta fyrir dómstólnum þannig að rök okk- ar voru ekki kynnt sem skyldi. 1 öðru lagi verður að hafa vel I huga, að dómstóllinn féllst ekki á þá kröfu Breta og Vestur- Þjóðverja, að 50 milna útfærsl- an yrði dæmd óheimil að al- þjóðalögum, þótt dómstóllinn teldi þessar þjóðir á hinn bóginn eiga rétt á aðlögunartima og timabundnum veiðiréttindum á lslandsmiðum, jafnframt þvi að hann viðurkenndi forgangsrétt strandrikis til fiskistofna sinna. Ekki i orðabók islenzkrar landhelgisbaráttu Við urðum vissulega fyrir vonbrigðum með niðurstöður Alþjóðadómstólsins, enda er þá stofnun ekki lengur að finna i orðabók Islenzkrar landhelgis- baráttu og menn forðast eins og heitan eldinn að ámálga dóm- stólaleiðina i sambandi við lausn landhelgisdeilna okkar. Aftur á móti get ég ekki stillt mig um að minna á tilvist dóm- stólsins i þessu sambandi. Þarf það endilega að ganga uppgjöf næst að láta sér koma til hugar málskot til Alþjóðadómstólsins vegna deilu okkar við Breta um lögmæti 200 milna útfærslunn- ar? Ég held ekki. Lagaleg staða okkar hefur nefnilega farið si- batnandi. Meðal breytinga, sem orðið hafa málstað okkar til styrktar frá uppkvaðningu dóma út af 50 milna útfærslunni eru staðfesting fylgis meiri hluta þjóða heims við 200 milna auðlindalögsögu, fullnaður gildistimi samningsins við Breta frá árinu 1973 um veiðar innan 50' milnanna, skýrslur fiskifræðinga um ástand þorsk- stofnsins við ísland og erfiðleik- ar i Islenzkum efnahagsmálum. Allt ætti þetta að verða málstað okkar fyrir dóminum til fram- dráttar, auk þess gildis, sem það vitaskuld hefði að mæta i málinu og flytja rök okkar og gagnrök. Eftir uppsögn landhelgis- samninganna frá 1961 erum við ekki lengur bundnir af sjálf- krafa lögsögu Alþjóðadómstóls- ins I deilum við Breta og Vestur- Þjóðverja um lögmæti land- helgisútfærslna okkar. Dóm- stóllinn myndi þvi ekki taka fiskveiðideiluna til Breta til meðferðar, nema samkomulag væri um það milli þjóðanna tveggja að visa ágreiningnum þangað. Samkvæmt samþykkt- um dómstólsins hefur hann vald til þess að ákveða, ef hann telur atvik heimta það, hverja þá bráðabirgðaráðstöfun, er hann telur þurfa að gera til hags- munagæzlu hvors aðila. Þetta fengum við áþreifanlega að reyna árið 1972, þegar dómstóll- inn úthlutaði Bretum og Vestur- Þjóðverjum ákveðnu aflamagni til bráðabigða, meðan dómur væri ekki genginn i málinu. Slikum afarkostum viljum við ekki hlita nú. Gefist Bretar hins vegar ekki upp innan tiðar, sem satt að segj^virðist litið útlit fyrir, og telji stjórnvöld áðgengilegra samninga ekki von, vil ég varpa þvi fram i fullri alvöru, að is- lenzk stjórnvöld bjóði Bretum að leggja deiluna fyrir Alþjóða- dómstólinn gegn þvi, að Bretar fallist á að hverfa úr landhelgi okkar meðan dómstóllinn dæm- ir i málinu. Bretar gætu tæplega hafnað slikri tillögu. En fram- vinda hafréttarmála og is- lenzkar séraðstæður gera mál- stað okkar á hinn bóginn sigur- stranglegri en við sjálfir virð- umst ætla. Trésmiðjan VÍÐIR H.f. Eigum mikið og fjölbreytt úrval af skattholum, skrifborðum og skrifborðsstólum Hentugt til jólagjafa Mjög góðir greiðsluskilmólar auglýsir: Trésmiðjan VÍÐIR h.f. Laugavegi 166 sími 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.