Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 8
8 VfSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttasíjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Biaðaprent hf. Þrætubókarlistin og sjálfstæð blöð Hefðbundin þrætubókarlist dagblaða, sem eru svo njörvuð við hagsmuni útgefenda sinna, að þau geta ekki tekið sjálfstæða afstöðu til málefna hverju sinni, vekur eðlilega upp kátinu meðal lesenda, öðru hverju að minnsta kosti. Þó að slikt orðaskak geti verið broslegt, er þvi ekki að leyna, að við stöndum hér frammi fyrir mjög alvarlegu fyrirbrigði i is- lenskri þjióðmálaumræðu. Þegar dagblöð geta aldrei horft út fyrir þröngan sjóndeildarhring útgefenda sinna, kemur það i raun réttri i veg fyrir heilbrigðar og málefnalegar rökræður um stjórnmál og hverja þá atburði, sem fjalla þarf um. Sjálfstæði ritstjórna gagnvart út- gefendum er forsenda sjálfstæðrar blaða- mennsku. Þó að siðdegisblöðin tvö eigi vitaskuld i nokkurri samkeppni innbyrðis, eru þau fyrst og fremst i sameiginlegri baráttu við morgunblöðin. Einmitt fyrir þær sakir skiptir miklu máli, að bæði þessi blöð sýni styrkleika sinn gagnvart morgun- blöðunum. Hann er i þvi fólgin, að þau hafa bæði möguleika á að halda uppi málefnalegum umræðum án tillits til hagsmuna útgefenda. Siðastliðið sumar hóf Visir umræður um fjármál stjórnmálaflokka og vakti i þvi sambandi athygli á nauðsyn þess að fésýsla þeirra færi fram fyrir opn- um tjöldum. Með þvi móti mætti koma i veg fyrir misferli. Jafnframt var á það bent, að hægar yrði um vik, ef um þetta giltu ákveðnar reglur, að upplýsamál, þegarút af væribrugðið. Skömmu siðar kom upp svonefnt Ármannsfells- mál. Dagblaðið birti þá forystugrein, þar sem lögð var á það áhersla, að aldrei mætti áfellast þá, sem hefðu fésýslu flokkanna með höndum, hvernig svo sem að henni væri staðið. Ef misferli kæmi fram ætti einvörðungu að hengja æðstu forystumenn flokkanna. Þó að svo hafi viljað til, að framkvæmdastjóri Dagblaðsins hafi afhent Ármannsfellsmilljónina, var algjör óþarfi fyrir blaðið að taka með þessum hætti á málinu. Gagnrýni Visis beindist ekki sér- staklega að fésýslumönnum Sjálfstæðisflokksins, hún var almenns eðlis. Þetta var þvi hálf klaufalegt andsvar, ekki sist—þegar haft er i huga, hversu mikil þörf er á sjálfstæðum dagblöðum. í sambandi við svonefnt Alþýðubankamál benti Visir einn blaða á i forystugrein, að samkvæmt reglugerð bankans ber bankaráð ábyrgð á lána- starfsemi hans. Sjónvarpið og Morgunblaðið tóku þetta atriði siðan fyrir i fréttum og fréttaskýring- um. Dagblaðið bregst ókvæða við þessu i gær og á- sakar Visi fyrir flokkspólitiskar ofsóknir gegn for- ystumönnum verkalýðshreyfingararinnar. I þessu sambandi er rétt að geta þess, áð hluthafafundiir Alþýðubankans hafa jafnan gætt flokkspólitisks jafnvægis við kjör i bankaráð, þannig að þar sitja áhrifamenn úr öllum stjórnmálaflokkum. Það er alveg óþarfi fyrir dagblað, sem vill vera og þarf raunar að vera óháð og frjálst, að bregðast með þessum hætti við almennri gagnrýni á meðferð þessa máls, þó að svo vilji til að formaður útgáfu- stjórnar Dagblaðsins eigi jafnframt sæti i banka- ráði Alþýðubankans. Það er nauðsynlegt að fjölga sjálfstæðum blöðum i landinu, og ritstjórn Dag- blaðsins má ekki skerast úr leik i hverju málinu á fætur öðru sakir sérstakra hagsmuna útgefend- anna. y Miövikudagur 17. desember 1975. VISIR Umsjón: Guömundur Pétursson. ) A aðalfundi Nató I Brussel eru menn áhyggjufullir yfir hinum vaxandi herafla Varsjárbanda- lagsins. Sl. föstudag iauk þar viku- löngum fundum utanrikis- og varnarmáiaráðherra, og niður- staðan varð sú, að varnir At- lantshafsbandaiagsins séu langt frá þvi að vera nægilegar. í yfirlýsingum er gefið til kynna, að það sé óheiliavænleg stefna, að Varsjárbandalagið efli herstyrk sinn á kostnað Nató. Yfirmenn herstyrks og leyniþjónustu hafa sagt, að þeim virðist svo, sem það væri enn stefna Sovétrikjanna að verða voldugasta herveldi heims. Ráðherrarnir komu inná það i viðræðum sinum, að hreyfanleiki og vopnabúnaður Varsjárbandalagsins ykist ár frá ári svo og geta þess á sviði kjarnorkuefnafræði- og 'raf- eindafræðilegs hernaðar. Floti sovétmanna eykst á N-Atiantshafi Annað áhyggjuefni manna á Vesturlöndum er vöxtur og útþensla sovéska flotans, og hvernig loftvarnir Varsjár- bandalagsins eru smám sama að breytast i árásarbúnað. Þetta sést á smíði háfleygra sprengjuþota og annarra full- kominna herflugvéla. Þvi er það sem ráðherrarnir lögðu svo mikla áherslu á eflingu varna Vestur-Evrópu. Sá herstyrkur á að hafa alveg sama hreyfanleika og vopna- búnað og herir austantjalds- manna. Peter Hill-Norton flotaforingi og forim heraflanefndar Nató sagði ráðherrunum, að stefna Varsjárbandalagsins væri að- einsáeinnveg nú sem stendur: „Að auka stöðugt vopnabúnað sinn og fullkomna hann og endurbæta.” Þetta var að hans áliti eitt- hvert ófrýnilegasta dæmið um vaxandi styrk herja sovét- manna. Aðmiráll þessi breski ræddi um hina miklu aukningu sovéska flotans sl. 15 ár og úþenslu hans á heimshöfunum. Hann beindi athyglinni að mikilli áætlun um kjarnorku- kafbáta vopnaða kjarnorkueld- flaugum, sem rússar hafa verið með i framkvæmd undan- farin ár. Orustuhæfni Norður- flota sovétmanna hefur stöðugt aukist bæði herfræðilega og að útbúnaði. Reyna að einangra Evrópu? Er hægt að túlka þetta á nokkurn annan veg, sagði hann, en að sovétmenn séu að reyna að skera á liflinuna milli Evrópu og Ameriku og milli Evrópu og oliuframleiðslu- rikjanna? Og það á þeim tima, þegar einstök Natóriki eru að draga úr herafla sinum á höfun- um. Yfirmenn leyniþjónustunnar segja , að þrátt fyrir ýmsa efnahagsörðugleika innanlands og vonir um bætta sambúð við Vesturlönd, efldu rússar stöðugt varnir sinar, þó opinberar tölur segi annað. Þetta staðfestu þeir með dæmi Angola þangað sem sovétmenn hafa sent mikið magn vopna loftleiðis. „Efldur floti, fullkomnari flugfloti auk landhers sýna svart á hvitu öflugra hervald Sovétrikjanna,” stóð i skýrslum leyniþjónustunnar. Efndir loforðanna frá Helsinki Ekki var verið að bera brigður á óskir sovétmanna um bætta sambúð, „en á sama tima auka þau stöðugt herstyrk sinn á öllum sviðum. Þeir ætla vist að halda viðræðum við Vestur- lönd áfram i skjóli eigin vopna- valds,” stóð i skýrslunni. Vaxandi floti sovét- manna í norður- höfum veldur öryggis og samvinnu um alla Evrópu. Utanrikisráðherrarnir lögðu á það áherslu, að greiðari sam- göngur milli borgarhlutanna tveggja auk þess sem Bonn- stjórnin kynnti betur hags- munamál þeirra hefðu góð áhrif á spennuna sem rikti um hana. Berlin enn mjög mikilvæg Utanrikisráðherrarnir voru einnig samþykkir Bonn- stjórninni „stefnu hennar um að vinna að friði i Evrópu svo þýska þjóðin geti sameinast að fullu á ný og alveg sjálfráð” væri i fullu samræmi við Helsinkisáttmálann. Hugmyndir sovétmanna um sambúð austurs og vesturs auk annarra viðkvæmra deiluefna, NATO áhyggjum Utanrikisráðherrarnir sögðu i yfirlýsingu, að ihlutanir sovét- manna i hinum ýmsu heims- hlutum gætu haft mjög neikvæði áhrif á sambúð austurs og vesturs. En þrátt fyrir þessar óþægi- legu staðreyndir um vigbúnað rússa, sögðu ráðherrarnir, að margt hefði breyst til batnaðar i sambúð austurs og vesturs undanfarna mánuði. Þeir endurtóku staðhæfingu sina um þá ákvörðun sina að skapa öruggari grundvöll fyrir viðskipti við Sovétrikin og hin Varsjárbandalagsrikin. Utanrikisráðherrar Nató hafa lagt fram nýjar tillögur um minnkaða spennu i Mið-Evrópu, og verða þær lagðar fyrir fulltrúa Varsjárbandalagsins i Vin á þriðjudag. Nato býðst til að 1.000 eld- flaugastöðvar bandarikja- manna og 29.000 bandariskir hermenn i Vestur-Þýskalandi verði fjarlægðir ef Sövétrikin fjarlægðu 1.700 skriðdreka og 63.000 menn frá Mið-Evrópu. Natórikin eru þvi að þreifa fyrir sér i Vin, hvort sovét- menn séu reiðubúnir að koma á hernaðarlegu jafnvægi jafnt sem pólitisku. En i augum vesturlandabúa náðist litill árangur á öryggis- ráðstefnunni i Helsinki fyrir fjórum mánuðum. En utanrikisráðherrar Nató telja að veita eigi sovétmönn- um meiri tima til að sanna hvort þeir hyggist framkvæma i verki yfirlýsinguna I Helsinki á næstu mánuðum. s.s. Miðausturlönd, gætu komið i ljós, þegar Henry Kissinger utanrikisráðherra Banda- rikjanna heimsækir Moskvu eftir áramótin. Slik heimsókn væri þá fyrst og fremst til að athuga nánar þær niðurstöður sem náðst hafa á SALT-viðræðunum I Genf milli Bandarikjanna og Sovét- rikjanna. Vopnasölur til Bandaríkjanna En heima fyrir voru gerðar mjög róttækar ákvarðanir til að sætta Natórikin innbyrðis. Varnarmálaráðherrar Nató samþykktu á mánudaginn i fyrriviku, aðreyna að fá frakka til að vera með i umfangs- mikilli vopnasölu til Banda- rikjanna. Nú sem stendur selja banda- rikjamenn tiu sinnum meiri vopn til Vestur-Evrópu, en þeir kaupa þaðan. Varnarmálaráðherrarnir — sem eru frá öllum rikjum Nató nema Portúgal, Frakklandi og íslandi — eru bjartsýnir á, að frakkarmuni samþykkja tillögu þeirra um að mynda nýja sam- kundu, sem skipuleggja mun sölu evrópskra vopna til Norður-Ameriku. Frakkland sagði sig úr hernaðarbandalagi Nató, þegar i valdatið de Gaulle árið 1967. Vegna ‘ sjálfstæðrar utanrikis- stefnu sinnar virða þeir her- stjórn Nató að vettugi, en þeir telja hana með öllu háða banda- riskum iðnaði. Auknar samgöngur gegnum tjaldið Utanrikisráðherrarnir lögðu einkum áherslu á þá þætti sam- komulagsins sem fjölluðu um gagnkvæmt traust milli herja, nánari efnahagssamvinnu og minni einangrun milli þjóða. Þeir vilja einkum að Sovét- rikin og önnur austur-evrópsk riki virði umleitanir Helsinki- sáttmálans um nánari snertingu á milli þjóða, aukin ferðalög og upplýsingaskipti, yfir hið mikla bil, sem aðskilur Austur- og Vestur-Evrópu. Yfirlýsing ráðherranna undirstrikaði einkum og sér i lagi tengslin milli Berlinar- deilunnar og slökunar spennu, Frakkar erfiðastir viðureignar Með fullri virðingu fyrir hin- um viðkvæmu frökkum hafa varnarmálaráðherrar Nato samþykkt „viðamikla sam- vinnu innan evrópskrar vopna- framleiðslu, sem dregin verður saman i sjálfstæða samkundu, sem opin verður öllum evrópsk- um meðlimum Atlantshafs- bandalagsins.” Viðbrögð frakka voru jákvæð og haft verður frekara sam- band við stjórnina i Paris eftir dipómatiskum leiðum um þessa fyrirhuguðu stofnun. Bandamenn frakka vona að þeir samþykki að vera með og undirbúningsviðræður verði haldnar snemma á næsta ári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.