Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 24
VÍSIR MiOvikudagur 17. desember 1975. 7 DAGARTIL 7 JÓLA Hús eyði- lagðist af eldi í morgun Hús eyðilagðist af eldi á Akranesi i morgun. íbúum hússins var bjargað en engu öðru. Það var á áttunda tíman- um í morgun sem tilkynnt var um eld i húsi við Vesturgötu. Þegar að var komið var eldur í viðbygg- ingu hússins.^ Húsið var gamalt timburhús, forskallað. I því bjó ein fjölskylda og. tókst að bjarga henni, en eldurinn breiddist f Ijótt út. Eins og fyrr segir, tókst ekki að bjarga neinu af húsmunum úr húsinu, og í morgun þegar Vísir hafði samband við Akranes, var húsið talið ónýtt. —EA Brotist inn á 4 staði á Akureyri Brotist var inn á fjóra staði á Akureyri I fyrrinótt. Það mætti þvi segja að viðkomandi aðilar hafi gengið berskerks- gang, en grunur leikur á að þarna sé um unglinga að ræða. Þjófarnir munu hafa haft fjögur þúsund krónur f pening- um upp úr krafsinu og 18000 krónur i ávisunum. Ávisanirn- ar voru tvær, en stilaðar á nafn, þannig að væntanlega geta þeir ekki notfært sér þær. Farið var inn i JMJ, sem er verslun. Þar var stolið tvö þúsund krónum. A hæðinni fyrir ofan er fataverksmiðjan Burkni og þar var einnig stolið tvö þúsund krónum. Avisan- irnar voru einnig teknar þar. Þá var brotist inn hjá Ið- unni. Þar var dyrakarmur meöal annars brotinn, en hins vegar var ekkert tekið. Loks var svo farið inn I Ibúð við Stafholt 1. Þar voru ibúar ekki heima. Þeir töldu að farið hefði veriö inn um miðjan dag, á meðan enginn var heima. Dyrnar voru sprengdar upp og rótað til inni i Ibúðinni en engu virðist hafa verið stolið. Málið er I rannsókn. —EA sókn hafiri í Al- Páll Zophoníasson, danski byggingameistarinn og framkvæmda- nefnd iþróttahúsbyggingarinnar. Ljósm. Guöm. Sigfússon. þýðubankamóli Sakadómsrannsókn i Alþýðu- bankamálinu margnefnda er nú hafin. Beinist rannsóknin að þvi hvort bankastjórar Alþýðubankans hafi gerst sekir um saknæmt athæfi vegna lánveitinga til Guðna Þórð- arsonar, Air Viking eða Sunnu. I annan stað er ætlunin að reyna að upplýsa hvort Guðni hafi gerst saknæmur vegna lántöku og stofnunar skulda og að greiða með innistæðulausum ávisunum. Ekki er á þessu stigi hægt að segja, hversu langan tima rann- sóknin tekur, en nú er beðið eftir gögnum frá Alþýðubankanum. Ástandið hefur batnað í öryggismálum flugvalla —sagði Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra „Ástand flugmála er ekki eins gott og það þyrfti að vera. En það er reynt að bæta úr þvi eftir megni. Ef núverandi ástand I öryggismálum flugvalla er hryllilegt þá veit ég ekki hvaða orð væri hægt að nota um ástandið eins og það var áður, þvi vissulega hefur það batnað frá þvi sem var.” Þannig komst Halldór E. Sigurðsson, samgöngumálaráð- herra, að orði er hann var inntur álits á orðum Agnars Kofoed Hansen flugmálastjóra er birt- ust I VIsi sl. föstudag. Agnar sagði að það væri mikil ábyrgð að leyfa að fljúga á flug- velli úti á landi, og að við hefð- um verið lánsamir að ekki hefði af þvi hlotist slys. Sagði hann það eingöngu að þakka hæfni flugmanna. Og ekki væri hægt að ætlast til þess að þeir gerðu endalaust kraftaverk. Halldór E. Sigurðsson sagði: „Við gerð fjárlaga núna var reynt að veita eins miklu fé til flugmála og hægt var við rikj- andi ástand. Og I siðustu fjár- lögum jókst fjárframlag til flug- mála. Við fjárlagagerð verður að taka mið af heildinni. Sum- um finnst aldrei nóg af þvi gert.” Halldór minnti á orð sem hann sagði i tið sinni sem fjár- málaráðherra. Að allir liðir I fjárlögunum virtust nauðsyn- legir og góðir en þegar heildar- fjárhæð þeirra væri fundin væru fjárlögin leiðinlega há. ,,Á siðustu árum hefur margt unnist i flugmálum hér á landi. Og það er markvisst unnið að beim málum.” —EKG A myndinni eru, talið frá vinstri: Bragi Guðmundsson formaður Biaða- mannafélags tslands sem tók við merki Arna Gunnarssonar, Guðrún Brandsdóttir, Arni Björnsson og Hjálmar Viihjálmsson, Jóhannes Óli Sæmundsson gat ekki verið viðstaddur. Sœmd heiðursmerki Rouða kross íslands Forseti tsiands sæmdi I gær fimm manns heiðursmerki Rauða kross islands fyrir fram- úrskarandi störf að mannúðar- málum. Þau sem viðurkenning- una hlutu voru: Hjálmar Vilhjálmsson, fyrr- verandi ráðuneytisstjóri sem fékk gullmerki fyrir störf sin sem formaður Styrktarfélags vangefinna. Arni Björnsson, endurskoðandi sem unnið hefur ötullega að málum Rauða krossins. Arni Gunnarsson rit- stjóri frétta hjá dagblaðinu Visi — en sem fyrrverandi formaður Blaðamannafélagsins og sem formaður fjáröflunarnefndar þess félags vann hann að fjár- söfnun fyrir neyðarbilumEyfirð- inga og Reykvikinga. Guðrún Brandsdóttir, hjúkrunarkona, sem hefur um langt skeið unnið við móttöku slasaðra og sjúkra I Reykjavik. Jóhannes Óli Sæmundsson, námsstjóri. Hann var fyrsti formaður Styrktarfé- lags vangefinna á Akureyri og vann þvi félagi mikið. Heimild er til í lögum að veita orðu þessa fimm manns einu sinni á ári. Þar af eina gullorðu. —EKG íþróttahöll Vestmanna- eyinga komin undir þak lþróttahöilin nýja i Vest- mannaeyjum er nú komin undir þak. t tilefni þess var haldið hóf i húsinu s.L föstudag. Stefán Runólfsson, einn þre- menninga i framkvæmdanefnd, setti hófið og Páll Zóphoniasson lýsti i stuttu máli framkvæmd og byggingu hússins. Þá var gestum boðið upp á smurt braut og gosdrykki. Að undanförnu hefur verið safnað tæpum tveim milljónum til tækjakaupa i húsið hjá ýms- um félagssamtökum i bænum. Aætlað er að unnt verði að taka iþróttahúsið i notkun næsta haust. GS/—EB „Með kœrunni nóðist það sem stefnt var að" Kæra. tslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hefur nú veriö afgreidd i bili og árangur- inn varð góður að sögn utanrik- isráðuneytisins. t skeyti frá Reuter er skýrt frá málsmeð- ferö en haft eftir diplomatiskum heimildum að það sé óliklegt að það verði tekið fyrir aftur nema til frekari átaka komi. — Þetta var það sem við stefndum að, sagði Pétur Thor- steinsson, ráðuney'tisstjóri i utanrikisráðuneytinu við VIsi i morgun. — Það var aldrei búist við neinni ályktun frá ráðinu. Til- gangurinn var sá að vekja athygli á málinu um heim allan. Það tókst með kærunni og með þvi að málið var tekið fyrir i öryggisráðinu. —ÓT Barnaheimilin frá ríki yfir á sveitarfélögin Verkefnatilfœrslan minni en ráðgert var „Það sem felst i þessari breyt- ingu er að ýmsir kostnaðarliðir færast yfir á sveitarféiögin. Má þar nefna reksturskostnað barna heimila, viöhaldskostnaö skóla kostnað við vinnumiðlun, orlo húsmæðra og heimilishjálp,’ sagði Gunnar Thoroddsen félags málaráðherra I viðtali við Visi Væntanlegt er frumvarp frá rikisstjórninni sem kveður á um þessar breytingar. „Rikið hefur greitt hluta af þessum kostnaði, en samkvæmt þessu færist hann að mestu yfir á sveitarfélögin. t stað þess fá þau aukinn hluta af söluskatti. Til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga renna nú 8% af 13þrósentustigum söluskatts, en b'reytingin gerir ráð fyrir að það verði 8% af 18 prósentustigum. í greinargerð fjárlagafrumvarps er þessi upp- hæð áætluð 700-750 milljónir, en hún verður minni. Aætlunin I dag hljóðar upp á 520milljónir,” sagði félagsmálaráðherra. —EB Sakadómsrann-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.