Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 3
VISIB , Miðvikudagur 17. desember 1975.
3
Smíða íbúðir þriðjunai
undir vísitöluverði
„Með tiikomu þessara móta
höfum við getað lækkað bvgg-
ingarkostnaöinn nokkuð,og sem
dæmi, þá selduni við fjögurra
berbergja ibúðir fullfrágengnar
með teppum á fjórar milljónir
og sex hundruð þúsund. Það
verð var 25% undir visitöluverði
á afhendingardegi 1. september
siðastiiðinn.
Næsta haust afhendir fyrir-
tækið sams konar ibúðir fyrir
4.900 þúsund, sem með sömu
byggingarþróun verður um 55%
undir visitöluverði.”
Þannig komst Tryggvi Páls-
son forstjóri byggingarfyrir-
tækisins Smára hf. á Akureyrf
að orði. Smári hf. er það bygg-
ingarfyrirtæki á Akureyri, sem
mest framleiðir af ibúðum i
bænum. Á ársbyrjun 1974 tók
fyrirtækið i notkun ný bygg-
ingamót fyrir veggjaelement.
þau fyrstu sinnar tegundar hér
á landi.
Mótin eru sænsk og heita
P-Form og eru þau byggð á
Með þvi að nota svona steypumót er hægt að lækka byggingar-
kostnað um allt að þriðjung
þann veg að uppistöðv.ar, stifing-
ar og rammi eru úr járni en
sjálf klæðningin úr vatnsþéttum
krossviði. Þannig er auðvelt að
ganga frá raflögnum og stokk-
um i mótunum auk þess sem
fljótlegt er að skipta um klæðn-
ingu. Framleiðendur gera ráð
fyrir þvi að klæðninguna megi
nota 250-300 sinnum, en þeir hjá
Smára hf, telja að hana megi
jafnvel nota oftar.
Tengingar eru aðeins efst og
neðst á mótunum. Mótunum
fylgja áfastir stillansar að ofan
til þannig að aúðvelt er að
steypa i mótin.
Veggir úr þessum mótum eru
það góðir að eingöngu þarf að
sandsparsla veggina á eftir og
verður múrverk þvi margfalt
ódýrara. Hreinsun móta er nán-
ast engin þar sem þau eru úðuð
með mótaoliu fyrir notkun. Með
þvi sparast stór útgjaldaliður.
Eina leiðin til að lækka
kostnaðinn
„Það er engum vafa undir-
orpið að eina raunhæfa leiðin
til lækkunar byggingarkostnað-
ar felst i tækni er byggist á
steypumótum og byggingar-
krönum, er samfara stöðlun
smiðahluta svo sem glugga,
hurða, innréttinga, forsteyptra
stiga og handriða auk einangr-
unarglers, en allir stigar og
handrið i fyrrnefndum húsum
eru steypt af okkur sjálfum. Til
gamans má geta þess að kostn-
aður við forsteyptan stiga er
minni en kostnaðurinn við að slá
honum upp með hefðbundnum
hætti!!
Tryggvi sagði að Smári hf.
hefði notað þessi steypumót við
uppbyggingu tveggja þrjátiu
herbergja fjölbýlishúsa. Miðað
við tiu tima vinnudag hefði
aðeins tekið sextiu vinnudaga
að steypa upp af grunnplötu
undir þak. Við það verk unnu að
jafnaði þrettán menn, auk
byggingarstjóra. Með þeim
voru aðeins þrir trésmiðir og
þeir nemar.
Reyna að lækka kostn-
aðinn meira
Er Tryggvi var spurður hvort
þeir hjá Smára hf. hefðu
áætlanir um enn frekari lækkun
byggingarkostnaðar, sagði
hann:
„Næsta vor tekur fyrirtækið i
notkun byggingarmót fyrir
loftelement sem eru nýjung hér
á landi. Eitt fyrirtæki i Hafnar-
firði, Hamarinn, hefur notað
slik mót siðan i haust. Það er trú
okkar að þau muni enn verða til
þess að byggingarkostnaðurinn
geti lækkað.
Allt tal um að byggingar-
kostnaður verði vart lækkaður
nema til komi einingarhús er
óábyrgt. Þeir aðilar sem reyna
að telja fólki trú um að það spari
30% byggingarkostnaðar með
þvi að kaupa forsteyptar út-
veggjaeiningar ættu að rök-
styðja slikar fullyrðingar. Fok-
helt hús er aðeins um 30% heild-
arbyggingarkostnaðar og yrðu
þeir þvi að gefa framleiðsluna.”
Air Viking í
áœHunarflug
milE Kóreu og
Saudi-Arabíu
Umsvif Air Viking i
austurlöndum veröa æ
meiri. Nýlega geröi fyrir-
tækið samning um flug
milli Saudi-Arabiu og
Suöur- Kóreu.
„Saudi Arabian Airlines taka
flugvélar okkar á leigu með
áhöfnum um óákveðinn tima.
Flugfélagið skortir vélar á þá
flugleið sem um ræðir”, sagði
Guðni Þórðarson forstjóri Air
Viking i viðtali við Visi.
Guðni sagði að Air Viking
vélarnar flygju á áætlunarleið
milli Arabiu og Kóreu. Flogið er
milli Djidda i Saudi-Arabiu, og
Seoul i Suður-Kóreu, en millilent i
Rhyad, Bombay, Kuala Lumpur
og Hong Kong.
„Við fengum þetta verkefni i
gegnum okkar umboðsaðila. Við
fáum vel borgað fyrir þetta og
- vel
borgað,
segir Guðni
Þórðarson,
forstjóri
Saudi-Arabian Airlines greiða
allan kostnað. Það eina sem við
leggjum til er flugvélarnar og
áhafnir”, sagði Guðni ennfremur.
Á flugleiðinni Arabia-Kórea
koma farþegar inn eða fara út á
öllum þeim stöðum sem
millilengt er á.
Guðni Þórðarson sagði að i
bigerð væru samningar um enn
meira leiguflug fyrir ýmsa aðila.
-ÓH.
PLÖTUHÚSIÐ heitir ný verslun á mótum Snorrabrautar og Hverfisgötu. Þar verða allskonar tón-
menntir til sölu eins og nafnið gefur til kynna. Einkum verður þó lögð áhersla á dægurlög. Eigendur eru
Þorvaldur Stefánsson og Sveinbjörn Bjarkason, og hyggjast þeir bæta hljómtækjum viö vöruúrvalið,
þegar fram liða stundir. -Mynd JIM
—
Leikfélagið Baldur á Bildudal
frumsýndi nýlega asna og visku-
stykki Þórðar Breiðfjörðs, „Ég
vil auðga mitt land”, undir leik-
stjórn Ingólfs Þórarinssonar.
Það leikrit er i hópi vinsælustu
leikrita islenskra, en eins og
kunnugt er eru það hinir þekktu
matthildingar, sem eru höfundar
verksins. Leikritið var sýnt þrjá-
tiu sinnum i Þjóðleikhúsinu fyrir
nokkrum árum.
Ýms önnur leikfélög munu hafa
sýnt áhuga á að leika þetta verk,
og i fyrra var það fært upp á
Húsavik.
Þetta leikrit er ekki frumraun
leikfélagsins Baldurs. Aður hefur
það fært upp mörg leikrit. Er
skemmst að minnast söngleiksins
Paradisarstræti sem sýnt var i
fyrravetur.
— EKG
STÁLTÆKI Auðbrekka 59 s. 42717.