Vísir - 17.12.1975, Síða 11

Vísir - 17.12.1975, Síða 11
VISIR Miðvikudagur 17. desember 1975. 11 NÝJAR HLJÓMPLÖTUR Á. Á. RECORDS Skortir allar upplýsingar Þá er Ámundi Ámunda- son ioksins orðinn þátt- takandi í ,,hljómplötu- flóðinu mikla" með út- gáfu hljómplötunnar „HRIF nr. 2". „Hrif 2” er ansi athyglisverð plata, þvi að á henni koma fram fimm hljómsveitir, með tólf ný lög. Þetta eru hljómsveitirnar Pónik, Hvitárbakkatrióið, Spil- verk þjóðanna, söngflokkurinn Nunnurnar, og Bergþóra Árna- dóttir, athyglisverð söngkona að austan. Eitthvað hefur Amundi þó verið að spara blekið þegar umslag plötunnar var hannað, þvi fátækar eru uppláyingarnar á þvi, þvi miður. Þó liggur eitt ljóst fyrir, og það er að Jakob Magnússon hefur stjórnað öllum upptökun- um, sem voru gerðar i Hljóðriti h/f, Majestic Studio og R.A. Studio. Hlutdeild Jakobs má greini- lega heyra i allflestum lögun- um, sbr. pianóleik. NUNNURNAR: flytja tvö lög á plötunni „Lucifers Carnival” eftir þá félaga Jakob M. og TómasT.og „River Boulevard” eftir B. Maurits. Hið fyrrnefnda er betra lagið, og má þar heyra að góður bassaleikari er á ferð, mjög lik- lega Tómas sjálfur. SPILVERK ÞJÓÐANNA: á fjögur lög á plötunni „PANOLA”, „EGILS APPEL- SÍN”, „ITS ONLY ME” og „SUMMERS ALMOST GONE”, öll eftir Spilverið sjálft. „PANOLA” á sennilegast rót sina að rekja til Egils, ákaflega viðkunnanleg jass-ballaða. í „Egils appelsini” bregður svo fyrir fjári skemmtilegum hljóðfæraleik á banjó og fiðlu, en greinilegt er að Spilverkið hafði ekki afklæðst stuðmanna- klæðunum við upptöku þessa lags. „Its only me” syngur Egill mjög vel, og greinilega má heyra að Jakob M. hefur komið mjög við sögu i laginu sbr. út- setningu. Fleiri raddir hefðu ekki sakað i laginu, sem annars er með betri lögum plötunnar. „Summer almost gone” hefur Jakob útsett mjög vel miðað við aðrar útsetningar Spilverksins, þar sem litt hefur borið á trommum og rafmagnsbassa. Lagið hefur allt til þess að bera að vera eftir Sigurð „bjólu”. HVITARBAKKATRIÓ: Jakobs Magnússonar á tvö lög á plöt- unni „MOVING ON” og „WHERE WERE YOU”. Bæði eru lögin góð. „Moving On” róleg melódia, en „Where Were You” aftur á móti öllu hraðara og eftir þá félaga Tómas og Jakob. BERGÞÓRA ARNADÓTTIR: syngur tvö lög á plötunni, „ÉG ELSKA”, og „ÞRÁ”, og skilar hún hlutverki sinu mjög vel. Bergþóra hefur ekki sungið inn á plötu fyrr, mér vitanlega, og eftir að hafa hlýtt á hana á þessari plötu a.m.k. i laginu „Þrá” leyfi ég mér að vona að hún láti ekki staðar numið. Lagið hefur hún sjálf samið við ljóð B. Braga. „Ég elska” er engu siðra lag, en einhvem veginn finnst mér eins og söngur Bergþóru sé kæfður i full sterkum hljóðfæra- leik, i lagi sem hefur að bera hugíjúfan texta, og á þvi bæði að vera rólegra og ekki eins spunnið upp. PÓNIK: flytja að lokum tvö lög á plötunni, „Ég sakna þin” eftir Þorvald Halldórsson og „Sólarlag”. Hið siðarnefnda er öllu áheyrilegra, án þess þó að vera á nokkurn hátt gott lag. Greinilega má heyra mismun á þessum lögum, og öðrum lög- um plötunnar, senda sennileg- ast hljóðritað undir allt öðrum kringumstæðum þar sem að útbúnaður hefur ekki fullnægt hljóðfæraskipan Póniks. „Ég sakna þin” er svarti sauður plötunnar, og hefði plat- an tvimælalaust getað verið án þess. Þetta hefur verið smá rabb um efni „Hrif 2”, þvi miður getur Tónhornið ekki upplýst ýmislegt sem fróðlegt væri að vita um einstök lög hennar þvi eins og fyrr segir þá fylgja eng- ar upplýsingar. Það finnst Tón- hominu slæmt, og hyggst bæta upp á næstunni. Tónhorninu finnst það litils- virðing hljómplötuútgefanda við hinn „almenna kaupanda” að veita ekki betri upplýsingar um efni plötunnar en þær sem ritaðar eru á albúmið, en þær eru ansi fátæklegar. Eitt þarf hlustandinn að hafa i huga er hann hlýðir á „Hrif 2”. Spilverk þjóðanna hljóðritaði lög sin fyrr á þessu ári, löngu áður en að þeirra eigin plata var komin á umræðustig, þannig að lita ber á lög Spilverksins sem algera byrjun á þeirri braut sem Spilverkið nú er á. — örp Vilhjálmur V. byrjaður á ný Þau eru orðin mörg árin siðan að Vilhjálmur Vilhjálmsson söng siðast inn á hljómplötu. Vilhjálmur hefur undanfarin ár starfað i Luxembourg sem flugmaður, en er nú aftur kom- inn heim og er farinn að gera merkilegustu hluti svo sem að bjarga útgerðarfélögum, strlða rútubilstjórum m.m. og allt þetta gerir hann fljúgandi. Hið merkilegasta við þetta alit saman er, aðVilli hefur ekki týnt röddinni, þvi eftir öll þessi ár um þessar mundir þenur hann hana sem mest suður i Firði. Vilhjálmur er nefnilega að syngja inn á enn eina hljóm- plötu, I þetta sinn án Ellu syst- ur, og lögin eru eftir Kristján frá Djúpalæk. Nánar verður sagt frá atferli Villa seinna. örp NÝJAR HLJÓMPLÖTUR___Árni Johnsen „Ég skal vaka" Það er um það bil ár siðan að ég hitti Arna Johnsen á förnum vegi, og sagði hann mér þá að næsta plata sin myndi innihalda ljóð Laxness, en þá var hann ný- búinn að gefa út hljómplötu sina „Þú veist hvað ég meina”. Ég óskaði Árna alls hins besta, en satt að segja bjóst ég ekki við að hann myndi ráðast i þetta verk. Það er hann samt svo sannar- lega búinn að gera, og smekk- lega i þokkabót. „Ég skal vaka” venst mjög vel, og hún hefur að geyma ein- stakan sjarma. Óþarfi er að rekja efni hennar sérstaklega, þvi eins og fyrir- rennari hennar, „Þú veist hvað ég meina”, er hún vel úr garði gjörð, hvað upplýsingar til hlustendans varðar. Upphaflega stóð til að plata þessi kæmi út fyrr á þessu ári, sem hefði verið æskilegra, en þar eð „útgefandinn tilvonandi gleymdi að rifa af dagatali sinu”, dróst útgáfa hennar á langinn, (eða lánginn, eins og Laxness skrifar)! Árni hefur þvi gefið hana út sjálfur, og stofnað til þess út- gáfufyrirtæki með þvi merki- lega nafni „Milljónaútgáfan Einidrangur”. Einidrangur þessi mun vera skertittur einn, er stendur upp úr sjó vestast i vestmannaeyja- klasanum, og hefur i gegn um árin staðið af sér brim og stór- sjó. Vonandi styrkir það þetta nýja fyrirtæki Arna. Arni vill oft á tfðum verða full hávær i söng sinum, og gefur þá fáum kost á þvi að syngja með, en á „Ég skal vaka” kveður við önnur visa. Ami syngur af einlægni, og i lögum eins og t.d. „Þingvalla- veginum”, mætti halda að ein- hver allt annar væri á ferðinni, svo mjúklega fer Arni með ljóð- ið. Þá ber að geta um þátt Jón Sigurðssnar, en hann hefur út- sett öll lögin mjög skemmtilega, og á hann stóran þátt i þvi að gera plötuna jafn heilsteypta og raun ber vitni. Tvær „Nunnur” leggja Arna til lið og raddir i fjórum lögum, eða þær Drifa Kristjánsdóttir og Helga Stein- sen. Þorsteinn Magnússon, gitar- leikari úr Eik, leggur til smá „Búðardals-filingu” i Ijóðinu „Reikningsskil” og Jón Arni Þórisson úr Litið eitt spilar á mandólin i ljóðinu „Um hina heittelskuðu”, og kemur það skemmtilega á óvart. Sigriður „Carmen” Magnúsdóttír og Garðar Cortestaka þátt i tveim- ur lögum með Árna, að ógleymdum meistaranum sjálf- um Laxness, sem fer sjálfur með tvö ljóð sin „Bráðum kem- ur betri tið” og „Striðið”. Við hiðsiðarnefnda hefur Árni gert mjög smekklegt lag, en ljóðið sjálft höfðar til Bjarts i Sumarhúsum (úr Sjálfstæðu fólki) er hann orti til dóttur sinnar Astu Sóllilju. Gaman hefði verið að heyra Laxness lesa fleiri ljóð sin, en það var vfst ekki meiningin með þessari plötu, kannski að „milljónafyrirtækið” hugsi til þess næst. Sem sé, „Ég skal vaka” er heilsteypt, róleg plata, sem að minum dómi býr yfir vissum sjarma, þeim sama sem ávallt er nærri þegar Laxness á i hlut. Orp. Nýjar hljómplötur — Hljómar 016 „GLEÐILEG JÓL" Hljómar gleðja eflaust marga um jólin, með útgáfu þessarar plötu. Eins og nafn hennar „Gleðileg jól” bendir til, þá er eingöngu um jólalög að ræða, ný og gömul i vandaðri útsetningu Hljóma. Reyndar hafa þeir skipt plöt- unni bróðurlega á milli sin þeír Þórir Baldursson og Gunnar Þórðarson en báðir hafa þeir út- sett sex lög hvor. Af útsetning- um Þóris vekur „Klukkna- hljómur” mesta athygli, enda hefur Þórir gert samning við þýskt útgáfufyrirtæki, um út- gáfu þessa lags á tveggja laga plötu. „Gleðileg jól” má teljast gallalaus, hún nær fullkomlega sinu takmarki, að vekja upp jólastemningu, henni fylgja sannast að segja kertaljós, klukknahljómur, og ilmur frá jólamat mæðranna. Eitt lag hefur Gunnar Þ. samið fyrir plötuna, „Jóla- snjór”, mjög smekklega gert hjá Gunna, getur hlustandinn næstum séð snjóflyksurnar faila um leið og hann hlýðir á lagið. Fjórir jólasveinar annast allan undirleik, (Hljómar). en auk þeirra koma fram sem fyrr segir Þórir Baldursson og systir hans Maria (all in the family!) Þetta er að minu mati góð jólaplata, og á eflaust eftir að gleðja marga um þessi jól, svo og ókominn. „Klukknahljómur” ber höfuð og herðar yfir önnur löe plöt- unnar sökum útsetningar Þóris, en fjörugu lögin „Snæfinnur Snjókarl”, „Hátið i Bæ”, og „Jólasveinninn minn”, fylgja þvi fast eftir. — örp

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.