Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 7
VISIR Miðvikudagur 17. desember 1975. 7 Umsjón: Guömundur Pétursson Arabar vilja að UNESCO fordœmi ziomsmann Arabar og fulltrúar þriðja heims-landa gerðu tilraun til þess að fá zionisma enn einu sinni fordæmdan og i þetta sinn á fundi hjá uppeldis- og menningar- stofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Þetta mætti mikilli andspyrnu fulltrúa margra Vesturlanda, og breyttist fundurinn á einni svip- stundu úr bragðdaufri samkomu, þar sem litilla tiðindá var vænst, I suðuketil. — Sumar sendinefndir Vesturlanda hótuðu að ganga af fundinum ef fordæmingar tillög- urnar yrðu samþykktar. Varö að fresta atkvæöagreiðslu þar til i dag, en i alla nótt gengu menn á milli þeirra 80 sendi- nefnda, sem sitja fundinn til þess að lægja öldurnar. „Meira og meira lækka Sam- einuðu þjóðirnar i áliti fólks, og meira og meira vinna þær til þess,” sagði einn fulltrúi Samein- uðu þjóðanna um fordæmingartil- lögurnar. Hinir kaþóisku ítalir œtla að taka upp frjálsari fóstureyðingar.... Horfur eru á þvl að hinir rammkaþóisku Italir samþykki á þingi frumvarp sem felur I sér frjálsari fóstureyðingar. Einkan- lega eftir að þingnefnd samþykkti breytingu á þeirri grein sem mest hafði staðið I mönnum. Kom mjög á óvart við atkvæða- greiöslu i nefndinni að kristilegir demókratar sátu hjá, þegar breytingartillagan var borin upp af lýðveldissinnum og frjálslynd- um. Breytingin felur i sér að kona sem telur sig uppfylla skilyröi fyrir leyfi til fóstureyöingar geti leitað til einhverra þeirra lækna sem veröa muni á sérstakri skrá þess opinbera. I sendi- Rœningjarnir ráðinu þrjóskast enn við Nefndin haföi áður samþykkt ákveðna skilgreiningu yfir tilvik þar sem fóstureyðingar þættu leyfilegar: eins og eftir nauðgun eða sifjaspell og þegar heilsu móðurinnar stafar hætta af barn- eigninni, eða fjölskyldan getur ekki séð fyrir barninu. Þvi er haldið fram aö árlega séu gerðar 1,500,000 ólöglegar fóstureyöingar á ítalíu. I Páfagarði og með klerkastétt landsins er megn andstaða gegn frumvarpinu. Biskuparáðiðgaf út yfirlýsingu i gær þar sem sagt var: „Fóstureyðing er glæpur, morð á sakleysingjum”. Kovalev dœmdur í 7 ára fangelsi Andrei Sakharov sést hér á myndinni (fyrir miðju) ásamt nokkrum vina sinna i Vilna 1 Lettlandi biða þess að fá að vera við réttarhaldið yfir sam- herja þeirra i andófsbaráttunni i Sovétrikjunum. — Þeim var meinað að hiýða á réttarhöldin eða dómsuppkvaðninguna. En af vini þeirra, Sergei, Kovalev, er það að segja að hann var dæmdur I sjö ára fangelsi og þriggja ára útlegð (tii Síberlu). Skæruliðarnir sjö frá Suður-Mólúkka sem hafa enn á valdi sinu 25 gisla i sendiráði Indó- nesiu i Amsterdam hafa reynst þrjóskari en hol- lenska lögreglan gerði ráð fyrir. Þeirhalda stíftfram pólitískum kröfum sinum og milligöngu- menn i viðræðum þeirra við yfir- völd hafa ekki getaö þokað þeim svo mikið sem spönn þessa þrettán daga. En Hollendingar eru jafnráðnir I aðlátaiengu undan stjórnmála- kröfum skæruliðanna. Raunar er það meir á valdi Indónesiu að verða við kröfúnum þvi að skæru- liðarnir heimta sjálfstæði til handa Suður-Mólúkkaeyjum sem heyra til Indónesiu, áöur nýlendu Hollendinga. Mannræningjarnir i sendiráð- inu eru eldri en landar þeirra sem rændu lestinni við Beilen fyrir hálfum mánuði og gáfust upp af kulda og skorti. GUILLAUME FÉKK 13 ÁR Gunther Guilaume, austur- þýski njósnarinn sem komst alla leið I starf einkaritara Willy Brandts, fyrrverandi kanslara, smellti kossi á kinnina á konu sinni Christel þegar þau komu fyrir dómarann núna I vikunni. Guiliaume var dæmdur i 13 ára fangelsi fyrir landráð og njósnir, og kona hans fékk 8 ára fangelsi fyrir að aðstoða hann. Vilja ekki að USA bkmdi sér í stríðið í Angóla Til umræðu kemur i öldungadeild Banda- rikjaþings i dag að stöðva leynilegar vopnasendingar Banda rikjastjórnar til skærul liða i Ángola. Utanrikisnefnd deildarinnar sam- þykkti með 7 atkvæð- um gegn engu að tekið skyldi alveg fyrir vopna sendingarnar. Eftir þvi' sem fjölmiðlar i Bandarikjunum halda fram, hefur Bandarikjastjórn sent i laumi vopn fyrir um 50 milljónir dollara til þessarar fyrrverandi nýlendu Portúgal. I Angola hefur allt logað i ófriði frá þvi löngu áður en Portúgalir slepptu hendi af nýlendunni. Sjálfstæðissamtök landsins hafa ekki getað komið sér saman um að deila með sér völdum, og vopnin hafa verið látin tala. — Annars vegar eigast við kommúnistar og hins- vegar hægri menn. Vinstrimennirnir i Angola hafa notið hernaðarstuðnings frá sovétmönnum og Kúbu. Um 3000 kúbanskir hermenn berjast með þeim i Angola undir stjórn kúbansks hershöfðingja. — Hægri mennirnir hafa gripið til þess að ráða hvita málaliða. Þeir fengu samt ekki ráðið við nýtisku vitisvélar vinstrimanna sem Sovétrikin létu i té, en með leynilegri hergagnaaðstoð Bandarikjamanna hafa þeir náð að spyrna við fæti siðustu vikur. t Bandarikjunum er fólki ekki enn liðið úr minni, hvernig þátt- taka USA i Vietnamsstriðinu byrjaði og óx svo loks upp úr öllu valdi. Sýnist mörgum þing- manninum sem það sama sé i uppsiglingu i Angola, og vilja þeir fyrir hvern mun hindra að svo verði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.