Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Page 2
390 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Eftir Guðrúnu Lárusdóttur. Betlehem. Fæðingarborg frels- ara vors. Þangað beinast hugir allra kristinna manna um jólin. Sænskur prestur, sem var í Gyðingalandi í fyrra á jólunum, segir frá dvöl sinni í Betlehem í nýútkominni bók. Honum farast þannig orð: „Jeg er staddur á sænsku heim- ili í Betlehem. Við sitjum hjá jóia- trjenu og horfum á skínandi ljós- in, en hugurinn dvelur hjá jöt- unni í Betlehem, allra fyrstu jóla- nóttina, þegar frelsari vor fædd- ist. — Jeg horfi út um gluggann. — Stjörnur blika á heiðum himni. Ein er þar skærust, hún minnir mig á Betlehems stjörnuna. Vjer syngjum hvern jólasálminn á fæt- ur öðrum, og svo er biblíunni flett upp, alveg eins og heima, og jóla- guðspjallið lesið. Vjer hlýðum á hinn gamla boðskap, sem er þó á- valt nýr á hverjum jólum, en aldrei nokkuru sinni hefir hann staðið mjer jafn lifandi fyrir hug- skotssjónum, nje gagntekið mig eins og hjer, þegar jeg er stadd- ur á þeim stöðvum, þar sem frels- arinn fæddist. Hingað fóru þau Jósef og María til þess að láta skrásetja sig. Hjer fæddi hún son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötuna, af því að þau fengu ekki rúm í gestaherberginu. — Gamla frásögnin fær nýtt líf og nýja liti hjer á sögustaðnum sjálfum. Vjer göngum út á vellina, þar sem fjárhirðarnir vöktu yfir hjörð sinni. Það er ógleymanleg ganga á hljóðri jólanótt. — Kyrð- in er heilög. Vjer finnum nálægð eilífðarinnar, himininn er oss svo nærri, að vjer getum vænst þess að heyra þá og þegar himneska lofsöngshljóma af englavörum. Þögnin er rofin með jólasöng á Betlehemsvöllunum: „Hin feg- ursta rósin er fundin“, hljómar skært í næturþögninni. — Hjer er heilög jörð. Hjer eigum við öll helgar minningar. Hjer voru hirðarnir, er engill Drottins stóð hjá þeim, og birta Drottins ljómaði í kringum þá, og þeim var- færð gleðifregnin, sem allri gleði er æðri: „Yður er í dag frelsari fæddur!“ — Alt er kyrt, — náttúran sjálf fellur fram í heilagri tilbeiðslu. Oft hefi jeg sungið: Fögur er foldin, en aldrei jafn hrifinn og hjer á Betlehemsvöllunum. — Hvílík fegurð og tign!Vellirnir blika í björtu tunglsskini, stjörn- urnar brosa við jörðinni með ó- viðjafnanlegri fegurð. — Hjer, einraitt hjer, sungu engl- arnir um dýrð Guðs í upphæðum, og sá söngur hefir síðan hljómað um allan heim, til ystu endimarka hans, frá einu heimsskauti til ann- ars“. — Fæstireiga þess kost að fara til Betlehem og halda jólin þar, enda þótt margur mundi vilja kynnast þeim stöðvum, þar sem frelsarinn fæddist, starfaði og ljet líf sitt vor vegna. En fagnaðarerindi jólanna nær til vor, hva.r sem vjer erum stödd, og á við oss sama erindið, eins og við fjárhirðan'a forðum, þegar það hljómaði í fyrsta sinn á Betle- hemsvöllunum. Fyrstu ljósgeislar jólanna ljóm- uðu í vetrarmyrkri og þögn ein- verunnar; til vor komu þeir í svartasta skammdegi ársins, og í lífi einstaklingsins skína þeir oft skærast, þegar sorgarmyrkur grúfir yfir sálunni. — Á einveru- stundum hvíslaði Guðs andi þá friðar- og huggunarorðum jól- anna að einmana, hryggri sál, og ljósgeislar gleðiboðskaparins unnu bug á hrygð og kvíða. — Dimt er í augum heimsins þótt bjart sje í hásölum himn- anna, en hafirðu veitt viðtöku ljósinu, sem kom í heiminn hina fyrstu jólanótt, þá verður ávalt bjart í hug þínum og hjarta, þá tekur varanleg jólabirta og jóla- friður sjer aðsetur hjá þjer og hverfur ekki, þótt slokkni á jarð- neskum jótageislum. Þá eru til þín töluð orð engils- ins: „Sjá jég flyt yður mikfcin fögnuð, sem veitast mun öllum lýðum, því að í dag er yður frels- ari fæddur, sem er Kristur Drott- inn í borg Davíðs“. Og þá eignast þú í sannleika gleðileg jól.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.