Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Side 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Side 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 405 sonar bls. 89—90). Var þá haft til skemtunar það, sem auðið var að fá, söngur, hljóð- íærasláttur, kveðnar rím- ur og enda sungnar „afmorsvís- ur“ og dansað, slegið upp í viki- vaka á milli. í gömlu veislukvæði frá 18. öld snemma eru nefnd þessi hljóðfæri: langspil, gígja, hljóðpípi, harpa og simfón (Tímar. Bmf. 17,132—3). Á síðari hluta 18. aldar finst getið um veislunarra eða veislu- gikk, sem hafður var til að gera skemtun í brúðkaupum og líklega íleiri samkomum. Þannig var veislugikkur í brúðkaupi Ólafs Stefánssonar, síðar stiftamt- manns, og Sigríðar Magnúsdótt- ur, og er svo ritað, að síra Gunn- ar prófastur Pálsson í Hjarðar- holti hafi tekið við af gikknum, þegar hann þraut fyrir ölæði, og lék margt, og sumt ekki sem kurteislegast að tignarbrúðum mundi þykja nú á dögum. (Tímar. Bmf. 17,134; Lbs., 276,4 to.). Eigi hef jeg fundið hvað helst var til matar haft í veislum þess- um, en mikið voru það steikur ýmsar o. fl. Vínföngin voru bjór og vín („franskt vín“, messu- vín, gamalvín, mjöð og extrakt), á 16. og fyrri hluta 17. aldar, en svo fór að flytjast brennivín, en bjórinn hvarf að mestu úr sög- unni. Stundum var mikið drukk- ið og lítið um kurteisi, þegar svo var komið, og stundum áflog og ryskingar, en friðsöm voru brúð- kaup hjer á landi í samanburði við það, sem gerðist í Noregi og víðar. Síðasta kvöldið var veislunni eða öllu heldur brúðkaupinu sagt upp hátíðlega. Síðan kom slæmur- inn eða eftirdrykkjan um kvöld- ið á eftir. Var þá drukkin bónda- skál eða bóndaskál og húsfreyju. Þá var brúðgumi fyrst nefndur bóndi og brúður húsfreyja eða húsfrú. Að morgni var svo etinn frúkostur, og var þá rekinn enda- hnúturinn á með því að bera inn vítabikar og vítabolla. Skyldi þar hver drekka víti fyrir alt það, sem þeim hafði á orðið í brúð- kaupinu. Fyrst mælti siðamaður fyrir vítabikar og fylgdi honum söngur og slæmur. Svo var hverjum þeim, er sekur hafði orðið, íærður bikarinn og íylgdi Vísa; var hún jaínan með lorn- yrðislagi og hafa þær oltast lík- lega verið ortar um leið og bikar- inn var færður þeim, er seaur varð. Þetta hefir verið mest gerc til gamans, og oft eru sakirnar litlar. En ekki tjáði annað en drekka bikarinn í botn. Nokkrir vítavísnaílokkar eru prentaðir i Vikivökum Ól. Dav. 51—75; eru þeir flestir frá 18. öld. Fylgdi þessu gáski mikill, enda settu menn sig út til þess að víta presta, prófasta og heistu menn, t. d. J ón biskup Árnason, (bls. 56—7; 6.— 9. v.), síra Þorstein Ketilsson á Hrafnagili (bls. 64; 12.—14. v.), síra Þorleif Skaftason (bls. 67; 4.—7. v.), og þættu vísurnar sumar nokkuð nærgöngular nú á dögum, en menn hafa varla verið eins hörundsárir í þá daga eins og sumir eru nú. Kristján konungur 6. var strangur í siðalögmálinu, og þótti þessir brúðkaupssiðir hér ærið hneykslanlegir, ekki síst að kveða rímur og syngja sálma á víxl í veislum og drekka víti. Lög voru gefin út um hjónabandssakir og móti lauslæti með fleira á Is- landi, 3. júní 1746 (Hól. 1746). Er þar fyrirboðið að syngja vers yfir borði, er menn drekka, víta- bikar og annað (6. gr.). Mun úr því hafa farið að dofna yfir hin- um gömlu brúðkaupssiðum. Að minsta kosti virðast þeir hafa horfið að mestu síðara hluta ald- arinnar, enda munu harðindin eftir 1750 hafa átt góðan þátt í því. Þegar fátæklingar giftust, var auðvitað minni viðhöfnin, en svo er þó að sjá, sem þeir hafi reynt að tolla í tískunni eftir föngum. Má ráða það meðal annars af Brúðkaupsreið bænda hjá síra Stefáni í Vallanesi (Kvæði I. 244—259), Veisludikt (Lbs. 170, 8vo) og fleiri kvæðum. Eggert Ól- afsson reyndi að endurreisa hina gömlu brúðarsíði, en breytti þeim nokkuð, og ritaði um þá Brúðar- siðabók, með kvæðum og söngv- um (Lbs. 551, 4to), en þeir voru margbrotnir og munu aldrei hafa komist í tísku. Kvæðin úr þeim eru prentuð í kvæðum hans, bls. 181—187. Þeim siðum var fylgt í brúðkaupi sjálfs hans, enda hafði það staðið um viku að forn- um sið. Um og eftir 1800 virtist lítið annað vera eftir af þessum fornu siðum en brúðargangurinn, og ef til vill hefir það ekki verið útdautt að bjóða í sængina; má ráða það af því, sem Mackenzie hefir verið sagt um það mál. Segir hann, að brúðgumi bjóði fyrst eitthvert smáræði, tóbaksdósir eða annað, sem hann hafi í vasa sínum, en því sje öllu neitað. En svo lofar hann einhverju sem er verðmætt, og hleypa þá stúlkurnar honum til brúðarinnar. Að morgni gefur hann henni þá annaðhvort föt, silfurgripi eða peninga, og var það morgungjöfin1). Boðið í sængina mun þó hafa horfið fljót- lega, en morgungjöfin hjelst sum- staðar hjer á landi langt fram á síðasta hluta 19. aldar, og er ef til vill ekki enn með öllu horfin. En snemma á 19. öldinni og sum- staðar fyr mun það hafa horfið, að prestur blessaði yfir sængina, þegar brúðhjónin voru komin í hana, með bæn og yfirsöng. Mackenzie var við brúðkaup í Reykjavík 1810. Þar er svo að sjá, sem verið hafi brúðargangur og gekk brúðurin með kvennaskar- ann á undan í kirkjuna, og gekk með henni öldruð kona, en brúð- guminn með svaramanni á eftir með karlmennina. Presturinn gekk næst brúðguma. Brúðurin mun hafa verið skautbúin, en brúðgumi var í stuttbuxum með rósóttum sokkaböndum og með selskinnsskó á fótum, með hvítum eltiskinnsþvengjum. (M. hjelt það væru línræmur). Hjóna- efnin sátu sitt hvoru megin í kirkjunni og svaramennirnir hjá brúðguma og tóku rækilega í nef- ið. Öldruð kona sat hjá brúðinni. Þegar söng var nær lokið, voru 1) Mack. 120—121; eftir þessu aft dæma hefir haldist aö bjóöa í sængina fram yfir 1800, enda þótt í gamni hafi veriö. Hvenær vísa síra Jóns Þorláksson. ar er ort, er auðvitaö ekki hægt aö segrja, en einhvern tíma á árunum 1770 —1820 líklega. Sbr. ennfremur Fru Th.s. Erindringer fra Island, Ringköb. 1845, bls. 7—8, þar sem er líka getiö um þennan siö.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.