Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Side 20
408 LESBÓK MORGUNBLAÐSrNS Engin jól. Moskva, í desember. Vertu rólegur, Vanja, jeg skal alls ekki koma upp um þig. Jeg veit að þú heitir alls ekki Vanja. Þú heitir Jasja, Sasja eða Volod- ja. Nei, jeg skal alls ekki koma upp um þig, því að hvaða gagn væri að því, að benda á þig og segja að þarna sje einn, sem er á öfugum meið við fyrirskipan- ir stjórnarinnar? Að vísu ljestu skoðanir þínar hæversklega í ljós. Eða öllu heldur spurðir þú mig: „Djadja*“ sagðir þú, „veistu það að nú eru engin jól framar til?“ Þögn. „Þau koma aldrei aftur“, sagð- irðu svo, Löng þögn. „Hvernig stendur á þessu, Djadja?“ Og þú horfðir á mig um leið, og augu þín fyltust tár- um. „Hvernig stendur á því, að nú koma jólin aldrei framar?“ Foringjarnir hafa vitað þetta lengi. Eða er herkallið ekki búið að ganga nógu lengi? Herkall nefni jeg það þar sem talað er um bardaga, stríð og sókn. En gegn bverjum er hervæðst? Þið trúið því líklega ekki, en svona er það samtj Það er hervæðst gegn jól- unum, hátxð barnanna, gegn sein- ustu gleðinni, sem vakið gat fögn uð í hjörtunum. Gleði? Það er hið allra sjaldgæfasta hjer í landi. sjaldgæfara en alt annað, sem skamtað er með matseðlum. Að- eins einu sinni á ári birtist mönn- um gleðin áður. Það var þegar há- tíðin mikla kom með kertaljós og jólatrje. En nú? Burt með þessa hátíð! Hún getur alls ekki sam- rýmst fimm ára áætluninni. Hvernig er svo þetta herkall? Það kemur meðal annars frá W. Z. S. P. S„ það er að segja mið- stjórn starfsmanna alríkisins rússneska. Og þar sem í því fje- lagi eru ekki aðeins verkamenn, heldur einnig mentamenn, þá geta menn skilið, að hjer sje um volduga starfsemi að ræða. — 1 * Föðurbróðir. einni af tilkynningum W. Z. S P. S. stendur: „Með eflingu jafnaðarstefn- unnar verður orustan harðari á öllum sviðum, eigi aðeins á verk- legu sviði, heldur einnig á and- lega sviðinu“. Og niðurlagið er þetta: „Þess vegna ber öllum þeim fjelögum, sem í sambandinu eru, að berjast með hnúum og hnef- um gegn jólahátíðinni“. Og svo er það útlistað, hvernig þetta skal gert, það verði að hefja bardagann gegn jólahátíðinni í vikunni fyrir jólin. Ennfremur er tekið fram, að það sje ekki nóg, að kveða niður hina núverandi hátíðardaga, 24. og 25. desem- ber, heldur einnig alla dagana þar á eftir fram að þrettánda. En 5. og 6. janúar voru áður hátíð- legir haldnir á Rússlandi, bæði í kirkjum og heimahúsum. Annar fjelagsskapur, sem stjórninni er hlýðinn, M. O. S. P. O. (þ. e. deild sambands vöru- neytenda í Moskva) hefir gefið út eftirfarandi fyrirskipanir til allra fjelaga sinna: „Það er harðbannað að versla með jólatrjesskraut og annað sem ætlað er til trúareflingar“. Enn- fremur er svo fyrirskipað, að í öllum búðargluggum og í öllum matsölustöðum skuli fest upp spjöld með áletrunum gegn guð- dóminum. Skorað er á alla fje- laga og skólabörn (!) að útbreiða guðníðisrit. Ekki standa önnur fjelög, þótt minni sje, þessum að baki. 1 borg- arhverfum Moskva hafa þau tek- ið kvikmyndahúsin í þjónustu guðníðisins. Á skautabrautunum í Moskva eru haldnar gleðisam- komur og grímuleikar hinn 24. og 25. desember. Aðgöngumiðum út hluta fjelagsstjórnir verksmiðju- manna. — Svo er fyrirskipað í Moskva, að í öllum kvikmynda- húsum skuli sýndar trúníðsmynd ir 5. og 6. janúar, og með hverri mynd flytur einhver forsprakk- inn fyrirlestur gegn trúarbrögð- um. — En árangurinn verður ekki alt- af eins mikill og ætlast var til. Eitt Moskva-blaðið kvartar: „Mörg mistök hafa komið fram við undirbúninginn að því þegar kveða skal niður jólahátíðina. Fjelög verkamanna taka lítinn þátt í því. Listamennirnir — sem treyst var á — hjálpa hjer um bil ekkert til. Og um hægrimenn, — andstæðinga-brotið í stjórn- inni, er það að segja, að þeir rjeðu fastlega frá því að barist yrði gegn trúarbrögðunum. — „Hver verður svo afleiðingin?“ spyr blaðið. „Hún er sú, að í mörgum skólum í Moskva hang- ir um 45% af æskulýðnum enn fast við gömlu trúarbrögðin“. Menn verða nú að minnast þess, að það er ekki lengra síðan en 1928 að jóladagurinn var enn af stjórninni viðurkendur sem helgidagur, enda þótt þá væri þegar hafin baráttan gegn guðs- trúnni. En síðan 1929 eru engin jól til á Rússlandi. Harðbannað er síðan að selja jólatrje og jóla- trjesskraut, og alt er gert til þess að halda þessu banni í gildi og refsa þeim, sem verður það á, að vilja halda heilög jól. En þeir eru margir. Húsanefndunum er falið að snuðra um alt, og verði ein- hver uppvís að því, að gera sig sekan um það að kveikja á kerti á jólunum — þótt ekki sje meira — þá er það ekkert einkamál, heldur sakamál. Þung mara liggur á hinu víð- áttumikla Rússlandi. Árið 1929 var kirkjuklukkunum seinast hringt á jólunum. Nú eru þær þagnaðar. Kirkjur hrörna og hrynja niður, og róðukrossar falla í duftið. Þær miljónir jóla- trjáa og kertaljósa, sem settu helgiblæ á heimilin áður, sjást eigi lengur. Og með kertaljósun- um hefir slokknað gleðiglampinn í augum miljóna barna. Vesalings Vanja litli. V.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.