Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Side 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Side 23
LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS 411 Heimurinn stækkar Brot úr stjörnufræði. Jú, það voru ósviknir „dalir“ frá tímum Maríu Theresiu — sams konar dalir og hin fagra keisarafrú varð að greiða Friðrik mikla í hernaðarskaðabætur. — Þessir „dalir“ eru enn í dag, eft- ir 150 ár, hin eina gjaldgenga mynt í Arabíu. *••• ^ •••• Trúin á Krist-cða hran. Schubeler sóknarprestur í Nor- egi flutti nýlega fyrirlestur í Dómkirkjunni í Bergen um„trúna á Krist, eða hrun“. Hann sagði í þessum fyrirlestri, að hver mað- ur hefði sína köllun hjer í lífinu, og það væri gott, því að það vekti hjá mönnum raunsæi og bjart- sýni. En aðalþáttur mannlífsins væri þó eilífðarvonin. En eins og nú er ástatt, mælti hann, á heimurinn aðeins um tvent að velja: trúna á Krist — eða hrun. Núverandi kynslóð er ekki á góðum vegi. Þrátt fyrir friðarsamningana hafa þjóðirnar aldrei verið jafn vígbúnar og nú. Og sambúð þjóðanna er þannig, að búið er við hruni. Á andlega sviðinu er ástand- ið ekki betra. Menn eru farnir að líta öðrum augum en áður á sið- fræðina. Áður syndguðu menn í laumi og í skúmaskotum, en nú gera þeir það opinberlega um há- bjartan daginn. Og bókmentir nútímans kasta saurþef á það, sem öllum ætti að vera helgast. Þetta er hrun hjá mannkyninu. Það er einnig hrun í viðskifta- lífinu. Ríkisskuldirnar hafa stig- ið þjóðunum yfir höfuð, og at- vinnuleysi magnast í hverju landi, og þjóðirnar eru sem á glóðum. Hið eina, sem hjálpað getur er trúin á Krist. Allir verða að leggjast á eitt með það að reyna að bjarga frá hruni. Og þar hefir kirkjan sitt mikla hlutverk að vinna, að flytja mannkyninu fagnaðarboðskapinn. Heimurinn getur aldrei bjarg- ast á nýjum stefnum. Eina hjálp- ræði hans er Jesús Kristur. Á 16. Öld eftir Krist ferðaðist merkilegur maður um lönd krist- inna manna, Gyðinga, Tyrkja og heiðingja, og komst til Indlands. Hann hjet C'osmas Indicopleustes, var í rauninni kaupmaður, en hafði aflað sjer mikillar þekking- ar á ferðalagi sínu, um stjörnu- fræði, landafræði og heimspeki. Seinast gerðist hann munkur og fór þá að skrifa um þessi vísindi, en ásetti sjer að gera það þann- ig, að það kæmi ekki í bág við kenningar biblíunnar. Hann gerði sjer merkilega eftirlíkingu af heiminum, eins og hann helt að heimurinn væri. — Jörðin var kringlótt eins og pönnukaka og á jöðrum hennar voru háir vegg- ir og himininn var skýjahvelfing, sem hvíldi á þessum veggjum. Stjörnurnar fluttu englar eftir vissum reglum í hring. 1 miðju heimsins var Jerúsalem, og um- hverfis hana voru öll heimsins lönd í hring, og umhverfis það var svo aftur sjór, en hinum meg- in vJtö hafið var Paradís, sem syndugt mannkyn gat aldrei kom- ist til. Þessi heimsbygging Cos- mas Indicopleustes var í tveimur hæðum. — Á neðri hæðinni áttu menn heima, en á efri hæðinni guð almáttugur með dýrlingum og englum. Lengi, lengi trúðu menn á þessa heimsmyndun. En hvernig er nú skoðun manna á heimsmyndinni? Heimurinn hefir vaxið svo gíf- urlega, að mannlegtvit getur ekki gert sjer neina hugmynd um hina ómælanlegu stærð hans. Það eru aðeins stjörnufræðingarnir, sem geta gert sjer ofurlitla grein fyr- ir ómæli8víddinni. Og þeir mundu reyna að gera oss skoðun sína skiljanlega á þann hátt í sem stystu máli: Hrifi oss almættishönd út í geiminn, þá mundum vjer fá að sjá miljónir miljóna sólna svífa þar, gríðarstóra hnetti, og vera á ótrúlegri fleygiferð. Ýmsar af þeim, sem næstar eru, sjáum vjer með berum augum. í þessum hóp miljóna sólna, hrærist jörð vor. En nú er jörðin, sem áður var talin allur heimurinn, orðin að svolitlum fylgihnetti með sólinni, miljón sinnum minni en sólin, og þess vegna er jörðin mjög lítil og ómerkileg stjarna í heiminum. Þrer sólir, sem menn þekkja,. eru um 10 þús. miljónir, og allar þessar sólir mynda til samans eina stóra heild, eða eyju í út- sæ hins ómælanlega geims. Þver- mál þessarar „eyju“ er talið vera um hundrað þúsundir ljósára. Og hvert ljósár samsvarar rúmlengd, sem er 91/2 biljón kílómetra. Fram að þessu geta menn fylgst með, nema hvað fæstir geta gert sjer í hugarlund, hve geysi- leg vegarlengd 91/2 biljón kíló- metra er. En svo fer alt að verða skilningi vorum of vaxið. Nokkuð er síðan að stjörnufræðingar komust að því, að lengst, lengst úti í geimnum eru einkennilegar hringmyndaðar „ljósþokur". Þær sjást í bestu sjónaukutn, og nú hefir tekist að ná ljósmyndum af þeim. Menn vissu fyrst lengi vel ekki hvað þessar „ljósþokur' voru, en nú vita menn, að þetta eru samskonar sólnaeyjar í ómæl- isgeimnum og sólnaeyja sú, sem jörð vor er eins og sandkorn á. Og í þeim eru miljónir sólna. En þær eru svo langt 1 burtu, að hug- ann svimar að hugsa um það. — Næsta hnattkerfið er í miljón ljósára fjarlægð frá oss, en hin fjarstu, sem menn enn vita um, eru í 200—300 miljón ljósára fjar lægið. 1 hverju hnattkerfi, eða „sólnaey" er talið að vera muni miljónir sólna, og hundruð þús- undir þeirra sjást aðgreindar á ljósmyndum. Með öðrum orðum: Nú vitum vjer það, að í ómælisgeimnum eru mörg hnattkerfi, og í hverju þeirra eru miljónir eða miljarðar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.