Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 391 Nótt í óbygðum. Eftir Stefán Stefánsson kennara. Hjer segir frá feröalagi 6 verkamanna við Markarfljótsbrú inn á Þórsmörk t sumar. Fóru þeir austanmegin fljótsins og er þeirri leið lýst, en hana hafa miklu fœrri farið heldur en leiðina inn úr Fljótshlið. Þessi leið er miklu skemtilegri og nú, þegar brú er komin á Markarfljót, má œtla að fíestir, sern fara til Þórs- merkur, velji hanu frtmur. Ferðinni var heitið inná Þórs- niörk. Þórsmörk er norðvestan við Eyjafjallajökul. Það er einn af þessum óviðjafnanlega fögru, en mörgu blettum á landi voru, sem Guð og náttúruöflin hafa svo hag- lega gert, og verið svo ör á við oss íslendinga, að hvert sem við förum, jafnvel hvert sem við lít- um, sjáum vjer dásamleg lista- verk, sem eru talandi vottur þess, að „Tign býr í tindum, traust í björgum, fegurð í fjalldölum, en í fossum afl“. Frá Stóru-Mörk, sem er fremsti bœr undir Eyjafjöllum var lagt af stað kl. 8 síðdegis. Við vorum 6 fjelagar, vegamenn úr Markar- fljótsvegi, auk fararstjóra, Ólafs Sveinssonar frá Stóru-Mörk. Ólafur er glímukonungur ung- mennafjelagsins Trausta undir Eyjafjöllum og hefir unnið verð- laun í fleiri íþróttum í hjeraði sínu, enda hefir hann öll einkenni íþróttamannsins, glaðvær og dreng ur góður þ sjón og raun- Ólafur Sveinsson er gott dæmi þess, að enn er til í bygðum Rangæinga „fegurst drengjaval“. Ólafur hafði heitið á þrjá af okkur fjelögum, að fara með okkur inn á Þórsmörk ef hann ynni kappglímuna á. í- þróttamóti Eyfellinga- Glímukóng- ur varð hann, og nú var hann að efna heit sitt, eins og hans var von og vísa, og fórst það drengi- lega eins og vænta mátti af hon- um. Áfram var haldið inn með Mark arfljóti. Stefnan var nokkumveg- inn í norðaustur. Allur er vegur- inn sljettur. Fyrst eru sljettar grundir og grösugt engi, en svo smáminkar gróðurinn uns taka við sandeyrar nokkuð stórgrýttar. Allir vorum við fjelagar í hesta skapi, því altaf blasti við augum ný og ný furðusýn. Ólafur hafði nóg að gera að leysa úr spurning- um okkar, sem ráku hver aðra, því við vildum alt vita og spurðúm eins og forvitin börn- En Ólafur leysti greiðlega úr öllum okkar spumingum. Hann þekti öll ör- nefni og fræddi okkur um ýmis- legt þar að lútandi. Enga viðdvöl höfðum við á þessari leið, þótt margt drægi að sjer athygli okkar; það átti að bíða næsta dags að skoða það betur. Oðru hvoru stigum við þó af baki til að lofa hestunum að fá augnabliks hvíld- Þeir virtust í allgóðu skapi nema Brúnn, sem bar farangur okkar. Hann var ó- lundarlegur á svip og. gaf ótvírætt í skyn að hann væri eindreginn á móti þessu ferðalagi og færi sár- nauðugur. Annars var Brúnn myndarleg- asti hestur. Á hinum klárunum mátti og glögt finna að þeir hefðu verið fúsastir til að snúa aftur. Fallegastur var hann rauður minn og framsæknastur. Vinur hjet hann. Draumur var hann. Hún Gunna lánaði mjer hann. Guðrún lijet hún. Það er algengt kven- mannsnafn, en hún Gunna er ekki ein af þessum algengu heimasæt- um. Hún er eitt af þessum mey- blómum, sem sálfræðingar einir Skilja rjett, kunna að meta og dást að, svo sem grasafræðingarn- ir dást að hinum yfirlætislausu blómum, t- d. augnfró og meyjar- auga, sem aðrir ganga fram hjá og troða undir fótum sjer, án þess að veita fegurð þeirra og yndis- leik eftirtekt. Við vorum nú komnir að Krossá þar sem hún fellur fram á milli tveggja æði hárra klettastapa og rennur vestur í Markarfljót- Milli þeirra. er Þórsmörk. Við vorum nú þegar búnir að ná takmarkinu, en þó var áformað að halda dálítið inn á Mörkina, til að fá góðan náttstað. / Stöno. Kroetá og Goðaland í bak- sýn. Vegurinn liggur inn eyrarnar meðfram Krossá og verður öðru livoru að fara yfir hana, því hún rennur í ótal bugðum og kvíslum, sem bylta sjer sitt á hvað, mjög gjarnar að breyta um stefnur og legu. Háir hamraveggir og hnúkar eru þar sitt til hvorrar handar, og niður á milli þeirra teygir skrið jökullinn arma sína. Við Valahnúk fer skógurinn að sjást fyrir alvöru og fyllir loftið angandi ilm. Þar er girðing til að verja skóginn ágangi sauðfjár. — Litlu austar, norðan Krossár, er Langidalur. Þangað heldum við fjelagar. Austur úr dalnum ofan- verðum er ofurlítil grasgeil. Þar var sest að á rennsljettum grasi- ofnum bala, umvöfðum skógar- brekkum. Ákjósanlegri tjaldstað er vart að fá- Klukkan var nú orðin nærri tólf á miðnætti, eða á útvarpsmáli 24. Og þó ekki væri fremur sumars, en 29 júlí, var orðið æði dimt. Það var nú í snatri sprett af hestnnum og þeir heftir. Ekki þurfti að flytja þá í haga, því að nóg var þarna að bíta. Síðan var tjaldað og tók það ekki langan tíma. Þá voru fluttar inn vistir, kveikt á suðuvjelinni, opnaðar matarskrínur og sest að snæðingi. Eftir að hafa matast gengum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.