Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
319
skaparfræði, kenslubók handa
ungum skáldum. 1 fornum skáld-
skap var stundum ort undir
Ijettum háttum og einföldum.
En þeir hættir, sem nálega þóttu
einir hæfa lofkvæðum um kon-
unga og aðra höfðingja, voru
mjög erfiðir viðfangs. Til forms-
:ns voru gerðar afarstrangar
kröfur, sem hveri mátti slaka á;
þar mátti hvorki vera á blettur
nje hrukka. Skáldskapurinn var
rnetinn eftir búningnum miklu
fiemur en andanum. Frá því
sjónarmiði er Háttatal stórkost-
legt kvæði.
En til þess að fullnægja hin-
um ströngu bragreglum reyndist
mælt mál ónógt. Skáldin sköp-
uðu því sjerstakt hjálparmál,
sráldskaparmálið. Án þess gátu
þau ekki ort. Menn litu ekki 4
það sem illa nauðsyn, að þurfa
að grípa til kenninga og Íík-
ingamáls, því fór fjarri; í því
var einmitt íþrótt skáldanna
fólgin, að kunna skil á skáld-
skaparmálinu, geta beitt þvi
með hagleik og hugkvæmni.
Það berk út
ór orðhofi
majrðar timbr
máli laufgat,
segir Egill. Skáldskaparmálið,
það er laufskrúðið.
Kenningar voru uppistaða
skáldskaparmálsins. Til þess að
geta haft þær á takteinum,
kunna að búa þær til og beita
þeim, þurfti kunnáttu, lærdóm.
Skáldin þurftu að ganga í skóla;
skóli þeirra var skáldskapur
fyrri skálda, höfuðskálda, svo
langt sem menn mundu, alt frá
Braga hinum gamla. Það var
nauðsynlegt að vera margfróð-
ur í þessum vísindum, bæði
skáldunum, sem ortu og hinum,
sem áttu að hlýða á kvæðin,
nema þau og njóta þeirra.
Það er ljóst af fornum kveð-
skap, að skáldin hefir ekki skort
þekkingu í fræðum sínum. En
erfitt hefir það oft og tíðum
verið ungum mönnum, er vildu
„gerast skáld“, að viða að sjer
af vörum annara þeirri geysi-
legu kunnáttu, sem til þurfti.
Snorri, er var alinn upp í hinu
mikla mentasetri Odda og var
umfram aðra „námgjarn og
minnugur“, hefir þekt þessa erf-
iðleika af eigin raun. Hann
tókst á hendur að bæta úr þess-
um vandræðum ungra skálda,
og var enginn betur til þess
fallinn.
Snorra-Edda er í 3 hlutum:
Gylfaginning, Skálpskaparmál
og Háttatal.
Gylfaginning er safn fornra
goðsagna. Margar kenningar
voru dregnar af sögnum um
goðin, og var ekki unt að beita
þeim nje skilja þær, ef menn
vissu ekki grein á sögnunum.
Þegar hjer var komið, hafði
þjóðin verið alkristin í tvæx
aldir, en goðsagnirnar gleymd-
ust ekki, gátu ekki gleymst, af
því að skáldskapurinn hjelt
þeim við, skáldin máttu ekki við
því, að láta þær týnast. Skáldin
hafa varðveitt oss til handa
þenna dýrmæta fjársjóð.
Annar þátturinn, Skáldskap-
armál, er meginhluti Eddu. —
Rekur Snorri þar „hvernig höf-
uðskáldin hafa látið sjer sóma
að yrkja eftir þessum heitum og
kenningum“. Nefnir hann fyrst
dæmi um Óðinskenningar, þá
skáldskaparkenningar, Þórs-
kenningar og annara goða,
kenningar himins, jarðar, sjáv-
ar, sólar, vinds, elds, árstíða,
manns, gulls o. s. frv. Styður
hann mál sitt með goðsögnum,
sem ekki voru áður ritnar í
Gylfaginningu, sögnum um forn-
aldarmenn, en mest með dæm-
um úr kvæðum höfuðskálda. Af
þeim hefir hann kunnað
feiknin öll, og auðvitað miklu
meira en hann notar hjer; sjest
það berlega af Heimskringlu.
Alls vitnar Snorri í um 60 skáld,
og væri ófult skarð í þekkingu
vora um fornan skáldskap, ef
Snorri hefði ekki miðlað oss lít-
ilsháttar af gnótt þekkingar
sinnar. Hvílíkur sjór Snorri hef-
ir verið um kvæðakunnáttu
geta menn gert sjer í hugarlund,
þegar þess er gætt, að nú þekkj-
um vjer af Snorra-Eddu eða
Heimskringlu aðeins einn eða
tvo vísuhelminga af fjölda
kvæða, en þau voru flest mjög
löng, en Snorri hefir vitanlega
kunnað kvæði þau, er hann
vitnar til, frá upphafi til enda.
III.
1 frásögn sinni um viðskifti
Snorra og Sturlu Sighvatssonar
kemst Sturla Þórðarson svo að
crði: „Nú (1230—31) tók að
batna með þeim Snorra og
Sturlu, og var Sturla þá löngum
í Reykjaholti og lagði mikinn
hug á að láta rita sögubækur
eftir bókum þeim, er Snorri setti
saman“.
Á því er nú ekki talinn leika
vafi, að hjer sje átt við Norges-
konunga sögur þær, sem nefnd-
ar hafa verið Heimskríngla eft-
ir upphafsorðum Ynglinga sögu
í handritinu Kringlu: „Kringla
heimsins, sú er mannfólkið
byggir------“. En ekki var það
fyr en á 16. öld, að Snorra var
eignað rit þetta í tveim norskum
þýðingum af Heimskringlu. —
Önnur þýðingin var prentuð
1633, og stendur nafn Snorra
þar á titilblaði. Hafa menn síð-
an haft fyrir satt, að Heims-
kringla sje rit þáð um Noregs-
konunga eftir Snorra, sem oft-
sinnis er vitnað til í yngri gerð-
um af sögum Noregskonunga.
Hvergi er nafn Snorra nefnt í
handritum þeim, sem nú eru til
af Heimskringlu. Nú hallast
menn helst að því, að Snorri hafi
verið tilnefndur höfundur bók-
arinnar í upphafi handritsins
Kringlu, en það handrit var í
Noregi og notað við aðra norsku
þýðinguna. En þegar handritið
barst til Kaupmannahafnar á
17. öld, vantaði framan af því.
Heimskringla hefst á for-
mála. Þá kemur Ynglinga saga,
það er saga forfeðra Haralds
hárfagra. Var ætt hans rakin
til Óðins að langfeðgatali, og
er sagan sett saman eftir kvæði
Þjóðólfs úr Hvini um Ynglinga
(Ynglingatal) og jafnan til þess
vitnað. Þá taka við sögur Hálf-
danar svarta og Haralds hár-
fagra og síðan sögur annara
konunga, hvers af öðrum, til
ársins 1177. Þar tekur við saga
Sverris konungs eftir Karl ábóta
Jónsson, og þurfti Snorri ekki
að rita lengra.