Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1945, Page 7
LESBÓK MORÖUNBLAÐSINS W1W T*W^~% ’ 15í
Kasctalarústir í Vianden
lund, að „í góðsemi vegur ])ar hver
annan“, oíí’ stendur enginn eftir
uppi er dagnr rennur, en næsta
kvöld endurtekur sagan si<í. Þótt-
ust margir þess fuUvissir, að þetta
væru ræningjariddarar sem ekki
fengju frið í gröfum sínum, vegna
unninna illvirkja.
Viandenhúar, eru alidrjúgir vfir
því, að franska öndvegisskáldið
Victor llugo, dvaldi þar um nokk-
ur ár, af hinum langa útlegðartíma
sínum. og ritaði þar að sjálfsögðti
eitthvað hinna heimsfrsegu skáld-
verka sinna. Er húsið sem hann
}»jó í haft sem sýnisgripur. 1 Vi-
anden, er búin til sjerstök tegund
brauðs, Vianden-kringlur, eru þær
meira en landfrægar og í miklu á-
liti í Belgíu, þó ekki hafi þær náð
eins mikilli hylli og brauð hinna
stóru höfuðborga, Berlínarbollur og
Wínar-brauð. En fyr má nú líka
gagn gera.
I Kaþólskum löndum, eru píla-
gríms og áheita staðir, ekki ótíðir,
]>annig var og hjer í landi tii forna,
svo sem: Kaldaðarnes, Ilofsiaðir
og Strandarkirkja, sem best hefir
staðið af sjer tönn tímans í þessu
efni. í Luxenburg, er einkum einn
þesskonar heitgöngustaður, er þaðj
bærinn Eethernaeh, alveg við landa
mæri Þýskalands og skilur árspræna
löndin að.
Kristin trú náði öflugri fótfestu
í Luxenburgarhjeruðunum. löngu
áður en áhrifa hennar fór að gæta
að nokkru ráði, í löndum þeim sem
þýska ríkið er soðið saman iir, eða
snemma á 7. öld. Um þær mundir
var all fjölment Benedikts-munka
klaustur í Ecthernach. Einn munk-
nr var þar sem svo mikinn ljóma
hefur lagt af, að staðurinn hefur
orðið víðfrægur pílagríms-staður.
Heilagur Willebro.rd (eða V-ille-
hadus, eins og hann heitir í íslenska
Almanakinu) fæddist í Englandi ár
ið 658, ungur að aldri gekk hann í
reglu hl. Benedikts, og stundaði
skólanám í Irlandi, en árið 690 fór
hann ásamt 11 reglubræðrum sín-
um, í Kristniboðsleiðangur, til Frís-
lands, var einn þeirra Wynfrid,
einnig enskur, hefir hann verið kall-
aður postuli Þýskalands, en kunn-
astur undir nafinu hl. Bonifatíus,
(sá er gerir gott) sem Páfinn veitti,
honum, er hann sótti biskupsvígslu
til Róm, leið hann síðar píslarvætt-
isdauða í Ilollandi. Willibrord og
fjelögum hans, varð mikið ágengt
við Kristniboðið, fór hann að nokkr
um árum liðnum til Róm, til bisk-
upsvígslu og varð fyrsti l)iskup
Hollands með sæti í hinni síðar svo
víðfrægu horg Utreeht. Er aldur tók
að færast yfir hl. Willibrord ljet
hann af biskupsst. fluttist í klaustrið
í Eehternaeh og settist þar í „helg-
an stein“. Andaðist hann þar svo
í hárri elli, 81 árs gamall, mjög
rómaður fyrir heilagleika, er messu-
dagur lians 7. nóv. I frönsku st.jórn
arbyltingunni, leið klaustrið í Eeht-
ernach undir lok og hefur ekki ver-
ið endurreist síðan, en skríninu
með helgum dómum Willibrords,
var bjargað frá eyðileggingu, og
er það enn í gömlu klausturkirkj-
unni, sem er rjett utan við bæinn.
Sinn er siður í landi hverju, má
segja, því í Echternach, fara menn
dansandi til krrkju að vísu er það
ekki nema einu sinni á ári. En sá
siður hefir verið tíðkaður þar í
margar aldir, að um morguninn
á ]»riðja í Páskum hefst „dans-
skrúðgangan“, fer athöfn þessi
þannig fram, að fólkið hópast hjá
brýnni á ánni, parar sig saman,
tekst í hendur, og er tími er til
kominn, leggur skrúðgangan af stað
Gengur hún þannig fyrir sig. að
ho|)puð eru þrjú spor áfram en
því næst tvö aftur til baka, og svo
koll af ,kolli. Þarf töluverða leikni
til að allir verði vet samtaka. Sung-
in er Willibrords-„líanía‘í, en á
milli er leikið einraddað á hljóð-
pípur, að þessu sinni gengur klerka
lýðurinn aftast, og tekur ekki þátt
í dansinum. Er svo haldið þannig
áfram sem leið liggur, til gömlu
klausturkirkjunnar, og dansað inn-
eftir kirkjugólfinu, skiptast menn
nú í sæti og fer Guðsþjónusta fram.
Þykir þetta vera góð og saklaus
skemtun og kemur árlega fjöldi að-
komumanna, hæði inrdendir og frá
nágrannalöndunum til að vera við-
staddir.
Olkeldur miklar eru við rætur
Framh. á bls. .159.