Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1945, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1945, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 15f? „Getið þjer ekki sjeð iim, að jeg óhreinki ekki nýju fötin mín?“ sagði hann eitt sinn, ]>egar hann sat, og niálaði. „Farið ])jer í annan jakka“. „Já“. Munch fór úr jakkanum og gekkk inn í svefnherbergið til þess að ná í annan jakka. Að and- artaki iiðnu kom hann aftur fram, jakkalaus, settist niður og hjelt á- * # fram að mála. — Alt í einu sagði liann: „Er ekki kalt hjerna inni? Mjer er kalt. Jeg verð að fara í jakka“. — Hanri fór í nýja jakkann. „Þetta er nýi jakkinn“. „Æ, fjandinn sjálfur!‘ ‘ Murich labbaði aftur inn í svefnherbergið en kom aftur að vörmu spori, á skvrtunni. Hann settist og hjelt á- fram að mála. )rNei, — Það er óþolandi kuldi hjerna!“ Hann reis á fætur, gekk inn í svefnherbergið, kom síðan aftur fram og klæddi sig í nýja jakkann. „Ættuð þjer ek.ki heldur að fara í gamla jakkann?“ Ilann leit á mig. „Tívað eigið þjer við 1 .Sjáið þjer ekki, að jeg er að vinna, maður?“ ★ MUNCH reykti mjög sjaldan. Þeg- ar hann kveikti sjer í vindli á síð- ari árum, var það oftast í kurteis- isskyni við ge^ti sína. Ilann lagði oftast vindilinn frá sjer hálfreykt- an. Eitjt sinn var hann að mála bankastjóra, sem m. a. var vel- þekktur fyrir sparsemi sína. „Mjer geðjast ekki að honum. I hvert sinn, sem jeg er byrjaður að mála, segir hann: „Reykið þjer aðeips hálfan vindilinn? — Og jeg verð að sitja og svara svo fárán- legum spurningum, meðan jeg er> að reyna að búa til gott málverk. — Er það Goethe eða Napoleon, sem þjer viljið líkjast? sagði jeg. — Hann er ægilegur kraftajötunn, og getur haldið sama svipnum á andliti sjer ótrúlega lengi. Fyrst ætlaði jeg að mála' hann eins og sjó- ræningja, en það endaði með því, að hann varð eins og dauðþreyttUr f jallgöngumaður“. ★ VEGGFÓÐRIÐ í svefnherbergi jMunehs hafði rifnað. Ilann var með liatt og í frakka og ætlaði út. Alt í einu datt honunt í hug, þegar hann sá rifurnar á veggfóðrinu, að klifra upp í rúm, með hattinn og í frakkanum, til að mála á vegginn. „.Setjist ])jer niður andartak. —< Þarna fjekk jeg loks snjalla hug- mýn'd f Þetta eiga að vera andar skal jeg segja yður! Góðir andar eiga að vaka yfir hvílu minni. Jeg hefi aldrei málað anda. Það eru áreiðanlega til andar. Það er svo margt, sem við mennirnir ekki sjá- um. En þegar Segelcke vitnaði í Köber-málinu, og sagðist hafa fund! ið einhverja kippi í handleggjun- um, held jeg næstum að það hafi verið gigt. Já, svei mjer, ef það koma ekki andar undan þessu ljóta, sVarta veggfóðri! Kæra veggfóður — nú skal jeg búa til almennilegt málverk úr þjer! Kæra bölvaða veggfóður!‘ ‘ Við fórum ekki í bæinn' þahn daginn. Ilann var of þreyttur til þess, þegar hann hafði lokið mál- verki sínu. IJann flutti rúmið yfir í annað herbergi og lagðist til svéfns. ★ ATVINNUFYRIRMYDIR í Oslo vildu langhelst sitja fyrir Munch, af öllum málurum. Ilann (borgaði vel, síðari árin alt upp í 20 krónur á tímann. Auk þess var hann ó- venju kurteis og elskulegur maður. Hann hafði gaman af að rabba við fyrirmyndir sínar, og oft kom það fyrir, að hann fór með þær heim til sín og sat þar og rabbaði við þær, þegar hann var illa upplagður til þess að mála. Þá veitti hann te og kökur — og oft glas af víni, og kvenmaðurinn fjekk full laun. Það kom fyrir, að stúlkur þær, er sátu fyrir hjá honum, gerðust ■helst til ágengar við hann. En þá. var hann þegar á varðbergi, ög þær fengu ekki oftar að sitja fyrir hjái honum. Kvöld eitt leið yfir stúlku, sem, sat fyrir hjá honum. Þegar hún raknaði við, lá hún upp í legubekk, og Munch stimamýktin sjálf. ITann baðaði enni hennar úr köldu vatni, gaf henni koniak, náði síðan í teppi og bredd ofan á hana. En þegar hún brosti og þakkaði honum fyrir, sagði hann: „Þáð hefði heldur orðið uppi fótur og fit hjá dagblöðunum, ef þjer hefðuð hrokkið upp af! Jeg þori hreint ekki að hafa yður leng- ur í minni þjónustu. Þjer þurfið ekki að koma aftur á morgun“. ★ ÞEGAR Munch var mikið niðri fyrir og vildi útskýra eitt.hvað, tók hann oft blýant og teiknaði myndir máli sínu til skýringar. • „Svona er það! Það er þctta, sem jeg á við!“ Hann gat orðið svo frá sjer num inn ef hann sá eitthvað, sem hreif hann, að hann stóð kyrr, jafnvel þótt það væri hættulegt. Árið 19J0 varð hann áhorfandi að banatil- ræði «á götu í Berlín. Sprengju var kastað á vagn. Þegar hún sprakk, forðuðu menn sjer hið skjótasta af götunni. En Munch hreyfði sig hvergi. Þegar alt var komið í ró aftur, og menn tóku að tínast út á götuna, arkaði hann heim á gisti- hiisið og bað um pappírsblað, sett- ist niður í anddyrinu, og teiknaði það, sem hann hafði sjeð. Síðan gekk um, og sýndi teikninguna hverjnm setn vildi, mjög svo hróð- ugur. „Svona var það. Einmitt svona. Sá, sem sat í vagninum, hentist upp Frmh. á bls. 160.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.