Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1945, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1945, Page 13
IjESBÖK morgunblaðsins 157 Sæból í Aðalvík inn bar skipið að landi og hjengu fjórir skipverjar á því, en einn maðurinn, Friðrik Finnbogason, náðist 150 metra frá J)ví sem skipið barst að landi. Var Friðrik meðvitundarlaus er hann náðist, en strax voru gerðar lífgunartilrauriir á honum, og fjekk hann brátt ráð og rænu. Að hinum finim varð ekk- ert sjerstakt, nema kalt sjóbað, en um það var enginn að hugsa. Mann- inn, sem var við stýrið, bar að landi eins fljótt og hina fjóra; hljóp vindur í skinnstakk hans og bar viridurinn hann að landi. Það má fyrst og fremst þakka ötulli hjálp Bolvíkinga, að ekkert manntjón varð. Var strax ’ fyrir hendi mikil mannhjálp til þess að ná í þá, sem upp bárust með skip- inu, og síðan skipaði mannsöfnuð- urinn sjer til þess að leita skipverj- ans sem vantaði, en eldri menn fylgdu öllum hinum heþn til að- hlynningar. Minnist Friðrik enn hinnar frækilegu björgunar Bol- víkinga og alúðar þeirra og gest- risni. Það var eins og allir vildu alt fyrir þá gera, og gátu ekki nógsam- lega látið í ljósi fögnuð sinn yfir því, að heimta þá úr helju. Símasambandslaust var við Aðal- vík þegar þetta skeði og löngum síðar. Voru þeir því taldir af heima, en mikill var fagnaðarfundurinn þegar þeir allir komu heim lieilir á húfi. Telur Friðrik að þeir fjelag- ar hafi átt Bolvíkingum lífgjöf að launa. Oft eru kröggur í vetrarferðum segir gamalt ortæki, og þetta er ein af mörgum frásögum um kröggur í vetrarsjóferð, en þær urðu stund- um lítið minni í kaupstaðaferðum Aðalvíkinga til Isafjarðar áður fyrri, sem þá urðu að sækja allar nauðþurftir sínar þangað. Sjaldan urðu þó manntjón í kaupstaðaferð- um, en oft skall hurð nærri hælum og alltítt var að mönnum í kaup- staðaferðum legaðist viku eða meira vegna óveðra, einkum meðan eng- inn vjelbátur var í plássinu. Uiri 1900 stofnsetti Guðmundur Sigurðs- son (Gíslasonar) verslun á Látrum, og rak þar útgerð og verslun þar til um 1922, að hann fluttist til Siglu- fjarðar. Nokkru síðar kom og sveit- arverslun að Sæbóli, og þurftu þá Aðalvíkingar minna að sækja út úr plássinu. Það var venjulegt fyrrum og er oft enn, að fiskihlaup fleiri og færri komu árlega í Aðalvík, einkum fyrri hluta sumars og að haustinu, og Var mestur ársaflinn tekinn inn á Víkinni. Það er hrífandi sjón þegar fiskhlaup eru í Aðalvík og venjulega í góðum veðrum 20—30 bátar, smærri og stærri að veiðum, og sumir ekki lengra fi’á landi en svo, að kalla má til þeirra. En þessi dásemd hefir oft orðið endaslept. Ekki vegna ótíðar eða fiskfæðar heldur vegna þess, að togarar og í seinnitíð dragnótabátar komu fleiri eða færi inn á Víkina, skófu botninn, tók\i oft hlaðafla, og fældu burtu það sem eftir varð af fiski. Þessi saga endurtók sig oft á ári, og endurtekur sig enn. Einu sinni fórst enskur togari við Miðvíkur- sand með öllum mönnum. Hafði verið að skafa með botnvörpu upp undir þurru landi og var þar riæg- ur fiskur fyrir. Fór hann svo grunt, að skipið stóð og kæfðist í sandi, en menn allir fórust. Það sem hefir háð Aðalvík til þessa og háir enn er samgönguleys- ið. Við og við hafa komist á við- unandi vjelbátaferðir til ísafjarðar, og um skeið komu strandferðaskip- in við á Látrum 2—4 sinnum á ári. En fljótt hefir sótt í garnla horfið um stopular og tregar samgöngur. Æskulýðurinn hefir mikið leitað burtu. Karlmennirnir á vjelbátana á ísafirði eða annarsstaðar og kven- fólkið í j'msar áttir, enda engin at- vinna heima fyrir fólkið á vetrum, eða eftir að heyönnum lýkur eða róðrar hættu á haustin. Og síðustu árin hefir eldra fólkið einnig fylgt sama straumnum, að flytja burtu, svo heita má að nú sje stöðug fólksfækkun í Aðalvík. Karl og kerling og ungbörn eða hálfvax- inn hjálparmaður húka þarna sem Framh. á bls, 159..

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.