Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1945, Blaðsíða 6
28G LESBÓK MOROUNBLAÐSINS j)cssar agnir oru okki annaS on 'hellumkjarnar, og þegar þeir stöðv- ast taka þeir til sín tvær eloktrónur og verða að vonjulogum holnuu- atóttmm. Fljótt á litið virðist atómmynd Rutherfords mjög aðgengileg. en við nánari athugun virðist þó eitt- hvað vora bogið við hana. Að vísu er ekkort því til fyrirstöðu, að jelektrónurnar snúist um kjarnan eins og jörðin um sólina, og að mið- ílóttaaflið vegi upp á móti aðdrátt- araflinu og hindri það að elektrón- an dragist alveg inn að kjarnan- um. En samkvæmt reynslu þeirri, sem menn hafa frá útvarpshylgjum og myndun þeirra, þá ætti elektrón- ant þar sem hún snýst um kjarnann, að senda frá sjer rafsveiflur, en við það hægir hiin á sjer og nálgast kjarnann meir og rrneir. Eftir ör- fckamma stund væru elektrónurnar allar komnar alveg inn að kjarn- nnum, og atómið svaraði þá ekki, lengur til þeirra hugmynda, sem Rutherford gerði sjer um það. Það ieit því út ein^ og atómmjmd Rut- herfords, væri í mótsögn við sjálfa sig, en á hinn hóginn er skýring þans svo sjálfsögð afleiðing af rann sóknum hans, að önnur er varla þugsanleg. Það má eflaust segja, að vanda- mál þetta sje eitt af erfiðustu þraut- unum, sem lagðar hafa verið fyrir Vísindamenn nútímans. En það er jafnan svo, að erfiðustu viðfangs- lefnin eru þau, sem veita ríkuleg- astan ávöxt. þegar tekst að leysa, þau, og svo reyndist það einnig í þetta skifti. Atómkenning Bohrs. Það var einn af lærisveinum Ruth erfords, Daninn Niels Bohr, sém að iokum leysti ráðgátu þessa. Yið hin nánu kynni, sem hann hafði af rann sóknum Rutherfords, sannfærðist hann, um að atómmynd hans hlyti að vera rjett. Eina leiðin úr ó- göngunum var þá að gera ráð fyrir að þau lögmál, sem fundin höfðu verið í sambandi við hreyfingu stórra Wuta og fyrir stórar hleðsl- *ur, eins ;og t. d. þær sem framkalla litvarpsbylgjur, gildi ekki fyrir smá stærðir, eins og elektrónur og braut ir þeirra innan atómsins. Af hegð-1 un atómanna gat Bohr einnig getið sjer til um hvers konar lögmál giltu í atómheiminum. Enginn hafði áður dirfst að brjóta svona í jbág við hin gamalkunnu lögmál eðlisfræðinn- ar, og sem vonlegt var varð Bohr fyrir árásum úr ýmsum áttum, en hann varði hraustlega skoðanir sín- ar og tókst að sannfæra alla and- Stæðinga sína um rjettmæti kenn- inga sinna. Það hlaut að koma göml um og reyndum eðlisfræðingum ein kennilega fyrir sjónir, að lögmál, sem þeir höfðu talið örugg og ó- hrekjandi, skyldu allt í einu bregð- ast. Ef ,vel er að gáð, er þó ekkert sem heimilar notkun þeirra í atómheiminum, þar sem þau hafa aldrei áður verið reynd. Af atómkenningu Bohrs er hægt að draga ótal ályktanir um eigin- leika efnanna, svo sem t. d. litrof lofttegundanna, sem hægt er að reikna út með mikilli nákvæmni. Hin útreiknuðu gildi fyrir bylgju lengd þess ljóss, sem lofttegundirn- ar senda frá sjer passa fullkomlega við hinar mældu bylgjulengdir. Að þetta er tilfellið styrkir mjög kenn- ingu Bohrs, svo# að enginn efast um rjettmæti hennar. Það sýnir sig, að lögmál þau sem gilda fyrir hreyfingu einstakra el- ektrónu og atómkjarna eru allt önn- ur en þau, sem gilda fvrir hreyf- ingu stórra hluta. 1 ýmsum ati’iðum eru lögmál þessi svo gjörólík.jað furðulegt má þykja hvernig þau geta samrýtnst, þar sem stórú hlutirnir þó eru byggðir uþp af einstökum atómum. I atómheim- inum getum við t. d. ekki notað orsakalögmálið, sem\segir að undir sömu kringumstæðum gerist alltaf það sama. Iljer er það þvert áj móti þannig, að elektrónurnar og atómkjarnarnir getað hagað sjer á) ýmsa vegu, svo að ómögulegt er að segja fyrir hreyfingar þeirra, en að1 eins hvaða líkur sjeu fyrir því að þetta eða hitt gerist. Þó er það alltaf svo, að ef um mikinn fjölda atóma er að ræða, eins og í hlutum þeim, er við þekkjum úr daglega lífinu, þá verða líkurnar fyrir því að eitthvað ákveðið gerist svo sterk ar, að við finnum engar undantekn- ingar frá orsakalögmálinu. Eiginleikar hinna radíóaktífu efna. í þeim radíóaktífu efnum, sem ',,geisla“ frá sjer helíurn-ögnum, er það sjálftir atmókjarninn, sem send ir frá sjer helíumkjarna, en við það verður hann bæði ljettari og fær minni hleðslu. Kjarni sá er jeftir verður þegar helíumkjarninn flýgur burt, %hefur þá rafhleðslu, sem er tveim einingum minni en hleösla hins upprunalega kjarna og hlýtur þá að tilheyra öðru frum- jefni. Sama er að segja um radíóak- tíf efni, sem senda frá sjer elek- trónur. Þær koma einnig frá kjarn- anum, og hleðsla hans hækkar um ,eina einingu við það að ein elek- tróna með neikvæðri rafeiningu fer burt. Hjer er þá um að ræða breytingu af einu frumefni í annað, einmitt það fyrirbrigði, sem gullgerðarmenn ímiðaldanna svo lengi og árangurs- laust leituðu að. En þó vantar nokk uð á, og það er að geta stjórnað breytingum þessum. Hin radíó- aktífu efni, sem finnast í jörðinni, breytast nefnilega, hvert með sínum ákveðna hraða, og við getum engin láhrif á hann haft. Ef við t. d. höf- um 1 g. af radíum, þá breytist helm- ingur þess í blý á 1600 árum. Á næstu 1600 árum breytist aftur helm ingur þess sem eftir er o. s. frv. Það þýðir ekki að hamra radíumið i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.