Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Blaðsíða 1
11. tölublað.
Jttrogtmfrlfitom*
Sunnudagur 7. apríl 1946
XXI. árg.
l<«ura<nil|kM
—
HIN mikla styrjöld er um garð
gengin. Menn hafa nú fastari jörð
undir fótum. Öll gæði náttúrunnar
streyma nú mönnum í skaut, og
þeir taka á móti opnum örmum.
Þeir rjetta sig við, líkt og liljur
vallarins, er fá vökvun, eftir
brennandi þurk. Það er morgun-
roði yfir jörð vorri. En lágsól, hvort
heldur er á morgni eða kvöldi,
varpar löngum skuggum. Við, sem
lifum í ljósinu, sjáum skuggadrög
heimsins og skelfumst. En okkar
eigin skugga sjáum við ekki, því
að við snúum okkur í áttina til
hinnar upprennandi sólar. Nú er
dögun yfir alla jörð, eftir hið hræði
lega syndaflóð. Fólkið gengur út
úr örkinni, og þjóðirnar hverfa
heim til bústaða sinna, til þess að
endurreisa í friði fallin heimili sín.
Norðmenn eru meðal þeirra
þjóða, er byrjað hafa endurreisnar
ASTAND OG HORFUR I
NOREGI í DAG
£ftir d-due J3nm, ótud. philot\ óencliiueitam tam
Morgunblaðið hefir snúið sjer til hr. Bue Brun, sendisveit- Ý
arritara við norsku sendisveitina hjer og beðið hann um grein í J!
Lesbók, þar sem lýst er í stuttu máli ástandi og horfum í Noregi
í dag á hinu andlega sem hinu efnalega sviði. Hefir hann fyrir
tilmæli blaðsins ritað meðfylgjandi grein. — Hr. B. Brun hefir
dvalist hjer síðan í stimar. Hann hefir í frítímum sínum frá rit-
arastarfinu lagt stund á að kynna sjer íslenskar bókmentir, sjer-
staklega Ijóðagerð.
< >
starfið. Þeir þurfa ekki að vinna
það verk með þeim vopnum í hönd
um, er þeir notuðu við frelsun
landsins. Vopnin fá að hvíla sig
með fram landamærunum. í dag
er dagur vinnunnar. Þær dáðir
sem voru drýgðar eru ekki gleymd
ar, þótt eigi sjeu þær gerðar að
umtalsefni. Aldrei skyldu menn
miklast af eigin verkum. Þau geym
ast í huga þjóðarinnar, og bera þar
ávexti, á nýju sumri í sögu Noregs.
Hvernig er hinn innri þróttur
norsku þjóðarinnar eftir marg-
þætta baráttu styrjaldaráranna?
Hefir kjarkurinn bilað við áreynsl
una? Er þjóðin veikari fyrir nú, en
hún var, eða er hún sterkari eftir
en áður? Hefir taugaáreynslan bor-
ið hana ofurliði?
Svörin við þessum spurningum
verða því aðeins fundin, að athuga
með gaumgæfni þau áhrif, sem
einstakir menn hafa orðið fyrir og
þjóðin í heild.
Þjóðin þoldi þrengingarnar.
Áreynslan var mest fyrir þá, sem
voru heima í Noregi meðan á styrj
öldinni stóð. Jeg hef setið á nálum
svo nálgast hefir örvinglan og beð-
ið, beðið og hlustað, hvort heyrð-