Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
161
sviði. En heiminum mun koma það
í koll ennþá einu sinni, og ef til vill
altof bráðlega og ennþá hroðalegar
en í þetta sinn, ef það gleymist, að
líf og velferð mannkynsins er und
ir öðru komið en efnalegri velferð.
Framfarirnar í efnisheiminum
halda áfram með risaskrefum. En
hinu andlega lífi, sem er aðalatrið-
ið, hnignar. Það er tilfinningalíf ein
staklinganna hið sjálfþráða sem hið
ósjálfráða, er gefur lífi manna
gildi. Á þessum tímum múgæsing-
anna mega einstaklingarnir ekki
verða útundan, gleymast, svo þeir
láta reka á reiðanum. Þeir verða
að leggja rækt við lífsverðmæti
sín, svo að þeir með því fái meira
þol og þrótt, er á móti blæs í lífinu.
Eins er það nauðsyn hverri þjóð
að hafa ákveðna stefnu í menning-
armálum sínum.
Hvernig var menningarmálum
Noregs komið fyrir stríð? Og hvaða
stefnu mun menningarþróun þjóð-
arinnar taka? Sveigist hún í þá átt,
er stefnir að eyðing þjóðarmenn-
ingarinnar, eða rís hún til þeirra
hæða, er tryggir þjóðarandanum
eilíft líf?
Þannig er hægt að spyrja. En
hver vogar að svara? Hvert var
álit manna á norskri menningu
fyrir styrjöldina? Er þá rjett að
víkja að hinni andlegu menningu,
því að nú þegar hafa verið skrifuð
mörg hundruð orð um þá eína-
legu.
Það cr ekki rjettmætt að mikl-
ast af andlegri menningu Norð-
manna á árunum fyrir styrjöldina.
Hún var ekki svo mikilfengleg.
Hún var of efnisbundin. Hún opn-
aði ekki augu einstakra Norð-
manna, svo að þeir sæu hið mikla
ljós frá hinum innra eldi sálarlífs-
ins. Hún hafði ekki styrk til þess
<að efla andans verðmæti ungu
kynslóðarinnar, eða verma kalnar
sálir. Norsku skólarnir voru góðir.
B. Brun, stud. pliilot.
En kennurum þeirra voru ekki
boðin þau kjör, sem þeir þurftu,
til þess að gefa hinum einstöku
kennurum fullnægjandi ráðrúm til
að leiða nemendum sínum fyrir
sjónir, að hin sönnu lífsverðmæti
eru annað og meira en matur og
drykkur. Verkamönnunum var gef
ið frí og frjálsræði, en engar leið-
beiningar til þess að notfæra sjer
það á rjcttan hátt.
Þetta hafa ábyrgir menn sjeð. í
skelfing bentu þeir á, að andleg
verðmæti þjóðarinnar væru að
fara forgörðum, og andlegar gáfur
að fara sömu leið. Ríkisstjórnin
hefir svaráð þessum mönnum. Hún
hefir tekið upp virka stefnu í menn
ingarmálum. Er mjög merkilegt að
kynna sjer, hvaða ráðum skuli
beita til þess að bæta það, sem af-
laga hefir íarið. Lögð er megin-
áhersla á að styrkja sjálfsvitund
manna, svo að þeir geti notið sem
ríkastra áhxúfa af því, er fyi'ir þá
ber, og þannig lifað sjálfstæðu
innra lífi, er eykur lífsfögnuð
manna hvert augnablik sem þeim
auðnast að lifa hjer á jörð.
Þetta er skrifað í trúnaðartrausti
á norsku þjóðina. Ef svo væri ekki,
mundi jeg haía þagað. En með til-
liti til þess, sem þjóð mín afrekaði
á styrjaldarárunum, og með það
fyrir augum, sem hún hefir í dag
fengið áorkað, eftir að friður komst
á, ber jeg óbilandi traust til henn-
ar. Menn geta öruggir sýnt heim-
inum, hvernig Norðmenn standa
að vígi í dag. Ekki vegna hetju-
dáða hernaðaráranna, heldur ekki
vegna þess, að við höfum mönnum
á að skipa, sem umheimurinn lít-
ur upp til og kýs til þess að stjórna
vinsamlegri samvinnu þjóðanna.
Jeg lít til þjóðar minnar í dag með
gleði og eftirvæntingu.
Barnahjal
Það átti að lofa Jónu á bíó í
fyrsta skifti. Það var sýnd Tarz
an mynd, og henni var sagt
að hún myndi sjá karl, sem
klifraði eins og köttur. En ein
hvern veginn fórst bíóferðin
fyrir. Næsta sunnudag var
Jóna við barnaguðsþjónustu
og er presturinn hafði staðið
nokkra stund í stólnum, kall-
aði hún svo hátt, að heyrðist
um alla kirkjuna:
— Æ, því byi'jar hann ekki
að klifra?
Mamma hafði rassskelt Óla
fyrir það að hann var að stríða
kisu, og svo var Óli lokaður
inni í svefnherbergi. Hann
grenjaði þar góða stund, en
svo datt alt í dúnalogn. —
Mamma fer því að gá að hon-
urn. Óli hefir þá dregið stól
að speglinum og er að reyna
að sjá sig að aftan. Að lokum
sjer hann það, sem hann var
að gá að, og segir:
— Já, jeg vissi það, hanh
hcfir sprungið.