Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Page 11
an hóf sigurför sína um heiminn frá fangelsinu í Suður-Afríku. MEÐRITSTJÓRI hins stóra tíma rits „Illustration“, sem gefið er út í Höfðaborg, hafði meðal annars á sinni könnu að sjá um það efni blaðsins, sem kallað var „Hug- þrautir“. Hann varð mjög forviða er hann fjekk brjef með stimpli fangelsisins og innan í því voru nokkur blöð með ótal svörtum og hvítum tiglum. Hann velti þeim lengi fyrir sjer, en botnaði ekkert í þeim. Svo las hann meðfylgjandi brjef. Krossgáta? Hvað er nú það. — Slíkt hafði hann aldrei heyrt nefnt. Þetta var eitthvað annað en mynd- gáturnar og talnagáturnar, sem all- ir voru orðnir leiðir á. Hann fór að fást við KrosSgáturnar og brátt glevmdi hann öllu öðru. í prent- smiðjunni fóru menn að tala um hvort hann hefði orðið uppnum- inn. Menn vissu ekki að ritstjór- inn hafði orðið fyrsta fórnarlamb „Krossgátutöfranna11, sem síðar bár ust eins og eldur í sinu um allan heim. „Jeg ráðlegg yður að reyna þess- ar nýju gátur í blaði yðar“, skrif- aði fangelsisstjórinn. „Höfundur Krossgátunnar er einn af föngum vorum, og jeg held að hann hafi þarna gert merkilega uppfinningu“ ÞEGAR eftir að fyrsta Krossgát- an birtist í blaðinu, fekk ritstj'ór- inn heilar klyfjar af svörum. Það sýndi að fólkið tók þessari nýung vel. Og brátt jókst kaupendatala blaðsins stórlega. Önnur blöð tóku upp hugmynd- ina, og fangi nr. 931 komst ekki yf- ir að semja eins margar krossgát- ur og pantaðar voru hjá honum. Frá Afríku barst Krossgátan til Ameríku. Og þar fór svo, að engin stórmál nje stórfrjett heilluðu hugi manna sem hún. Læknar sögðu að LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 167 hún væri ágætt ráð við taugasjúk- dómum og þunglyndi. Eirðarlaus- ir kaupsýslumenn fundu fróun og hvíld hjá henni. Menn og konur, börn og gamalmenni keptust við að leysa krossgátur. Og þetta varð vatn í myllu þeirra sem gáfu út orðabækur og alfræði- bækur. Um allan heim jókst eftir- spurn að þeim stórkostlega. Land- fræðinöfn, sem enginn hafði heyrt getið fyrr, voru nú á hvers manns vörum, vegna þess að þau komu fyrir í krossgátum. Sjerstaklega urðu fræg ýmis kínversk staðanöfn með aðeins tveimur stöfum. Ýmis dýr, sem menn höfðu varla heyrt getið, urðu nú daglegir kunningjar. Almenningur um allan heim varð miklu fróðari en hann hafði verið áður. „KROSSGÁTU-faraldurinn11 fór um allan heim. Faraldur, sem ekki var hægt að stöðva og enginn vildi stöðva — vegna þess hvað hann var kitlandi skemtilegur. Miljónir manna fást við það á hverjum einasta degi að ráða kross gátur. En nú eru þær ekki lengur samdar af Victor Orville. Menn stálu blátt áfram hugmynd hans. Suðurafríkanska blaðið, sem birti fyrstu krossgátuna, gat ekki um hver væri höfundur hennar. Það var máske gert af ásettu ráði, því ekki er víst að menn hefði orðið jafn,hrifnir ef þeir hefði vitað að tugthúsfangi hafið fundið hana upp. Að vísu var Victor Orville boðin borgun, en hann afþakkaði boðið. Hann kvaðst gera krossgát- urnar sjer til dægrastyttingar en ekki til þess að græða á þeim. VICTOR ORVILLE var náðaður nokkru áður en refsitíminn væri á enda. En hann hvarf ekki aftur til Englands. Hann vildi ekki hitta vini sína, og máske átti hann eng- an vin lengur. Hann þóttist ekki geta horft á heimili sitt í Oxfords- hire og allra síst á trjeð, þar sem slysið varð. Hann ákvað að setjast að í Suður-Afríku. Hann keypti jörð og dró sig út úr skarkala heims ins. Gömul svertingjakona mat- reiddi fyrir hann, þjónaði honum og sá um húsið. Hún fór líka á pósthúsið með hin mörgu kross- gátubrjef, sem hann sendi til blaða um allan heim. Þá peninga sem hann fekk fyrir gáturnar, gaf hann í sjóð til styrktar ekkjum tukthús- fanga. Hann hefði áreiðanlega get- að orðið vellauðugur maður, ef hann hefði viljað —- en hann vildi það ekki. ÞAÐ var ekki fyr en fimm árum eftir dauða hans að heimurinn fekk að vita hver var höfundur kross- gátunnar. Og það varð aðeins fyrir tilviljun. Amerískur blaðamaður, sem var á ferð í Höfðaborg, kom þar í kirkjugarð og sá þar legstein sem honum þótti einkennilegur, því að á steininn var höggvin kross gáta. Hann spurði kirkjugarðsvörð- inn hver væri grafinn þarna. Hann fekk að vita það, og svo fór hann að rannsaka æviferil Victors Or- ville, og þannig komst saga kross- gátunnar fram í dagsljósið. t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.