Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Side 12
168 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS MERKIR FEÐGAR Eítir Boga Benediktsson EITT barn Brokeyjar-Jóns hjet Benedikt, það eina hann meinast átt hafi með sinni síðustu konu, þá hann var hjer um 79 ára. Móðir Benedikts dó á barnssæng. Þá tók Árni Jónsson, bóndi í Hrappsey, nákominn náungi móður Bene- dikts (ef ei faðir hennar) Bene- dikt frá skírn til fósturs 1664. En þessi Árni bóndi varð 1672 bráð- kvaddur í fiskiróðri á Breiðafirði; þá hann með vinnumönnum sín- um var á mið kominn og undir ræð sestur, kom hann tvisvar í flyðru en misti hennar hvort tveggja sinn. í þriðja sinn þá flyðr an við hann kom, hneig hann aftur að formanns þóftu dauður. Hásetar náðu flyðrunni og færðu líkið heim. Þá var Benedikt 5 vetra. Þar eftir ólst hann upp í Hrappsey við bágborin kjör og fá- tækt til þess hann var um 16 vetra, þá Grímur Jónsson, falkafangari í Brokey, er átt hafði systur hans, tók hann til sín. Þar var hann fá ár, því að Grímur ljeði hann til fyrirvinnu Bjarna í Geitareyjum, ríkum, gömlum, barnlausum manni. Þessi Bjarni gaf Benedikt mikið af sínum fjármunum, en lifði þá eftir fá ár. Þá Bjarni ljest, sló Benedikt upp í lausamensku, Snemma var Benedikt auðsæll, því þá hann var uppvaxandi var honum eftir gefinn arður af litlum, þá og nú ónýtum hólma (það var hjallhólmi Jóns heitins Guðbrands sonar) í Hrappsey, ei yfir 20 faðma ummáls. Þangað kom hann svo miklu varpi að ei varð fæti niður stigið. Þá var tjeður hólmi af hon- um tekinn og eftirlátinn annar, þá varplaus, 'iptærri hólmi (Lamba- /v II Benedikt í Hrappsey tangi). Strax kom þar hlaðvarp, en fór beint úr þeim fyrra. Þá var hann tjeðum hólma sviftur, en fenginn annar, þá varplaus. Fór það alt á sömu leið sem fyr. Þegar Benedikt var hálf þrítug- ur giftist hann Kristínu, dóttir merkisbóndans Daða í Galtardals- tungu. Með henni fekk hann síðar Galtardalstungu, Galtardal og fleiri jarðir, en sjálfur setti hann bú á sinni þá nýkeyptri jörð Heiðna- bergi á Skarðsströnd. Gerðist hann brátt mesti búsældarmaður. Þau Kristín og hann áttu 3 börn, sem til aldurs komust, Þorstein, Stein- unni, Elínu. Þorsteinn giftist ei, en fórst undir svokölluðum Svörtu loftum, sunnan Jökuls, með 5 öðr- um mönnum í fiskiferð 1721. Stein unn giftist seinna Guðmundi Bjarnasyni frá Arnarbæli, voru þeirra börn: Þorsteinn, er dó í Arn arbæli, Hákon, Bjarni. Elín giftist og seinna Guðna presti í Ingjalds- hólsþingum; þeirra börn Benedikt gartner og Kristín, sem átti síra Ásgeir prófast á Stað í Steingríms firði; þeirra börn Snæbjörn Stað- felld í Randers (Justitsráð, dr. juris og býfógeti), sjera Jón á Stapatuni, maddama Sólveig í Hít ardal, maddama Sigríður á Laug- arbrekku. Guðni prestur fekk Ingjaldshólsþing 1713, misti prest- inn fyrir barneigu 1737, deyði 1748. Benedikt bóndi Jónsson flutti bú 1 sitt frá Heiðnabergi og í Hrapps- ey, sem þá var í litlu áliti. Farnað- ist honum þar engu síður. Gerðist hann þá enn hinn mesti auðmaður. Hjer um 1718 misti hann þar konu sína Kristínu. En 1721 misti hann son sinn Þorstein, sem áður er sagt. Magnús er maður nefndur og var Jónsson frá Skriðu, Magnús- sonar Svalberðings. Hann bjó á Ögri við ísafjörð. Magnús var valdsmaður og einhver hinn mesti höfðingi á Vestfjörðum í sinni tíð. Hann var bróðir Staðarhóls-Páls, Jóns lögmanns og Sigurðar á Reyni stað. Magnús átti Ragnheiði Eggertsdóttur lögmanns Hannes- sonar hirðstjóra og með henni margt barna. Einn þeirra son var Jón er kallaður var Dan, haldinn höfðingi á Vestfjörðum í sinni tíð. Hann bjó á Eyri í Seyðisfirði. Með konu sinni Ingveldi Guðmunds- dóttur, átti Jón Dan þann son, er Bjarni hjet. Bjó þessi Bjarni á Hesti í Önundarfirði, var sigldur og vel lærður maður í dönsku, þýsku og ensku. Hann átti Ingi- björgu Pálsdóttur. Syni sínum, Bjarna að nafni, kom hann í Skál- holtsskóla. En einhvern vetur, er Bjarni var þar við nám, þá fanst í skólanum rímnakver með 80 stöf- um. Því var dróttað að Bjarna og Einari Guðmundssyni úr Straum- firði, ásamt fleirum, en varð þó aldrei bevísað upp á þá. Var þó þessum báðum ekki einasta vísað frá skóla, heldur af -landi burt. Fóru þeir Bjarni til Englands og dvöldust þar nokkur ár. En árið 1667 kom Bjarni yngri frá Hesti utan í Austfjörðum og fór til frænda sinna á Vestfjörðum, en Einar skólabr. hans dó í Englandi. Bjarni giftist vænni stúlku, Guð- nýu. Hákonardóttur (Árnasonar, Sæmundssonar, Árnasonar á Hlíð- arenda Gíslasonar), og bjó að Hesti í Önundarfirði á eignarjörð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.