Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1946, Page 15
LESBOK MORG UNBLAÐSINS 171 kofann heldur var hann „arrenda- tario“. Kirkjan á alt land þarna, og það er yfirráðum hennar að kenna hvað það er illa ræktað. Hún leigir menn til þess að heimta land- skuldir af þeim fjölskyldum, sem setjast þar að. Maðurinn kvartaði um háan toll á tóbaki, áfengi, sykri salti og eldspýtum, þótt hann væri embættismaður og hann sagði að vegna þess borgaði sig ekki að rækta tóbak. Hann sagði mjer að landi minn hefði gist hjá sjer fyrir skömmu — fyrir svo sem tveimur árum. — Hann var — bíðum nú við — ítali? Nei, hann var Þjóðverji. í augum þessa manns var heimurinn ekki annað en Perú og eitthvert lítið land annað, með ámóta þorpum og þar voru, en þau hjetu öðrum nöfnum svo sem Þýskaland, Ítalía, Bandaríkin o. s. frv. Hann spurði: „Er ekki Þýskaland í sama hjeraði og Bandaríkin?" Jeg ætlaði að reyna að útskýra þetta fyrir hon- um, en ekki var við komandi að hann tryði öðru en því að um allan heim væru leirkofabyggingar eins og í Perú, þar sem menn gengu ber- fættir og höfðu húsdýrin inni hjá sjer. Að lokum spurði jeg hann hvernig vegurinn frá Jaen væri: „Góður, auðvitað. Það eru engir slæmir vegir til í Perú“. inni“ sá jeg að margir leirkofarnir voru búðir, og í einum þeirra var matsala. Þarna borðuðu nokkrir einhleypingar. þar á meðal oddvit- inn. Og þarna borðaði jeg líka, en við fengum okkur aldrei sadda. Oddvitinn hafði þann sið, að koma á undan öllum- öðrum, og hafði hámað í sig mest af matnum áður en hinir komu. En til þess að sjá við þessu, komum við hinir líka tíman lega. Settumst við að hádegisverð- arborði kl. 9 að morgni, og komum til kvöldmatar kl. 3 um daginn. Sátu menn svo þarna og gáfu hver öðrum ilt auga. Nokkuð var af Negra-kynblend- ingum í Jaen, en íbúarnir eru þó aðallega Indíánar. Karlmenn ganga í heimaunnum fötum úr bómull, með vasaklút um hálsinn og stóra sólbrenda stráhatta á höfði. Kon- ur eru berhöfðaðar, greiða hið hrafnsvarta hár sitt sljett niður með vöngunum og fljetta það í eina fljettu. Þær ganga í svo síðum pilsum, að þær draga þau eftir sjer og var þessi slóði ekki þrifalegur. Aðalskemtun íbúanna til þess að stytta sjer stundir milli vöggu og grafar, virðist vera að drekka. Maður verður að fara snemma á fætur þar, ef sjá skal ódrukkinn mann. Upp af þessu er sprottið al- gert kæruleysi. Ölvaður maður sest t. d. í skóladyrnar snemma dags og situr þar allan daginn, því að engum dettur í hug að reka hann burtu. Menn sneiða hjá þeim, sem gerast ölvaðir, en skifta sjer ekki af þeim. Þarna var lítið um guðræknisiðkanir. Kirkjan hafði verið gerð að fangelsi, og úti fyrir henni röltu nokkrir hermenn, ef þeir höfðu ekki löngun til þess að vera annars staðar. Mjer varð það ljóst að nú varð jeg að losa mig við Kleopötru. Hún greip varla í jörð og hengdi haus- ínn. Engar líkur voru til þess að XVI I ÞÓTT Jaen sje greinilega merkt á landakortinu eins og einhver stór borg, þá er hún ekki annað en þorp, þar sem eru um fjörutíu leirkofar með hálmþaki og allir meira og minna úr sjer gengnir. íbúarnir gláptu stórum augum á mig er jeg helt inn í þorpið, órakaður og slettóttur upp á höfuð og togaði á eftir mjer. múlasna, sem. skalf af hræðslu við alt sem hann sá í þess- um stóra stað. í miðju þorpinu var fánastöng úr bambus og við hana batt jeg Kleopötru. Svo fór jeg að spyrjast fyrir um yfirvöldin og fekk það svar, að æðsti maðurinn hefði farið í stutta ferð „en hann mundi koma bráðum, máske í næstu viku, cða næstnæstu viku“:- Sýslumaðurinn var ekki heima lieldur, svo að jeg varð að snúa mjer til oddvitans. Það hafðist furðu fljótt upp á honum. Hann var ölvaður af hcimabruggi, cn hann var í skóm, ef skó skyldi kalla og bar þan'nig af öllum þorps búum. Hann tók skjöl min og las þau upphátt fyrir alla bæjarbúa, Jaen sem þyrpst höfðu utan um okkur. Lesturinn var eins og göngulag hjá fötluðum manni, sem mist hefir hækjur sínar. Að lokum spurði hann svo hvers jeg óskaði. Kröfur mínar voru hógværar — að fá her- bergi, rúm, borð, stól. vatn og mat fyrir mig sjálfan í tvo daga, og haga fyrir fjelaga minn. Þetta fekk jeg alt með tíð og tíma. Það hafð- ist upp á lykli, sem gekk að einum leirkofanum. Borðskrifli var flutt þangað og hermenn fóru út um all- an bæ til að ná í gömul dagblöð til þess að breiða á það sem dúk. Vatn var sótt á flösku niður í kol- mórauða ána, en drengurinn sem það gerði, helt einum fingri niðri í stútnum á flöskunni. Svo var sótt ur stóll heim til landstjórans og jafnvel komið með ofurlítinn vasa spegil og hann hengdur upp á vegg'. Skömmu síðar vatt þar þó inn ungri stúlku og hún þreif spegil- inn þegjandi og fór mcð Jiann. Hún hefir sjálfsagt átt hann og ekki þorað að hafa hann þarna. Þegar jeg fór að lítast um í „borg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.