Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 1
Hákon Bjarnason: BARRSKÓGAR A ÍSLANDI Sitkagreni við Mendenhall-skriðjökulinn í Alaska. INNGANGUR ÞÓTT ræktunartilraunir þær, sem gerðar voru með barrtrje hjer á landi . um og eftir síðustu aldamót, hafi tek- ist misjafnlega er samt víst, að ýms- ar tegundir þeirra geta náð eðlilegum þroska. Orsakir þess, að ræktun nokk- urra tegunda lánaðist. misjafnlega, eru þær, að eigi var hirt um að sækja fræ til þeirra staða, er hafa svipað veðurfar og ísland. Virðist ekkert því til fyrirstöðu, að hjer megi rækta barrskóga til nytja ef þess tvenns er gætt, að sækja fræ til staða, sem hafa svipað veðurfar og ísland, og að gróðursetja ungviðið í skjóli birki- skóga eða kjarrs en ekki á berangri. Hjer mun nú gerð grein fyrir því, hvaða trjátegundir sjeu líklegastar til ræktunar og hve mikið muni kosta að ala upp ungviði til gróður- setningar, en að því ioknu skýrt frá kostnaðinum við gróðursetningu barr- skóga og hvaða ábata vænta megi af ræktun þeirra. TRJÁ TEGUNDIR, SEM VÖL ER Á í Troms fylki í Norður-Noregi og á miðri suðurströnd Alaska er veður- far víða svo svipað íslensku veðurfari, að á líkara verður vart kosið. Troms fylki nær frá 68° 40' norðlægrar breiddar og skammt norður fyrir 70. breiddarstig. Suðurströnd Alaska ér á 61. breiddarstigi, þar sem ströndin gengur lengst til norðurs. Liggur því annar staðurinn álíka langt fyrir norðan ísland og hinn er fyrir sunnan. Til þess að sýna hve loftslag er svipað á þessum slóðum skulu hjer greindar veðurathuganir frá þrem stöðvum í Noregi, þrem í Alaska og þrem á íslandl. Norsku stöðvarnar eru Hamaröy, sem er rjett við suður- mörk Troms fylkis 'og við ströndina, Dividalen, sem er nokkuð inni í landi, og Tromsö, en sá 'bær liggur rjett við norðurmörk skógarfurunnar. Stöðv-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.