Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 353 áður en hún er fullþroska, en með því að bera saman vöxt furunnar á Hall- ormsstað við vöxt sömu tegundar í Svíþjóð og Noregi, þar sem vaxtar- hraðinn er svipaður fyrstu 40 árin, má draga ályktanir um vöxtinn fram í tímann. Elstu fururnar á Hallormsstað munu ættaðar úr Þrændalögum í Nor- egi en aðrar, sem eru nokkuð yngri, úr miðri Svíþjóð. Eru þær því ættað- ar frá helst til suðlægum stöðum til þess að vera ræktaðar hjer á landi. Samt sem áður hefur vöxturinn verið sambærilegur við vöxt furunnar um miébik Skandínavíu. Hefur hann num ið um 3 teningsmetrum á hektara ár- lega. Sje nú miðað við viðarvöxt í norðanverðum Noregi er mjög hóflega áætlað að viðarvöxturinn verði 250 teningsmetrar á 100 árum. I vetur, sem leið, var gerð áætlun á þessum grundvelli. Kostnaður við gróðursetningu var þá talinn kr. 3500 í stað kr. 3000, eins og hann ætti % að geta orðið. Reiknað var með 4% vöxtum og vaxtavöxtum frá gróður- setningu og 100 ár fram í tímann. Til frádráttar kemur hagnaður af viði, sem fellur við grisjun. Verð viðar var áætlað kr. 200,00 á hvern tenings- meter. Jarðleiga var ekki tekin með í áætluninni, enda mun slíkt ástæðu- laust. Með framangreindu verði á viði og gróðursetningarkostnaði munu hreinar tekjur af ræktun furu á ein- um hektara lands nema rúmum kr. 30 þúsundum á 100 árum eða röskum kr. 300,00 árlega. í sambandi við þessa áætlun má geta tvenns. SkilyrÖi til þess að rækta skógarfuru eru ekki neitt betri á Hall- ormsstað heldur en á fjölmörgum öðrum stöðum í friðuðum skógum landsins. Ennfremur hefur verð a vlði farið hækkandi undaníarna áratugi i hlutfalli við msrgar nauðsynjar. — Virðist sú íiækkun halda efiam, bæði sakir þess, að skógar eru enn að ganga til þurrðar, og eins sakir þess, að viður er nú notaður á æ fleiri sviðum og til fjölmargra hluta, sem þekktust ekki áður. Þeir fjármunir, srm varið er til skógræktar, ættu þvi ekki að rýrna sakir verðfalls. Áætlun sú, sem hjer heíur verið getið, nær aðeins til ræktunar á skóg- arfuru. Hún er varlega gerð að öllu leyti og má því treysta henni. Híns vegar er erfiðara að gera sjer ljóSt, hvaða arðs má vænta af ræktun lerkis eða grenis sakir þess, að enn eru ekki vaxnir upp nógu stórir lundar eða skógar vaxnir þessum trjám. í Hall- ormsstaðarskógi eru að vísu 193 lerki- trje, sem eru 25 ára. Meðalhæð þeirra er um 6 metrar og vöxturinn mun nema röskum 3 teningsmetrum árlega miðað við hektara lands. En það er erfiðleikum bundið að mæla hann, af því að trjen standa í smá þyrpingum víðsvegar um skóginn. Samt er víst, að lerkið vex nokkru hraðar en furan. Greni vex einnig hraðar en fura og þess vegna má stofnkostnaður við gróðursetningu þessara trjátegunda vera nokkuð hærri en við ræktun furu án þess að arðurinn af ræktun- inni þurfi að minnka. l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.