Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Qupperneq 5
' \ Arni Ola: Ur sögu Laugarness 2 ' HVERNIG REYKJAVÍK LAUGARNES AFTUR Akyeðið að selja LAUGARNES Þegar biskup íluttist til Reykjavík- ur, var ákveðið að selja Laugarnes á uppboðí, þó því að eins að ekki vrði boðið minna en 5000 dalir í hús og jörð. Uppboðið átti að fara fram 16. júlí. Ekki var það auglýst í „Þjóð- ólfi“, sem þá var eina blaðið hjer, heldur birt með auglýsingum, sem festar voru á hús í baenum, og þó var það ekki gert fyr en 5. j llí. Ekki voru uppboðsskilmálar birtir fyr en á upp- boðsstaðnum, og voru þeir ekki síður einkennilegir, en sú aðferð, sem höfð var við að auglýsa uppboðið. Fyrst átti að bjóða í alla eignina mcð stof- unni, en síðan átti að bjóða í þetta í þrennu lagi: stofuna sjer, landið í Fossvogi sjer og í þriðja lagi annað land jarðarinnar. Fannst öllum þetta bæði furðulegt og grunsamlegt og fór svo, að ekki var boðið meira en 3580 dalir fyrir eignina alla. En ástæðan til þess að eignin skyldi boðin upp í þrennu lagi mun hafa verið sú, að bæjarstjórn Reykjavíkur hafði áður sent stiptamtmanni bón- arbrjej um það að kaupstaðurinn gæti fengið keyptan hluta Laugar- ness í Fossvogi. Var þar gott beiti- land, sem bæjarbúum var nauðsyn á að nota. Tæplega mun þó hafa vakað fyrir stiptamtmanni að gcra bæjar- stjórn greiða með þessu, eins og seinna mun sjást, heldur mun hann haía hugsað sem svo, að ýmsir mundu hafa ágirnd á Fossvogi, og þess vegna líkur til að meira yrði boðið í eignina í þrennu lagi. RÆJARSTJÓRN VILL KAUPA Bæjarstjórn Reykjavíkur var nú orðið ljóst, að bænum var lífsnauðsyn að ná í Laugarneseignina, einkuin vegna hinna miklu íithaga jarðarinn- ar. Var því haldinn fundur um málið í bæjarstjórn og samþykkt með 5:1 atkv. að bjóða 5000 dali í jörðina með húsi, en að öðrum kosti að kaupa hús ið og fá jörðina á leigu fyrir árlegt gjald. Var stiptamtmanni sent þetta tilboð með brjefi dags. 11. ágúst, en hann ljet ekki svo lítið að svara því. UNDIRRÓÐUR TRAMPE Til þess að sýna hvað Trampe stipt • amtmaður var bæjarstjórn hollur í þessu máli, -þykir rjett að birta hjer tvö brjef frá honum til dómsmála- ráðuneytisins í Kaupmannahöfn. Fyrra brjefið er dagsett 13. ágúst 1856, eða tveimur dögum eftir að bæj- arstjórn sendir tilboð sitt. Þar segir hann fyrst frá því að uppboð hafi verið haldið og ekki fengist hærra boð í eignina en 3521 rd. (það er sennilega hcildartilboðið) og hann sjái ekki ástæðu til að mæla mcð að því boði verði tekið. Síðan segir hann: „Aftur á móti leyfi jcg mjcr að senda tilboð frá J. Pjeturssyni assess or í landsyfirrjettinum, þar sem hann óskar að fá jörðina Laugarnes og hús ■ið keypt fyrir 5000 rd. með sömu skil- málum og vant er að setja við sölu konungseigna lijer í landi. Jcg lcyíi mjer virðingarfyllst að mæla með því, að þessu tilboði verði tekið, því að jeg álít, að ekki muni koma hagkvæm ara tilboð í eignina og að jörð og hús EIGNAÐIST muni ekki vera hægt að leigja fyrir það, er samsvara muni vöxtum af þessum 5000 rd., því að nú er nauö- synlegt að gera við þakið á húsinu og það ásamt árlegu viðhaldi mun fæla alla frá að taka jörðina á leigu“. Óskar hann svo að málið sje af- greitt hið allra fyrsta og sjer sent samþykki með næsta skipi. Hitt brjefið er skrifað 15. ágúst, eða tveimur dögum seinna. Þar segir hann frá því, að bæjarstjórn Reykjavíkur hafi skrifað sjcr 11. ágúst og farið þess á leit að bærinn fengi jörðina Laugarnes á leigu gegn því at greiöa 120 ríkisdali á ári, og að fá húsið keypt fyrir 2000 rd. með þeim kjörum að grciða þriðjung kaupverðsins þeg- ar í stað og gefa út vel trygð skulda- brjeí fyrir afganginum. Segir hann að bæjarstjórn styðji þessa umsókn sína með því, að bæinn skorti nú til- finnanlega haglendi, og auk þess hafi hún gert áætlun um hvaða tekjur hún

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.