Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Síða 6
44G
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
ingar, eigi að eins til þess að sameina
Evrópu og þau lönd, sem stjórnað er
þaðan, heldur tií þess að sameina allar
helstu þjóðir Evrópu, Asíu, Afríku og
báðum álfuVn Ameríku.
Það er ekki ný hugmynd að skapa
sameinaðan heim. Hún er jafn gömul
menningarþjóðunum. Að rjettu lagi
getum vjer skilgreint hvað sje menn-
ingarþjóð með því að segja að það er
sú þjóð, sem lært hefur að viðurkenna
að til sje sígild allsherjarlög um jafn-
rjetti og bróðerni, lög, sem allir
menn eigi að hlýða.
En enda þótt hugmyndin um al-
þjóðabandalag sje gömul, þá hefur
hún þó aldrei komist jafn langt og nú,
þegar allar þjóðir heims hafa stofnað
með sjer sameiginlegt þing.
Þetta verðum vjer að hafa hugfast.
Þetta er fyrsta alvarlega tilraunin
um að sameina allar þjóðir í eina
heimsheild. Og þessa verðum vjer að
gæta þegar vjer veltum fyrir oss þess-
ari alvarlegu spurningu, sem nú er
efst á baugi: Er heimurinn að klofna
sundur í tvo hluta? Því að þá sjáum
vjer einmitt að heimurinn er ekki að
klofna. Hann getur ekki klofnað í
tvent vegna þess að hann hefur aldrei
verið ein heild.
Þetta tvent er mjög sitt á hvað, að
hugsa sjer að heimurinn sje að klofna
í tvær andstæður, og hitt, að viður-
kenna það að hann hefur aldrei verið
ein heild. Það er tvent ólíkt að hugsa
sjer það að vjer lifum nú í heimi, sem
sje að sundrast, og hitt að viður-
kenna það, að heimurinn hefur aldrei
verið sameinaður.
Vjer erum fyrsta kynslóð manna,
sem gerir alvarlega tilraun um það.
að sameina á einhvern hátt allar hin-
ar sundurleitu þjóðir heimsins og
reyna að finna einhvern meðalveg í
andstæðum viðhorfum þeirra og sam-
keppni.
Ef vjer sláum þessu föstu, þá þurf-
um vjer ekki að ergja oss út af því
að heimurinn sje að klofna í tvo eða
fleiri hluta, og að nú sje öld ógna og
Walter Lippmann.
i
skelfinga, sundrungar og hruns. —
Þvert á móti verðum vjer að viður-
kenna að þetta er nýsköpunaröld.
Vjer eigum því ekki að horfa með
kvíða fram í tímann, eins og fyrri
aldir urðu að gera, heldur horfum
vjer mót nýrri dagrenning.
Vjer megum ekki gleyma því, að
járntjald hefur verið milli austurs og
vesturs um 1000 ára skeið, og þó
miklu lengur. Það var komið löngu
áður en þeir Stalin og Molotov komu
til sögunnar. Það var komið áður en
til voru nokkur ríki, sem hjetu Bret-
land, Rússland, Frakkland og Þýska-
land. Það var komið áður en Ameríka
fannst.
Járntjaldið hefur aðskilið Austur-
Evrópu og Vestur-Evrópu síðan róm-
verska ríkið klofnaði í tvent með
tvær höfuðborgir, aðra í Róm og hina
i Miklagarði. Það hefur aðskilið Aust-
ur- og Vestur-Evrópu síðan kristin-
dómurinn klofnaði og skiptist í lat-
nesk-kaþólska og grísk-kaþólska
kirkju.
Járntjaldið er ekki nýtt. Það er
mjög gamalt. Þjð er eitt af elstu,
djúptækustu og veigamestu atriðum
mannkynssögunnar. Frá því á miðöld-
um og fram á þennan dag hefur það
aðskilið hinn kristna heim. Það hefur
aldrei verið dregið frá. Að eins ein-
staka sinnum hefur því verið lyft svo-
lítið til hliðar.
Ameríkumenn ætti að minnast
þessa. Rússar ættu að minnast þessa.
Því að fyrir þessum samherjum í
stríðinu og nú þátttakendum í S.þ.
liggur geisimikið vandamál. Vjer er-
um að reyna^að svipta burt járntjald-
inu. Vjer erum að reyna að sameina
heimshluta, sem hafa verið aðskildir
í þúsundir ára og þar sem þróunin
hefur verið mjög ólík á þessum um-
liðnu öldum.
Það djúp, sem staðfest er milli
kristindómsins í Austur-Evrópu og
Vestur-Evrópu, er ekki hið eina, sem
aðskilur þjóðirnar. Það er ekki eina
djúpið, sem þarf að brúa til þess að
hugsjónir mannkynsins rætist.
Það er líka til nokkuð, sem heitir
Múhameðsheimur. Svo er Hindúa-
heimur. Svo er Kínverjaheimur. Vjer
erum nú að reyna að sameina alla
þessa heima í eina heild, sem aldrei
hefur átt sinn líka.
Þetta er í fyrsta skipti að menn
viðurkenna að Evrópuþjóðir eigi ekki
að stjórna Arabaríkjunum, Indlandi
og Kína, heldur eigi þau að vera sjálf-
stæðir aðilar í bandalagi þjóðanna.
Vjer megum heldur ekki gleyma
því, hve skammt er síðan að Banda-
ríkin fellust á að hverfa frá einangr-
unarstefnu sinni og taka þátt í sam-
starfi þjóðanna. Það eru ekki fimm ár
síðan að þjóð og þing í Bandaríkj-
unum var að rífast um það, hvort
framtíð Evrópu og Asíu kæmi Banda-
ríkjunum nokkurn skapaðan hlut við.
Það er því ekki nema örskammt
siðan að vjer Bandaríkjamenn hölluð-
umst að þeirri hugmynd að skapa ný-
an heim. Vjer höfum bví margt að
læra og mörgu að gleyma áður en
vjer getum komið viturlega fram í
því að skapa nýan heim, og áður en
vjer sláum því föstu að vjer höfum
reynt það, en það sje ekki hægt.
★
ENN höfum vjer tæplega byrjað á
því, sem er óefað göfugasta og mesta,