Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Side 8
448
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
BRAUTRYÐJANDI
í atvinnulífi
VESTUR á Seljaveg 9 í Reykjavík
liggur gamall maður í rúminu, þrot-
inn að heilsu og kröftum, enda er nú
aldurinn orðinn hár, bráðum 88 ár.
Hár hans er hvítt, antílitsdrættir
skarpir og höfðinglegir og hendurn-
ar beinaberar. Heyrn og minni er
farið að bila, en sjónin er sæmileg.
Hann verður að hafa ljetta til þess
að geta sest upp í rúminu, en þá sjer
hann út um gluggann, og þar blasir
Faxaflói við með Jökulinn að baki, og
sjest til allra skipa er koma til Reykja
víkur og fara þaðan. Og þau eru nú
bæði fleiri og stærri en á manndóms-
árum hans.
Þessi gamli maður heitir Gísli
Finnsson.
Reykvíkinga
Yngri kynslóðin mun lítt kannast
við nafnið, en sú var tíðin að allir
Reykvíkingar þekktu Gísla Finnsson.
Sú var tíðin að hann var einn af
brautryðjendum hins nýa tíma hjer,
einn af þeim, sem gekk fram fyrir
skjöldu í sköpun nýs atvinnulífs í
borginni.
Eftir fyrri heimsstyrjöldina hvarf
hann af landi burt og fluttist til
Kaupmannahafnar. Þar var þá sonur
hans, Reynir fiðluleikari, búsettur, og
dvaldist Gísli þar þangað til seinni
heimsstyrjöldinni var lokið. Þá voru
starfskraftamir þrotnir og hann flutt
ist hingað til Eyglóar dóttur sinnar.
— Og gott er að vera kominn heim,
segir gamli maðurinn í rúminu og
Gísli Finnsson á besta skeiði.
horfir út á dimmbláan sjóinn.
Sveitarpiltur, sem varð
brautryðjandi í höfuðstaðnum
Gísli er fæddur að Brekkum á
Rangárvöllum 19. október 1860 og
ólst þar upp.
— Mjer er það enn í minni, segir
hann, þegar jeg var að sigla á trogi
í bæjarlæknum á Brekkum.
Það varð þó ekki forboði þess að
hann yrði sjómaður, en hann átti
sinn þátt í því að skapa útgerðina í
Reykjavík.
Rúmlega tvítugur rieðist hann til
járnsmíðanáms hjá Sigurði gamla
Jónssyni (Sigurði „kljensmið") í Aðal
stræti 6, í Reykjavík. Þetta hús hafði
frú Johanne Soffie, ekkja Guðbrands
Vigfússonar (d. 1822) lyfsala í Nesi,
látið byggja, en Sigurður keypti það
og bygði hæð ofan á það. Á bak við
hafði hann smiðju sína. Þótti Sigurður
þá einhver besti járnsmiður á íslandi.
Hann var mjög vandur að við sveina
sína og vinnuharður nokkuð. — Við
Gísla fell honum svo vel, að hann
ljet námstíma hans vera styttri en
annara og fekk Gísli sveinsbrjef 23.
maí 1885.
Þetta sama ár kvæntist Gísli heit-
mey sinni Þórhönnu, dóttur Eyþórs