Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Page 12
424 LESBÖK MORGUNBLAÐStNS Kristín Ólaísdóttir: EYKTAMÖRK OG ÖRNEFNI Efra-Sumariiðabæjar „HERJÓLFUR var hinn 5. sonur Ketils hængs, hans son var Sumar- liði, faðir Yeturliða skálds“. Þeir bjuggu að Sumarliðabæ undir „Brekkum11 og mun Brekkan vera ,,Bjallinn“, sem nú er kallaður. Lík- legt er að bærinn beri nafn Sum- arliða Herjólfssonar. Klettabelti liggur frá austri til vesturs, fvrir ofan Neðra-Sumarliðabæ, það er grasi. vaxið upp á brún. Bærinn stendur sunnan í móti undir .Biall- anum“ á sljettri grund, sem hall- ast niður að Steinslæk, en hann rennur fyrir neðan túnið. Inni í hlíðinni, austan megin, vaxa hrúta- ber og jaröarber, þegar vel viðrar. í klettunum bjó huldufólk, sagði gamla fólkið, í mínu ungdæmi. Þar hafði oft sjest ljós, heyrst söngur og barnsgrátur. Víst er um það að okkur krökkunum var bannað að leika okkur í klettunum, eða hafa þar nokkur ólæti, að jeg ekki tali um á gamlárskvöld, því að þá var huldufólkið að hafa vistaskifti. Aldrei hrapaði skepna ofan fyr- ir þessa kletta,' og sýndist það þó hættulegur staður. Það var þakk- að vewid huldufólksins. Einbýli mun hafa haldist að Sumarliðabæ fram yfir miðja 17. öld. Þá hefur Efra-Sumarliðabæ verið skipt úr láhdareigninni, og síðan verið kall- að Neðri- og Efribær. Ýmislegt bendir til þess, að Neðribærinn hafi verið aðalbýlið t. d. skipting túnsihs, sem er alleinkennileg o fd. Haglendi hefur ekki verið skipt milli jarðanna, svo mjer sje kunn- ugt. Annars fanst mjer að Neðri- bærinn ætti meira haglendi en Efri bærinn. Aftur á móti mun Neðri- Sumarliðabær eiga færri órnefni. Þannig eru t. d. nær engin teijandi örnefni í Neðra-Sumarliðabæjar túninu, en þó nokkuð inörg í E*ra- Sumarliðabæjartúninu, hvernig sem a því stendur. En það er vist, að örnefnafjöldi fer ekki eftir stærð jarða. Sennilegt er, að þeir, sem á jörðunum búa, eigi sinn þátt í því að skapa og viðhalda örnefnunum. Þegar jeg gekk um æskustöðvar mínar 1947 fannst mjer, sem ör- nefnin og eyktamörkin kölluðu til mín, og beiddu mig að standa við, tala við sig og g-loyma sjer ekki. og þótt engin mannleg vera væri í nánd, fannst mjer sem hjá mjer stæði fjöldi vera, sem allar töluðu sínu máli og sögðu sina sögu. Jeg tók því það ráð, að rita upp þau örnefni og eyktamörk, sem jeg sá og mundi eítir í Efra-Sumarliða- bæjarlandareign, ef vera kynni að það forðaði þeim frá gleymsku. Efri-Sumarhðabær er í evði, og hver veit, hvort hann byggist aft- ur. Býst jeg því tæplega við, að aðrir verði til þess að bjarga ör- nefnunum þar, eða muni þau betur en jeg, sem olst þar upp, en for- eldrar mínir bjuggu þar í 36 ár. — Fyr á tímum voru örnefni jarða nefnd daglega og oft á dag í sam- bandi við skepnuhirðingu, srnala- rnensku, fráfærur og heyskap. Nú eru allar skepnur innan girðinga, og engar fráfærur. Eyktamörk voru notuð í stað klukku, sólin „miðuð“ á vissum hæðum og hnúk- um, innan sjóndeildarhringsins. — Þetta bjargaðist vel, meðan sól var á lofti, en er kvöldaði tók „stjörnu- miðun“ við, því að í mínu ungdæmi þekti margt gamalt fólk þó nokkuð rnargar stjörnur á himninum, skipti nóttum í eyktir, eftir þeim. Þetta voru heimafengin „visindi“, þótt lítil væru. Holtamannahreppur hinn forni var 6 kirkjusóknir: Kálfholtssókn. Assókn, Háfssókn (Þykkvibær), A&bæjarsókn, Marteinstungusókn og Hagasókn. Sumarliðabær er i Kálfholtssókn, þrjá mílufjórðunga í austur landnorður frá Kálfholti, segir í Sóknarlýsingu Holtamanna- hrepps 1856. Tún beggja bæjanna liggja mót suðii. Hvergi í sveitirmi græuka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.