Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Page 13
tún eins fljótt á vorin og þar. Smá klettabelti skýlir gróðrinum fvrir norðan næðingnum. Eyktamörk Efra-Sumarliðabæj- ar eru sem hjer segir: Er sólina ber yfir Nónhólana í Lýtingsstaða- landi, er miður morgun. Dagmál á svo nefndum Brúnum, skarnt fyrir norðan Þjóðólfshaga. Þá var hádegi, er sólina bar yfir Hádegis- hnúk, sem er á milli Meiritungu (áður Moldartungu) og Þórisstaða, sem eru í Berustaðalandi. Þar eru tóftabrot. Selás, er smá ás. rjett fyrir austan Sel. Þegar sólina bar yfir þann ás, þá var nón. Á há- ásnum, vestur undan bænum. var miðaftan haldinn. í útnorður frá bænum (fyrir norðan túnga.rðinn) voru tvö Vörðuholt. Þegar sólina bar yfir vestra Vörðuholtið. voru náttmál að Efra-Sumarliðabæ. Efri-Sumarliðabær stendur á hól. Fyrir framan bæinn er steinstjett. Hlaðið er fram af bæjardyrum, austan megin við stóran kálgarð, sem liggur mót suðri, vestur eftir allri bæjarröndinni, fyrir neðan stjettina. Gata liggur frá kálgarðin- um vestur í túnfót, sem er kallað- ur Rani, og skiptir túninu í Efra- og Neðratún. Þar var heimreiðin vestan að bænum. Örnefni í túninu voru þessi: Fyr- ir neðan kálgarðinn, á neðra tún- inu, er Hlaðbrekkan og Enni og Sv-íri neðst. Fyrir vestan kálgarðinn neðan túngötu, er Eldiviðarhóllinn, austast á honum stóðu hesthúsin, á hólnum var þurkað hrossatað á vorin og síðan notað til eldsnevtis, Þar vestar og neðar var Bólbrekk- an, sljett að mestu. Þá komu Hryggirnir, neðar og vestar, alla leið vestur í túnfót, neðan götu. Fjósið stóð vestast í bæjarröndinni, frá því lá stígur út að bergvatnslind, sem aldrei þraut og kemur undan smá kletta- brún þar fyrir ofan. Fyrir vestan lindina var Leynimýri. Þar vestur IÆSBÖK MOROUNBLAÐSTNS ' ^ 4» af voru lambhúsin á dálitlum hól, sem hallar mót sólu. Heykuml var fyrir norðan þau. Þar vestur af var Litla-Kinn og Stóra-Kinn, en Dýja- lág á milli. Hesthús með kumli þar vestar á hesthúsflötinni, við tún- garðinn. Fyrir neðan Dýjalág, nið- ur að túngötunni, var krapt, en lágt þýfi, vestur í túnjaðar, kallað Harðhaus. þótti það harðslægt — Norðan við bæinn er heygarðurinn, þar voru heyin, þar norður af í brekkunni, mót suðri, var kartöflu- garðurinn. Eldhúsið var austast í bæjarröndinni. Frá eldhúsveggnum lá gata upp á Stöðulinn, þar var búsmali miólkaður, sjást enn kvía- tóftirnar. Stöðlum bæjanna skiptir spræna, sem rennur á milli þeirra, og svo í stokk, með töluverðu foss- falli ofan klettana, milli Efra- og Neðra-Sumarliðabæjar, alla )eið út í Steinslæk, sem rennur fyrir neð- an túnin. Stundum fjekkst silung- ur í þeim læk. Túnum bæjanna er skipt með garði, sem nær frá eystra horni kál- garðsins niður að Steinslæk Örnefni á engjum Efra-Sumar- liðabæjar: Varnargarður úr kökkum liggur frá túngarðinum, norðan við bæ- inn, alla leið vestur að Marka- keldu, sem skiptir löndum milli Efra-Sumarliðabæjar og Efri- Hamra, að vestan. Fyrir sunnan garðinn, og niður að Steinslæk og með honum. heim að garði, liggja engjarnar. Steinslækur skiptir lönd um milli Sumarliðabæjar og Þjóð- ólfshaga, að sunnan, vestur að Svartalækjarvaði, sem ber í Marka keldu. Fyrir neðan túnið í Efra- Sumarliðabæ er Lágamýri, þar neð- ar og austar Elftingarkrókur. Þar vesturundan Fosslág og Foss- brekka, sem dregur nafn af smá- fossi, sem rennur þar í stokk neðan Fossbrekku, þar er hylur í lækn- um. Þaðan í vestur er Sauðaból og Agðahvammur, vestur að Háanefi, sem er dálítil hæð. En fvrir austan Háanef er Háanefsteigur. Brúnir eru þar uppaf og Lágamýri austur- undan alveg heim að túni. Bugarn- ir eru milli Háanefs og Munda- króks en upp af þeim Vondaþýfi. Ofan við Mundakrók -er Ster- mýri, þar vex gulstör. Vestur und- an bænum er Ásinn, sunnan í hon- um vaxa hrútaber. Brekkan sú heit ir Hrútaberjabrekka. Fyrir véstan Ásinn er holt, sem heitír Einbúi. Vörðuholt er þar upp af. Skamt þaðan er Stapinn, og Ljóskolludý upp við garðinn. Frá Svartalækjarvaði liggia göt- ur upp í Ásinn og heim að kálgarði í Efra-Sumarliðabæ. Nokkru fyrir ofan varnargarðinn er Flatholt þá Miðás og Flóðarimi. Egghólar vest- ar. Þar er Eggjargrjót. Lengra aust ur er Selmýri, þar var reiðings rista. Þar ofar og austar voru ær- húsin og fjárrjettin, þar var fjeð rekið inn og rúið og lömbunum stíað á vorin. Flatholt er fyrir ofan húsin, en Langholt norð-austur af. Suður undan ærhúsunum eru Flóðin, Eystri- og Vestri-Flóðalæk- ur rennur eftir þeim. Vað er á hohum um mið Flóðin og heitir það Flóðalækjarvað. Kelda liggur frá vestri til austurs, eftir þeim, og er kölluð Illakelda. Öll eru Flóðin fúamýrar með djúpum pvttum, svo að nær engri skepnu er fært um þau, enda urðu þar oft slys á skepnum. Þar spratt gulstör og annað góðgresi. sem skepnur sóttust í. Skamt fyrir austan ærhúsin voru Sauðaliúsin á Sauðhússflötinni. Þar var kuml. Langholt er þar ofar og austar, og Langholtsbásar. Selhól 1 og Sel eru þar austar og ofar Þar var setið yfir lömbunum á vorin, eftir fráfærur. Seljabrekkur eru fyrir norðan Miðás _og Brattholt fyrir norðan Sauðahúsin. Þá Mjp- skjónumýri og Laugarþolt,.en F.Qrn mannagarður efst á landamærum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.