Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Page 16
428 T'T LESBÖK MORGUNBLAÍ)SINS a j^in^uöííiim Pessi mvndasaga gerðist á sam- komudegi á Þingvöllum í sumar. 1. Tveir ölvaðir ungir piltar fengu sjer bát og ætluðu að róa. En það fór svo, að þeir hvolfdu undir sier. Annar kom fyr fótum undiv sig og ætlaði nú að bjarga fjelaga sínum, sem hann hjelt að væri að drukna. 2. Það varð kaup kaups. Björg- unarmaðurinn stakst á hausinn og nú er hinn að bjarga. 3. Svo er haldið til lands. 4. Á bakkanum bíða áhorfendur og ætla að taka á tnóti þeim. 5. En þá kemur þeim nýtt til hugar. Þeir hafa tapað brenpisíns- flösku úti í ánni og svo er lagt af stað aftur að leita. 6. Leitin að brennivínsflöskunni. Hún stóð í nokkra stund, en bar engan árangur. 7. Og flóskulausir snúa kapparn- ir við. 8. Þeim tekst að ná landi (Ljósm. Ól. K. Magnússon). V V ^ V FEKK NÓG Hagfræðingur hætti við að fara í golfleik og tók að sjer að gæta barnanna á meðan konan færi í búðir. Þegar hún kom heim aftur afhenti hann henni þessa skýrslu: Þerði tár: 9 sinnum. Batt skó: 13 sinnum. Blöðrur keyptar: 3 handa hvoru barni.. Meðalaldur blaðranna: 13 sek- úndur. Börnin vöruð við að fara út á götu: 21 sinni. Börnin fóru út á götu: 21 sinni. Hve oft jeg vil gæta þeirra fram- vegis: 0 sinnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.