Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Blaðsíða 5
LESBÖK MOKGUNBEAÐSJLNS
545
Þverskuröur aí kúsi Mandana (Teikn. Catlins).
yíir þau og hengd fyrir framan þau
dýrindis skinn (ársalur). Þau voru
rist í lengjur eins og kögur, eða
fagurlega útsaumuð. Við hvert rúm
voru háir stuðlar, og hengu þar á
vopn manna. Á einum stað var önd-
vegi, hærra en önnur sæti. Þar sat
húsbóndinn þegar hann tók á móti
gestum.
Á Norðurlöndum voru flest hús
ferhyrnd á miðöldum, en þó voru
þar til hringlaga hús og þakin torfi,
eins og hjá Mandönum. Algengast
var að liús voru síreft og tróð úr
berki haft undir torf. Sjaldnast
voru á þeim gluggar nema á stöfn-
um, en altaf ljóri í mæni til þess
að reykur gæti farið út og birta
komið inn Þar undir var eldurinn
í stokki í gólfinu. Stokkurinn var
gerður úr hellum, sem reistar voru
á rönd. Rúmin voru líka úti við
veggi, og stundum lokrekkjur, ann-
að hvort þiljaðar, eða dregið fyrir
þær. En hvort sem var, þá var hað
fagurlega skreytt. Við hvers manns
rúm liengu vopn hans. Og í hverju
húsi var öndvegi, þar setn liústíónd-
inn eða höfðinginn sat.
Þetta er í sem fæslum orðum
lýsing á íbúðarhúsum á Norður-
löndum, þar sem gnægð var timb-
urs. Og það er ekki nema eðlilegt
að leiðangursmenn Páls Knútsson-
ar hafi reynt að byggja í líkum
stíl. Aðalmunurinn, sem hjer er á,
er sá að í Noregi voru gaflar í hús-
um og mæniás, en Mandanar höfðu
toppmyndað þak. Að öðru leyti eru
húsin mjög lik og það er ekki mik-
inn mun að sjá á þverskurði af
húsi Mandana og þværskurði af
húsi, sem birtist í bók dr. Valtýs
G uðmundssonar „Privatboligen
paa Island."
Á sljettunum i Dakota hefur ver-
ið mjög örðugt að fá hæfilegt efni
í sperrur vegna skorts á beinum
trjám. Auk þess hefur skort nauð-
synleg smíðatól til að smíða sperr-
ur. Þess vegna er þaö eðlilegt að
horfið liafi verið að hinu einfald-
ara byggingarlagi, sem tíðkaðist í
Noregi, en það voru hringbygð hús,
þakin með torfi. Á nyrstu eyum
Noregs, þar sem lítið er um timbur,
var þetta byggingarlag algengast á
miðöldum. ítalskur skipstjóri,
Pietro Quirini, sem strandaði norð-
arlega í Noregi árið 1432, hefur lýst
mjög ýtarlega lifnaðarháttum
manna þar. Þar segir hann að öll
íbúðarhúsin á eynni Röst, þar sem
hann dvaldist vetrarlangt, hafi ver-
ið hringbygð með toppþaki og ljóra
á. Slíkar byggingar nefna þeir líka
dr. Valtýr og Ivar Aasen, og þær
eru svo að segja nák'væmlega eins
og hús Mandana. Sá er aðal mun-
urinn að i Noregi var börkur hafð-
ur í tróð til að verja fúa, en Mand-
anar notuðu skógarlim. Þessi mis-
munur stafar auðvitað af þvi, hvort
efnið ýar hægast að ná í á hvorum
stað. Og sá er munur á húsgögn-
um að Mandanar áttu engar hirsl-
ur, en það hefur staíað af því að
þeir gátu ekki smiðað þær vegna
verkf æi aleysis.
Auðvitað verður ekki sagt með
neinni vissu um uccrúna húsastils
Mandaaa, en það er ekkert í hon-
um er rnæli á móti því að lianti sje
frá Noregi koininn.
I'orfeöurnir voru norrænir
Niðurstöðurnar af þessum athug-
unum verða þvi þessar:
1. Mandanar voru að r.okkru leyti
komnir af hvítum mönnum.
2. Þessir hvítu menn hljóta að
hafa haft blá augu og ljöst hár og
hafa verið kristnir.
3. Þeir höfðu komið yfir hafið á
„stórum báti.“
4. Hús Mandana voru gjörólík
um byggingarlag og annað lag á
þaki og efniviður í því, lieldur en
hjá öðrutn Indíánum, en sams kon-
ar og þau hús, sem bygð voru í
Noregi a miðöldutn.
5. Skamt frá Mandan-þorpí fann
Verendrye stein með áietrun. er
líkist mjög norrænum rúnutn.
6. Mandanar áttu fyrrum heima
skarnt þaðan er Kensington-steinti-
inn fanst.
Alt þetta bendir ótvírætt til letð-
angurstnanna þeirra, sem nstu t un'
irnar á Kensington-steininn. Þeir
voru af norrænum stofni með bla
augu og Ijóst hár. Þeir komu yíir
hafið a ,.stormu bati“ í heimahog-