Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Page 10
550
LESBÖK MORGUNBI -AÐSIN9
Gander lætur stjórnmál töluvert til
sín taka líkt og aðrir menn á Ný-
fundnalandi. Að þessu leyti svipar
honum og þjóð hans til okkar ís-
lendinga, sem alltaf erum að
þvarga um stjórnmálin.
„Landsmenn Nýfundnalands hafa
sjerstaklega mikinn áhuga á stjórn
málum um þessar mundir,“ sagði
Tilley. „Þetta ketnur til af því; að
undanfarið hafa staðið yfir kosn-
ingar um það, hvort við vildum
verða sjálfstæð þjóð, fá samveldis-
aðstöðu við Kanada eða halda á-
fram að vera undir Breta gefnir.
Fáir eru því fylgjandi, að við höld-
um áfram að vera undir Breta gefn-
ir en þegar til kosninga kom um
það, hvort við skyldum verða sjálf-
stæð þjóð eða gerast 10 ríkið í ríkja
sambandi Kanada þá skiptust menn
nokkurn veginn í tvo helminga.
52,5% kjósenda greiddu atkvæði
með því, að gerast hluti af Kan-
ada, svo að líklegast komum við
til með að ganga inn 1 kanadiska
ríkjasambandið í apríl í vor.“
Sjálfstæðishreyfingin
En flugvallarstjórinn Rex Tilley
benti líka á að nokkrar undanfarn-
ar vikur og mánuði hafi hinir svo-
kölluðu Ábyrgu (the Responsib-
les) haldið úti miklum áróðri á
móti því að Nýfundnaland gerist
hluti af Kanada. Undir forystu
major Peter Cashin og útgerðar-
mannsins Chesley Crosby hefur
þessi stjórnmálaflokkur gengist
fyrir því að safna undirskriftum
undir skjal, sem krefst fulls sjálf-
stæðis fyrir landið. Þeir segjast
geta fengið 100 þúsund kjósendur
til þess, að skrifa undir skjalið, en
það er meira en 80% af öllum kjós-
endum landsins.
„Við íbúar Nýfundnalands erum
230 þúsundir," sagði Tilley, „en 149
þúsund manns tóku þátt í kosning-
unum um örlög landsins. Ef þeir
Ábyrgu geta fengið 100 þúsund
manns til að skrifa undir sjálfstæð-
iskröfuna, verður sennilega stofnað
sjálf?tætt Nýfundnaland, þótt við
höfum þegar farið fram á að gerast
hluti af Kanada í apríl í vor.“
Labrador er pó'litískur hluti af
Nýfundnalandi, þótt það sje hluti
af ameríska meginlandinu. Þar er
annar mikið notaður flugvöllur á
norðurhveli, sem kallaður er Goose
Bay. íbúar Nýfundnalands stunda
mikið lax- og fiskveiðar við Labra-
dor og þar er mikið skógarliögg.
Ferðamannaland og veiði
Nýfundnaland er líka töluvert
mikið ferðamannaland. Þar er mik-
il lax- og silungsveiði og mikið er
þar af fugli og stærri dýrum svo
sem hreindýrum og dádýrum, svo
að markvissir menn hafa nóg að
gera í Nýfundnalandi.
Ganderflugvöllurinn er einar 230
mílur frá St. John, svo hann vær-i
mjög einangraður, ef flugvjelarnar
heldu honum ekki í sambandi við
umheiminn. Á Gander er ekkert
annað fólk en það, sem vinnur við
völlinn. Þar eru um það bil 2000
manns núna.
Þegar jeg spurði Tiiley flugvall-
arstjóra hvort honum leiddist ekki
á Gander sagði hann:
„Nei, ekki minnstu vitund. Hjer
er alltaf nóg að gera. Þótt bíóin
sjeu ekki mörg (ekkert) og nætur-
klúbbarnir ekki fleiri er hjer ótal
margt til skemtunar. Maður getur
farið út á vatn að veiða og svo get-
ur maður farið inn í skóg að skjóta
fugla og dýr.... og svo þegar mað-
ur er orðinn leiður á því getur mað
ur aftur farið að veiða.... og veiða
.... og veiða....“
Ekki vissi jeg hvort hann var að
gera grín að ástandinu á Gander,
en víst er um það að hann talaði
alvarlegri röddu og var alt annað
en spotskur á svipinn. Kannske er
svona gaman að veiða. ... og veiða
.... og veiða.... og veiða....
Ekki er til setunnar boðið
Við íslensku farþegarnir með
Geysi hefðum vafalaust þáð að
staldra lengur við á Gander. En
ekki var til setunnar boðið eftir að
búið var að gera við góða kertið í
flugvjelahreyflinum, sem varð þess
valdandi, að við fengum að skoða
okkur svolítið um í landi, sem við
hefðum sennilega aldrei haft tæki-
færi til að kynnast neitt, ef það
hefði ekki verið fyrir kertið góða.
Eftir að 35 íslenskir flugfarþegar
höfðu sest inn í Geysi og flugþern-
urnar talið okkur alla eins og smala
maðurinn rollurnar sínar, fóru
hreyflar Geysis af stað að nýju, og
undir stjórn unga og örugga flug-
stjórans, Alfreðs Elíassonar, held-
um við á móti nóttinni og New
York í suðvestrinu.
>W
DESEMBER
Geföu jóla glaöa tíö,
geialum njólu valda
siljurból og svellahlíö
svæfa gjólu kalda.
Eins og voga ösli köld
öldusog af grœöi
fagurloga litafjöld
lofts um boga flæöi. 1
Láttu geisast logaflóö,
Ijósa reisast falda,
sólhvolf þeysa í sigurmóö
seguleisu kalda.
Elívogum úrgum hjá,
eldaflog þar striöa,
fjendur voga varla á
vofurlogum ríöa.
%
BENEDIKT EINARSSON,
Miðengi.