Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Page 1
bóh JUnrpwlrIm 13. tölublað. Sunnudaginn 3. apríl 1949. XXIV. árgangur. OLYMPÍULEIKARNIR OG ALÞJÓÐANEFNDIN Samtal við Benedikt G. Waage EINS og kunnugt er starfar al- þjóðanefnd, er skipuleggur 01- ympíuleikana og ákveður í hvert sinn hvar þeir skuli háðir; en þeir fara venjulega fram fjórða hvert ár; víðsvegar um heim. Fyrir hönd íslands á 'Benedikt G. Waage, forseti ÍSI, sæti í þessaii nefnd. Fyrir nokkru hitti jeg Bene dikt og bað hann að segja mjer frá störfum þessarar nefndar og þeim kynnum, sem hann hefir fengið af þessari mikilvægu starf- semi með þátttöku sinni í hinni ai- þjóðlegu fastanefnd. Hann skýrði frá á þessa leið: Boðinn á fund. Snemma á árinu 1946 fjekk jeg brjef frá Alþjóða Olympíunefnd- inni með tilmælum um að jeg kæmi á fund í Sviss í byrjun sept- ember það ár. Hún er oftast nefnd með skammstöfun C. í. O., er táknar: Comité International Olympique = Alþjóða-Olympiu- nefndin. Fund þennan átti að halda í Lausanne. Ben. G. Waage og Sigfrid Edström Mjer var ekki ljóst hvað tilefn- ið var til þessa boðs og sinnti jeg því lítið fyrst í stað. En fjekk nokkru síðar brjef frá forseta nefnd arinnar, J. Sigfrid Edström, þar sem hann ítrekaði þetta, og bar fram eindregna ósk um, að jeg kæmi á fund þennan. Auðvitað ljek mjer hugur á, að komast á fundinn, þó jeg vissi ekki í fyrstu fullkomlega hvert erindið var, þangað til að forseti nefndarinnar, Edström, skrifaði mjer og sagði, að um það væri að ræða að kosinn yrði fulltrúi fyr- ir ísland til að taka sæti í alþjóða- Olympíu-nefndinni. Sumarið 1946 fór jeg með ís- lensku íþróttamöpnunum, sem tóku þátt í Evrópumótinu í Osló, ásamt mörgum öðrum þjóðum. Þar var líka ítalskur íþróttaflokkur. For- ingi hins ítalska íþróttaflokks kom til mín einn dag, meðan jeg dvaldi í Osló og inti mig eftir því, hvort jeg væri ekki á leiðinni til Sviss. Jeg sagði sem var, að það hefði komið til mála. Erfitt var um flugsamgöngur þangað suðureftir. En ítalirnir voru þarna með sjerstaka flugvjel og bauð þessi ítalski íþróttaleið- togi mjer að verða þeim samferða suður til Ítalíu (Mílanó), þegar Oslómótinu væri lokið. Fórum við fyrst til Gautaborgar. Þar tóku

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.