Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Page 10
182 LESBOK MORGUNBL'vDSINS oy fann G. Powell 1820. Þar hefir stjórnin í Argentínu reist veðurat- huganastöð, með leyfi Breta. FRÆGASTAR eru Falklandsey- ar fyrir sjóorustuna miklu, sem þar var háð árið 1914 begar breski flotinn, undir forustu Sturdee flota foringja vann sigur á þýskum flota undir forustu von Spee greifa. Þessi þýski floti hafði herjað um sunnan vert Atlantshaf og jafnvel inn í Kvrrahaf og sökt mörgum skipum. Breski flotinn lá í levni fyr ir honum í Stanleyhöfn, og þegar þýski flotinn ætlaði að fara norð- ur í Atlantshaf aftur, kom sá breski í veg fyrir hann og sökti öllum skipunum nema einu. Þar fóru hin stóru vígskip Þjóðverja Scharn- horst og Gneisenau, auk beitiskipa nokkurra. Stanley-höfn hefir orðið æ þýð- ingarmeiri sem kolastöð fyrir skip, er sigla suður fyrir Ameríku, og ekki hefir dregið úr því síðan Pan- amaskurðurinn var opnaður. LENGI vel höfðu Bretar ekki annað en útgjöld vegna Falklands- eya. En þetta breyttist er stundir liðu og landbúnaður jókst og hvala veiðar byrjuðu fyrir alvöru. Einu sinni var framleiðslan af hvallýsi þarna meiri en á öllum öðrum stöðum í heimi samanlagt. Fyrir stríð var flutt út þaðan hval- lýsi fyrir 4 miliónir sterlingspunda á ári. Árið 1946—47 nam útflutn- ingurinn 2,7 miljónum sterlings- punda, en þess ber að gæta að nú eru hvalaveiðar nokkuð takmark- aðar. Hvalveiðatíminn er nú frá því í desember og fram í apríl. Ýmsar þjóðir stunda þar hvala- veiðar, en nú er bannað að drepa fleiri en 16.000 bláhveli á ári. SKÓGAR eru engir á Falk- landseyum, en þar er nógur mór í jörð og er hann hafður til eld- neytis. Engin landdýr eru þarna, nema ef telja skyldi hina óflevgu mörgæs til landdýra. Af henni er þarna ótölulegur grúi og verða þó vanhöld mikil á ungunum. Er tal- ið að ekki muni komast upp nema svo sem fimti hluti þeirra. Á sauðfjárræktina hefir áður verið minst. Fjeð var flutt þangað frá Patagoníu og hefir þrifist á- gætlega. En erfitt var að ná því. Menn tóku sig saman og fóru til Argentínu til fjárkaupa Á beim árum mátti Patagonía kallast alveg ókannað land, og þeir vissu ekk- ert um þær vegalengdir og torfær- ur, sem þar voru. En þessir Falk- lands-búar voru karlar í krapinu og þeir ráku fjeð mörg hundruð mílna veg um eyðilönd og veg- leysur. Sumir voru tvö ár í þess- um leiðangri. En fjenu komu þeir heim til Falklandseya, og afkom- endur þeirra eiga nú sum stærstu sauðfjárbúin. JARÐFRÆÐILEGA cr talið að Falklandseyar sje hlu'ti af amer- íska meginlandinu. Þær eru yst á grunninu fyrir austan Magellan- sund. Fjöllin eru efst úr kVartz, en að neðan úr sandsteini. Yfirleitt er landslag þar svipað og syðst í Suður-Ameríku. Mikið hefir verið leitað að málmum þar og hefir eitt- hvað fundist af koparblendingi á Graham-landi. En kol hafa hvergi fundist nema á South-Victoria landi. Þar eru þau aftur á móti í ríkum mæli og er talið að kola- lagið nái frá 75 gr. s. br. suður undir pól. En kol þessi hafa skemst mjög vegna þess að hraun- straumar frá eldgosum hafa farið yfir þau og grautast saman við þau. Þó er talið að víða muni kol- in óskemd, en það er u'tið gagn í því þar sem ekki er hægt að starf- rækia þarna námur vegna stað- hátta. Veðráttan er leiðinleg á Falk- landseyum. Þokur eru tíðar og stormar. Engir vegir eru þarna og verða menn að draga alt að sjer á sjó, eða flytja á hestum, en hvort tveggja er erfitt og hættulegt. Þó una eyarskeggjar vel hag sínum. Þeir eru kallaðir Kelpers, og eru hraustir og harðfengir. Þeir lögðu sinn skerf til hernaðarins nú síð- ast: 150 menn í hennn, 50.000 sterlingspund til flugvjela og 14.000 pund til Rauða krossins. Þykjast Bretar því eiga þeim gott að launa, og munu þeir seint láta undan kröfu Argentínu að af- henda henni eyarnar. X/ X/ X/ l/ Smælki í Crescent Park, Moose Jaw í Saskat- chewan fylki í Kanada, átti svanur sjer hreiður á tjarnarbakka. Einu sinni sáu menn að hann fór af eggj- unum og þangað sem önd nokkur kúrði í grasinu. Svanurinn gerði sig byrstan og rak öndina á undan sjer heim að hreiðrinu og ljetti ekki fyr en öndin lagðist á eggin. Hún var auðvitað of lítil til þess að geta breytt sig yfir hreiðrið, en svanurinn bætti úr því með því að rífa úr hreiður- börmunum og hlaða grasinu að önd- inni. Síðan fór hann út á tjörnina að leita sjer ætis og synti þar fram og aftur, en hafði þó altaf gætur á önd- inni. Þegar honum þótti timi til kom- inn, leysti hann svo öndina af hólmi og lagðist sjálfur á eggin. Enginn vafi er á því að hann fekk öndina til að liggja á eggjunum svo að þau kóln- uðu ekki á meðan hann brá sjer frá -------------o--- í anddyri á kvikmyndahúsi nokkru í Kaliforníu er ofurlítill gosbrunnur með vatnsskál umhverfis. Nú er fólki taiin trú um að það fái ósk sína upp- fylta, ef það fleygi pening í skálina. Og margir verða til þess, einkum börn og unglingar, sem altaf eiga nóg af óUppfyltum óskum. En einu sinni kom aldraður maður út af sýningu, gekk að skálinni, fleygði pening í hana og sagði: „Jeg vildi að jeg hefði ekki sjeð þessa mynd!“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.