Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 2
510 " LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um frá því sjera Sigurður í Vig- ur baðst undan embættinu. Sjera ísleifur Gíslason var af flestum talinn einn af mætustu mönnum í klerkastjett, og var vms- um mönnum kappsmál að fá hann fyrir dómkirkjuprest, einkum heldra fóikinu í bænum. En nú brá svo einkennilega við, að kveikt var hin mesta óvild gegn honum og alt kapp á það lagt að hann hlvti ekki embættið, heldur vrði þriðji maðurinn á kjörlista kosinn. Hinir óánægðu alþýðumenn, sem höfðu viljað fá sjera Ólaf Ólafs- son, lögðust einnig á þessa sveif til þess að sýna „höfðingjunum“ að þeir skyldu þó ekki ráða kosning- unni. Enda fór það svo, að sjera Jóhann Þorkelsson var kosinn með 319 atkvæðum, en sjera ísleifur fekk 76 og sjera Þorvaldur Jóns- son 7 atkvæði. Sjera Jóhann tók svo við embætti árið eftir og þjón- aði því fram til 1924. VEGIR forlaganna eru lítt rann- sakanlegir. Hefði sjera Ólafur Ólafs son verið í kjöri hjer við prest- kosninguna haustið 1889, mundi hann sennilega hafa verið kosihn, og þá er óvíst að nokkur fríkirkju- söfnuður hefði verið til hjer í Reykjavík. En þá var vöknuð all- mikil óánægja innan dómkirkju- safnaðarins. Um þetta segir sjera Ólafur Ólafsson svo í 25 ára minn- ingarriti fríkirkjusafnaðarins: „Mönnum var farið að þykja dauft og tómlegt í tjaldbúðum þjóðkirkj- unnar. Það var auðvitað logn og friður yfir vötnum kirkjunnar, en — það var farið að votta fyrir, að sumum væri farið að leiðast logn- ið og friðurinn, og einstaka manni var farið að detta í hug, að það væri nú reynandi að opna glugga, þó að því fylgdi sá ókostur, að það kynni að koma dragsúgur um stund. — Menn vissu, að hin eina kirkja bæjarms tók ekki nema brot af söfnuðinum, og þó var hún marg an helgidaginn meira en nóg. Menn vissu fyrir löngu, að hinn eini prest ur þjóðkirkjunnar var að sligast undir störfum sínum, samt var ekki settur annar prestur við hlið hon- um. Menn voru óánægðir með suma lagasetning í kirkjulegum málum“. Þetta síðasta bendir til þess, að sumarið 1899 setti Alþing lög um dagsverk, offur og lausamanna- gjald til presta og ljóstolla og lausa manssgjald til kirkju. Mæltist offr- ið (4krónur) sjerstaklega illa fyr- ir og jók stórum á þá óánægju, sem fyrir var. Ymsum mönnum leist þá ráðleg- ast að yfirgefa þjóðkirkjuna og fyrsta sporið í þá átt var, að eft- irfarandi yfirlýsing var látin ganga manna á milli: „Vjer undirritaðir, sem erum óánægðir með ýmislegt í fyrirkomu lagi þjóðkirkjunnar, og komnir til þeirrar sannfæringar að fríkirkju- fyrirkomulagið muni reynast heppi legra, og sje eftir hlutarins eðli í alla staði rjettara, lýsum því hjer með yfir, að vjer viljum taka þátt í að stofna fríkirkjusöfnuð hier í Reykjavík. Vjer viljum fylgja mál- efni þessu fram í einum anda mcð stillingu og staðfestu, og gera alt, sem í voru valdi stendur til þess, að það megi fá góðan framgang og verða til eflingar sannri trú og sið- gæði meðal vor“. Um þessar mundir var sjera Lárus Halldórsson nýfluttur hing- að frá Reyðarfirði, þar sem hann hafði þjónað fríkirkjusöfnuði um nokkur ár, hinum fyrsta, er stofn- aður var hjer á landi. Og þegar nú nægilega margir höfðu skrifað undir framanritaða yfirlýsingu, komu þeir saman á fund, ásamt sjera Lárusi, til þess að undirbúa stofnun fríkirkjusafnaðar. Og hálf- um mánuði seinna, hinn 19. nóvem- ber 1899, var söínuðurinn stoíuaö- ur og hlaut nafnið „Hinn evangel- isk-lútherski fríkirkjusöfnuður í Reykjav>k“. Nafnið var valið með tilliti til þess, að engum gæti bland ast hugur um það, að fríkirkjan starfaði á nákvæmlega sama trúar- grundvelli og þjóðkirkjan. Þessu nafni heitir söfnuðurinn enn í dag, og um trúargrundvöll hefur ekki verið breytt. Því er ekki að levna að þetta „brölt“ mæltist all misjafnlega fyr- ir í bænum. Sumum fannst, eins og einn prestur kvað upp úr með síð- ar, að hjer væri verið að gera „upp- reisn“ gegn kirkjunni. Aðrir töldu þetta loftbólu, sem mundi hjaðna von bráðar niður aftur. En sumir prestar voru þó svo víðsýnir ,að þeir töldu að þetta mundi verða til að glæða kirkjulíf í landinu. Og dómkirkjupresturinn, sjera Jóhann Þorkelsson, lýsti yfir því, að hann vonaði góðs af fríkirkjusöfnuðin- um — nýrrar lífsglæðingar í dóm- kirkjusöfnuðinum og kirkjulegrar samkepni. En sjera Matthías Joc- humsson tók þó af skarið, því að hann sagði þá í blaðagrein: „Hverju sem um fríkirkjuna hjer á landi verður spáð, er sjálfsagt að fylgja þeirri stefnu að veita hverjum söfn uði allan þann rjett og alt það frjálsræði, sem heildin ýtrast má þola, og heldur of mikið af frelsi en of lítið“. FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN fekk þegar viðurkenningu af rjettum stjórnarvöldum, þó að því til skildu, að söfnuðurinn kæmi sjer upp sómasamlegu guðsþjónustuhúsi. En það var hægar sagt en gert fyrir fátæka alþýðumenn að byggja kirkju, þar sem söfnuðurinn var auk þess fámennur í fyrstu. Sjera Lárus Halldórsson gerðist prestur safnaðarins og fekk söfnuð urinn fyrst inni í Góðtemplarahús- inu, og var fyrsta guðsþjónustan haldin þar 1. sunnudag í jólaíöstu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.