Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 523 áhuga Hughes fyrir fundinum. Hann reyndi að ná kaupum á land- inu, en þegar það tókst ekki, ákvað hann að koma steininum heim til sín. Það var nú hægar sagt en gert. Hann hafði aðeins son sinn 15 vetra til að hjálpa sjer og gamla húðar- bykkju, sem hann átti. En hann hafði lært ýmislegt á meðan hann stundaði námavinnu og varð þess vegna ekki ráðalaus. Byrjaði hann nú á því að búa sjer til stóran hjóla- sleða og ók honum þangað sem steinninn var. Það var í ofurlítilli brekku, en samt sem áður þurfti að lyfta steininum upp úr alldjúpri holu. í hvert sinn sem hann gat lyft steininum ofurlítið, setti hann aðra steina undir hann og smá- hækkaði hann þannig þangað til hann gat velt honum upp á sleð- ann. , En þótt þessu væri lokið var nú samt þyngsta þrautin eftir, að koma steininum heim. Það kom þegar í ljós að hesturinn gat ekki bifað sleð anum, Þá hefði nú margur gefist upp, en Hughes var ekki á því. Hann útbjó sjer nú hleypiblökk, líkt og sjómenn nota, og beitti hr-st- inum þar fyrir. Og með þessu móti tókst honum að hreyfa steininn. En smátt mjakaðist, aðeins nokkra þumlunga við hverja atrennu. Jarðvegur var gljúpur og sleðinn sökk í,- en trjárætur og gamlir fauskar stóðu fyrir. Einn daginn gekk þó svo vel að hann kom sleð- anum lengd sína. Þannig bisaði hann við steininn dag eftir dag frá því í ágúst og fram í nóvember. Mátti segja að á honum rættist málshátturinn: „Þolinmæði þraut- ir vinnur allar“, því að lokum var steinninn kominn inn á landareign hans sjálfs. Þá þóttist hann örugg- ur. Og nú sagði hann opinberlega frá happi sínu, og vænti þess að menn mundu streyma að til þess að ialu eteininn. Það fór sem hann grunaði að fregnin um þennan loftstein vakti forvitni manna og margir komu til að skoða hann, jafnvel alla leið frá Portland. En jafnframt komu skilaboð frá „Oregeon Iron and Steel Company“ um það að hann skyldi skila steininum þegar í stað. Hann þvertók fyrir það. Og þá höfðaði fjelagið mál gegn honum. Málið kom fyrst fyrir hjeraðs- rjett og þar tapaði Hughes því. En almenningur dáðist að dugnaði Hughes og fanst þessi dbmur rang- látur. Og nú komu vísindamenn til að skoða steininn. Það þótti svo sem sjálfsagt að hann yrði settur á eitthvert náttúrugripasafn. En við hvern var að semja um kaup á steininum? Hver átti hann? Mál- inu var áfrýað. Lögfræðingar fjelagsins höfðu nú komist að því að samskonar mál hafði komið fyrir í Iowa 1890. Prófessor nokkur hafði keypt loft- stein af manni, sem fundið hafði hann í akri sínum. En landið var ríkiseign og dómstóllinn dæmdi svo, að steinninn væri hluti af landinu. Nú varð útlitið ískyggilegra fyr- ir Hughes. En lögfræðingur hans var ekki af baki dottinn. Hann helt því fram, sem satt var, að enginn hefði sjeð steininn falla til jarðar og enginn vissi hve lengi hann hefði legið þarna. Hann helt því fram, að Indíánar hefði haft átrúnað á þennan stein. Og hann leiddi Indí- ána sem vitni. Þeir báru það að þetta væri rjett, menn hefði haft átrúnað á steininn og hans hefði verið gætt eins og dýrmætrar eign- ar. Og nú stóð það í lögum, að’sá ætti fund, sem fann einhverja giipi eða hluti, sem Indíánar höfðu eign- að sjer eða átt. Nú mátti segja að fremur væri sókn en vörn af Hughes hendi, og dómstóllinn var í vandræðum með rnálið. En samt fór svo aö Hugh- es tapaði. Dómstóllinn komst sem sje að þeirri niðurstöðu, að þar sem hvítur maður, er kunni vel til vinnubragða og hafði nokkur áhöld, hafði átt svo eríitt að flytja stein- inn, þá væri það útilokað að Tndí- ánar hefði getað flptt hann með sjer og kastað eign sinni á hann, Steinninn hefði því altaf verið á sínum stað. Náttúrugripasafn ríkisins vildi endilega eignast steininn, og nú tók það upp samningaumleitanir bæði við Hughes og fjelagið um kaup á honum. Lokadómur í málinu fell í júlí 1905. Hughes tapaði og nokkrum mánuðum seinna keypti safnið steininn af fjelaginu fvrir 20.600 dollara. Og enn í dag er þetta „stjörnuhrap“ til sýnis í Havden Planetarium. Nú eru það lög í Bandaríkjun- um að sá á loftstein sem landið á er hann liggur á. En menn draga þó enn í efa hvort rjett og drengi- lega hafi verið farið með Hughes. Og fundist hafa gamlir dómar í Ev- rópu, þar sem úrskurðað er að loftsteinar geti ekki fylgt því landi, sem þeir falla á af tilviljun, heldur sjeu þeir eign- þess er finnur. Og vísindamenn vilja gjarnan að lög- unum sje breytt þannig að allir loftsteinar sjeu eign hins opinbera, en að það greiði há fundarlaun fyr- ir þá, vegna þess að þeir sjeu mjög' dýrmætir fyrir vísindin. (The Natural History Magazine). V V V V LITIR hafa marga eiginleika. Gulir stafir á dökkum grunni eru t. d. meir áberandi en hvítir stafir á dökkum grunni. Ef einhver hlutur -er málaöur rauður, þá virðist hann þyngri heldur en hann er i raun og veru, en sje hrnn málaður blár eða ljósgulur, þá virðist hann ljettari. Grænn litur er róandi. Einu sinni voru mikil brögð að því að sjálfsmorðingjar steyptu sjer út af Blackfriars brú í London. En svo var brúin máluð græn. Eftir það fækkaði sjálísmorðum þar um þriðjung.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.