Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 521 4. ÆSKULÝÐSFJELÖGIN „4 H“ Besti fjelagsskapur í Bandaríkjunum UM ALLAR sveitir Bandaríkjanna starfar nú æskulýðsfjelagsskapur. scm nefnist „4 H“. Það er óvenju- legt nafn, en hin fjögur H þýða: „Hugur, hjarta, hönd og hreysti“ og er dregið af því, að þegar ung- lingur gengur í fjelagið, heitir hann því að æfa hug sinn til aukins skarp leika, hjarta sitt til aukins þegn- skapar, hönd sína til meiri afkasta og hreysti sína til heilbrigðara lífs „fyrir fjelagsskapinn, þjóð og heimahaga“. Enginn veit með vissu hvernig þessi fjelagsskapur spratt upp. Eru um það ýmsar sögusagnir og get- gátur. Sú sennilegasta er, að hann sje sprottinn upp af fjelagsskap, er bændur í Louisana ljetu syni sína stofna árið 1910, til þess að ala upp svín og gera svínakynbætur. Síðan færðist þetta út og fjelagsdeildirn- ar tóku sjer miklu fleiri verkefni. Menn sáu að þetta var holl og góð æskulýðshreyfing og margir studdu hana af ráðum og dáð og nú er hún styrkt af landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Fjelögin eru nú samtals 81.000 og í þeim eru rúm- lega 2 miljónir af unglingum frá 9 til 21 árs aldurs. En samtals hafa verið í þessum fjelagsskap um 14 miljónir manna og kvenna. Og margir halda því fram að þetta sje nytsamasti fjelagsskapurinn í Bandaríkj unum. Tilgangur fjelagsins er að gera allar jarðir betri en þær eru nú, og bæta húsakynni á þeim. Þess- um tilgangi eiga ungmennin að ná eftir ótal leiðum. Þau helga starf sitt kynbótum nytjajurta og hús- dýra, þekkingu á jarðabótum, fegr- un úti og inni, þekkingu á rafmagni og notkun vjela, bættum vinnu- brögðum, hagnýting nýrra og betri áhalda og þar fram eftir götunum. Stúlkur taka jafnan þátt í þessu og drengir, en auk þess leggja þær stund á matreiðslu, niðursuðu, saumaskap og hagsýni í heimilis- störfum. Þetta er þess vegna nokkurs kon- ar skóli. Og það sem ungur nemur, gamall temur. Kjarni námsins er sá, að læra sem fyrst af eigin reynslu, jafnframt því að færa sjer í nyt þekkingu annara sem eldri eru. Þetta er áhugastarf og sam- kepnisstarf, sem vekur gleði og sjálfsbjargarhvöt, og kemur fjelags mönnum og þjóðinni allri að miklu gagni er stundir líða. Sá, sem gengur í fjelagið velur sjer eitthvert verkefni við sitt hæfi. Það er máske fólgið í því að ala upp kálf, svín eða lamb og hirða um það að öllu leyti. Eða þá að hann tekur að sjer að koma upp hænsahóp og kynbæta hænsin. — Sumir taka að sjer skák úr akri og heitstrengja að láta hann gefa betri uppskeru en nokkru sinni fyr. Þá getur og verið að einhver taki að sjer að útrýma rottum í sveitinni. Aðrir setja sjer það markmið að koma á éndurbótum í rjómabúun- um o. s. frv. Én hvað sem fjelags- menn taka að sjer, þá eiga þeir að gera það sjálfir. Lendi þeir í ein- hverjum vandræðum geta þeir leit- að upplýsinga, annað hvort hjá fje- lögum sínum, eða ráðunautum, sem fjelagsmenn mega leita til. Ráðu- nautarnir eru menn, sem hafa þekk ingu á öllu, er að búskap lýtur, og þeir hafa gerst sjálfboðaliðar í þessu starfi. Þeir eru nú alls 203.000 í öllum ríkjunum. Samkepni er driffjöður fjelags- skaparins. Fjelagsmenn keppa hver við annan, og fjelögin keppa sín á milli um bestu afrek og árangur. Þar er jafnvel samkeppni milli ríkj- anna. Þeir, sem skara fram úr, fá verðlaun. Og svo koma þessir verð- launamenn allir saman á ráðstefnu í desembermánuði ár hvert til þess að ákveða hver hafi skarað fram úr öllum öðrum. Þessar ráðstefnur eru haldnar í Chicago og nefndar þjóð- fundur „4 H“ fjelaganna. Meðal þeirra, sem fengu viðurkenningu í fyrra fyrir framúrskarandi starf, var seytján ára stúlka, Maurice Steyer. Hún hafði gengið í fjelags- skapinn þegar hún var sjö ára, og byrjaði á því að sauma föt handa sjálfri sjer og fegra til í kringum húsið. „Og þegar jeg hafði fengist við þetta um hríð óx mjer sjálfs- traust, svo að jeg hef gert ýmislegt annað líka,“ sagði hún. Þetta „ým- islegt annað“ var meðal annars það. að hún hafði endurbætt útsæði plantna, alið upp nautgripi og selt, og soðið niður matvæli í mörg hundruð dósa. Á þessum tíu árum hafði hún unnið sjer inn 11.718.47 dollara og fengið 700.00 dollara verðlaun. Truman forseti afhenti henni sjálfur viðurkenningu fyrir framúrskarandi dugnað á þessari ráðstefnu. Nú er hún komin í há- skólann í Nebraska og stundar nám við landbúnaðardeild hans. Annar fjelagi, sem fekk viður- kenningu þarna, var piltur, sem LaVerne E. Hall heitir. Þegar hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.