Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1949, Blaðsíða 9
517 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ítnon. JJóli. ^uúcjúólóóon clr. SAGA MANNSANDANS Ílýaóla U L Jf JJ. B, amaóon MANNKYNSSAGAN hefir verið villandi, röng og hœttuleg, eins og hún hefir verið skráð og kend að undanförnu. Hún hefir lofsungið harðstjóra og hershofðingja, scm hafa valdið múgvígum, brent borgir og bygðir og verið verstu fjendur framþróunarinnar. Hún hefir spilt vináttu þjóða, viðhaldið hatri og tortrygni, sem síðan hafa leitt til nýrra styrjalda. Þetta hafa Samcinuðu'þjóðirnar nú viðurkent og að nauðsynlegt sje að breyta um kenslubækur í mannkynssögu. — I eftirfarandi grein segir dr. Símon Jóh. Ágústsson frá bók, sem er að koma út og er hin rjetta mannkynssaga. ÞAÐ rit Ágústs H. Bjarnasonar. sem mestum vinsældum hefur átt að íagna bæði meðal lærðra og leikra, er Yfirlit yfir sögu manns- andans, sem kom út i 4 bindum á árunum 1906—1915: Austurlönd, Hellas, Vesturlönd og Nítjánda öld- in. í þessari veraldarsögu kvað við annan tón en í hinum hefðbundnu yfirlitsritum um menningarlega þróun mannkynsins, þar sem uppi- staðan var pólitísk valdastreita og styrjaldir. Hjer er lýst hugsjónum þeim, sem bestu menn allra rlda hafa gert að leiðarljósi sínu. Þessi menningarsaga hafði á sínum tíma mikil og víðtæk áhrif, einkum á ungu kynslóðina, svo að segja má, að hún hafi lengi verið aðalgluggi íslenskrar alþýðu út að heimsmenn ingunni. Marga menn, sem nú eru miðaldra, hef jeg heyrt segja, að Yfirlit yfir sögu mannsandans hafi átt meiri þátt í því að vekja þá til fyllra skilnings á heiminum og mannlífinu en nokkur önnur bók, sem þeir áttu þá kost á að lesa. Þessar bækur eru líka allar eða flestar fyrir löngu horfnar af bóka- markaðinum og sumar orðnar harla torgætar. Nú hefur Ágúst tekið sjer það fyrir hendur að rita þetta mikla verk sitt að nýju, auka við það og breyta því. Eru þegar komin út tvö fyrstu bindin; alls er ráðgert, að þau ver'ði sex, og komi lit á næstu þremur árum. Fyrsta bindið, Forsaga manns og menningar, er nýritað, og hafa engir kaflar þess áður birst á prenti. Því er skipt í fimm þætti: I. Sköpun eða þróun. Er þar í stuttu máli rakin saga lífsins hjer á jörðu áður en maðurinn kom fram. II. kaflinn nefnist Tilkoma manns og menningar. Þar er lýst hinum elstu mönnum og menningu þeirra, eftir þeim gögnum, sem fundist hafa (bein, verkfæri og áhöld, teikningar og ristur, bygg- ingar og önnur mannvirki). Er kafli þessi stórfróðlegur, enda er mjer ekki kunnugt, að áður hafi verið ritað um þetta efni á íslensku, a. m. k. ekki í heildarsamhengi. III. kaflinn fjallar svo um Upptök rit- máls og andlegrar menningar. Hjer er við færri gögn að styðjast en að því er tekur til verklegrar menn- ingar, en því meir af kenningum og tilgátum. Rekur höfundur skil- merkilega skoðanir ýmissa fræði- manna um þessi efni og dregur Ágúst H. Bjarnason fram margar athyglisverðar stað- reyndir. IV. kaflinn greinir frá óæðri trúarbrögðum. Er þar veitt yfirlit yfir þróun trúarbragða með- al frumstæðra og forsögulegra þjóða. Hallast höf. að því, að hin svo nefnda kyngitrú sje elst og frumstæðust. Trúa ýmsir frum- stæðir menn því, t. d. Ástralíu blá- menn, að í stokkum og steinum, jurtum, dýrum og mönnum geti búið einhvers konar afl (mana), sem sje undirstaða lífs og anda og geti valdið margvíslegum kynjum og snúist ýmist til ills eða góðs. Af þessum átrúnaði er svo trúin á stokka og steina og blætidýrkunin sprottin. Kyngikraft þennan hugsa menn sjer þó ekki sem sál eða persónu, heldur sem ópersónulegt lífs- og sálarafl, er magnar þann mann, dýr eða hlut, sem það býr með. í síðasta kaflanum Framþró- un trúarbragðanna, rekur höfund-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.