Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Síða 4
528
Varð Jóni hált á þessu, því að
1749 varð hann að segja af sjer
embættum vegna drykkjuskapar
og sjóðþurðar. Hann fluttist að
Arnarhóli til Gn'ms lögrjettumanns
Jónssonar,' téngdasonar síns, árið
1752 og anáaílist þar þremur árum
síðar. Margir hafnkunnir menn eru
af horium komnir.
NÚ ER þar , til máls að taka er
Þorgerðup í Ánanaustum hafði rif-
ið niður : Jönguhausinn og brent
spýtunum úr honum og hugðist
þar með hafa afstýrt vandræðum.
En svo fór þó eigi. Það kvisaðist
fljþtt, hvort sem Jón í Ánanaustum
eða Guðbranclur hafa sagt frá því,
að í Ánanaustum hefði skeð það
reginhneyksli og forneskjuskapur,
að lönguhöfuð hefði verið sett á
stöng. Þetta barst til eyrna Jóni
Hjaltalín og tók hann þá rögg á
sig og fór viku seinna vestur að
Ánanaustum, ásamt Jóni Ólafssyni
hreppstjóra, til þess að rannsaka
þetta mál.
Nú voru hjónin í Ánanaustum
yfirheyrð og ennfremur Guðbrand-
ur Klemenssön og máske einhverj-
ir fleiri. Komst það nú upp að
unglingspiltur um tvítugt, Illugi
Bjarnason, ættaður frá Kópavogi,
hefði reist upp stöngina með
lönguhausnum. — Meðgekk hann
þegar að hafa gert þetta.
Hjeraðsdómarinn ljet nii Þor-
gerði sækja lönguhausinn þangað
sem hún hafði skilið við hann og
settU þeir báðir, hann og hrepp-
stjóri, innsigli sín á hausinn og tóku
hann til sín. Enn fremur höfðu þeir
á burt með sjer birkilurkinn, sem
lönguhöfuðið hafði verið fest á.
Að rannsókn lokinni var málið
svó sent Chr. Luxtorph landfógeta,
en hann úrskurðaði 5. maí, að höfða
skyldi mál gegn Illuga. Var því
máli stéfnt fyrir Kópavogsþing og
Ánanaustahjónum og Guðbrandi
stefnt þangað sem vitnum, en Þor-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
geir nokkur Þórðarson var skipað-
ur verjandi Illuga.
Málið kom svo fyrir Kópavogs-
þing 23. maí. Voru þar til nefndir
átta meðdómendur, „valinkunnir
búsitjandi dánumenn“, þar á meðal
Sigurður Kálfsson lögrjettumaður
í Örfirisey og Bjarni Bergsteinsson
í Skildinganesi; frá báðum þeim
mönnum eru komnir miklir ætt-
bálkar og fjöldi virðingamanna og
nafnkunnra Reykvíkinga.
Það má sjá, að menn hafa talið
að hjer væri ekki um neitt hjegóma
mál að ræða, því að byrjað er á
því að láta vitnin vinna sáluhjálp-
areið, og „eiðs útþýðingip í rjett-
inum opinberlega upp lesin“:
„Jeg Jón Jónsson og Þorgerður
Jónsdóttir og Guðbrandur Klem-
ensson, lofa að vitna hjer fyrir rjett
inum í dag alt það, mjer er vitan-
legt og jeg framast má, um það
lönguhöfuð, sem Illugi Bjarnason
upp setti við Ánanaust í næstliðn-
um einmánuði, og alt það, sem
þessu máli til upplýsingar vera
kann og leyna engu af, svo sann-
arlega hjálpi mjer guð og hans
heilaga evangelium".
Svo hófst rjettarhaldið með því,
að lagður var fram hinn innsiglaði
lönguhaus og viðurkendi Illugi að
þetta væri hinn sami lönguhaus og
hann hefði fest á staur í Ánanaust-
um, og Þorgerður bar það að þetta
væri sami lönguhausinn og hún
hefði tekið niður af staurnum og
síðan afhent Jóni Hjaltalín.
Rjettarhaldið stóð í tvo daga.
Fyrra daginn var Luxtorph land-
fógeti sjálfur við og yfírheyrði vitn-
in, en seinna daginn sendi hann
ívar Gíslason fulltrúa sinn.
Vitnin voru þaulspurð um það,
hvort þau hefði ekki sjeð á spýt-
unum í löngukjaftinum „neinar
venjulegar eða óvenjulegar staf-
ristingar eða rúnir gerðar með risp-
um, skurðum, bleki, blóði, krít eða
blýant, eða af nokkru því, er bók-
stafir kunna með að gerast á nokk-
urn veg.“ Þau svöruðu því öll hik-
laust neitandi. Jón var spurður að
því hvað lönguhausinn hefði gapað
mikið á staurnum, en hann kvað
hann ekki hafa gapað meira þá en
hann gerði nú í rjettinum, eða um
tvær fingurþyktir. Þorgerður var
spurð hvað hún hefði gert af þess-
um tveimur spýtum, sem í löngu-
hausnum voru.
„Jeg brendi þær í eldi, þegar er
jeg hafði sýnt Jóni og Guðbrandi
þær,“ svaraði hún.
Svo var hún spurð hvers vegna
hún hefði brent þessar spýtur, „sem
henni hefði verið að svo litlum eldi-
viðarauka“, og svaraði hún því að
það hefði hún gert í einfeldni. Jón
var spurður hvort hann vissi hvers
vegna konu hans hefði verið svo
mjög í mun að taka niður löngu-
höfuðið. Ónei, ekki kvaðst hann
vita það. Þá var Þorgerður spurð
hvers vegna hún hefði gert þetta,
og svaraði hún því að hún hefði
gert það í góðri meiningu, því að
sjer hafi þátt þetta slæm uppáfinn-
ing.
Öll voru vitnin þýfguð um það
hvort þau vissu ekki „í hverju
skyni eða af hvaða orsök Illugi
hefði sett lönguhöfuðið upp“, en
þau báru það öll, að þau hefði enga
hugmynd um það.
Þá var leitað að líkindum til þess
að þau hefði öll, eða eitthvert
þeirra verið í vitorði með Illuga um
þetta uppátæki, en þeim bar saman
um það, að þau hefði ekki haft hug-
mynd um hver verksins var vald-
ur, fyr en Jón Hjaltalín kom vestur
að Ánanaustum og fekk Illuga til
að meðganga það. Guðbrandur var
spurður að því hve lengi lönguhöf-
uðið mundi hafa verið uppi. Hann
þvertók fyrir að það hefði verið
þar um morguninn.
Hjer með var yfirheyrslum vitn-
anna lokið, ognú var Illuga Bjarna
syni og Þorgeiri verjanda hans boð-