Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Page 13
sem hafði skýlt Þjóðverjum. Sólin
skein og skothríð Breta jókst um
allan helming og því lauk svo að
allt Ermarsund var krökt af líkum
og rekaldi.“
í desember komu nýar frjettir.
Maður nokkur, sem kom frá Frakk-
landi til Ameríku sagði að öll
sjúkrahús í París væri full af her-
mönnum, sem hefði brenst hræði-
lega. Þessari sögu fylgdi það, að
Bretar hefði fólgið olíugeyma í
sjónum en sprengt þá í loft upp
þegar innrásarflotinn kom að
ströndinni og síðan kveikt í olíunni
með íkveikjusprengjum. — Aðrir
sögðu að olíunni hefði verið veitt
út á hafið og síðan kveikt í henni.
Nokkru eftir nýár kom svolát-
andi frjett frá hinum frjálsu Frökk
um: „30.000 Þjóðverja fórust í des-
embermánuði við árás á England".
Bresku blöðunum var bannað að
birta þessa fregn.
Það var ekki gefin út nein opin-
ber tilkynning um neina innrás og
stjórnin mintist ekki á hana í tvö
ár. Þá var það að Adams flotafor-
ingi beindi þeirri fyrirspurn til for-
sætisráðherrans í neðri deild breska
þingsins (1943) hvort það væri satt
að Þjóðverjar hefði gert innrásar-
tilraun haustið 1940 eða í desember,
og hvort hann gæti gefið upplýs-
ingar um hvernig þeirri tilraun
hefði verið hagað og hvaða árang-
ur hún hefði borið. Attlee, sem þá
var aðstoðarráðherra, svaraði:
„Þar sem allir hafa nú nóg að
gera í upplýsingaráðuneytinu, vill
forsætisráðherrann ekki íþyngja
þeim með því að leggja á þá slíka
aukavinnu, sem það væri að gefa
upplýsingar um þetta, enda telur
hann það ekki rjett, því að þá
mundu óvinirnir geta fengið upp-
lýsingar um frjettaþjónustu vora.“
Ári seinna bar Adams enn fram
sömu fyrirspurn, en Churchill fór
undan í f læmingi.
Enn skaut sagan upp kollinum
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS W.*’**nr ”r ' 537
haustið 1944. Þá símaði frjettaritari
nokkur: „Ýmsir Belgar, sem jeg hef
átt tal við, eru alveg undrandi út
af því að fólk í Englandi skuli ekk-
ert hafa heyrt um innrásartilraun
Þjóðverja, því að hún er á allra vit-
orði í Belgíu“. Og svo bætti frjetta
ritarinn því við að belgisk hjúkr-
unarkona hefði haft eftir helbrend-
um þýskum hermanni: „Það var
ógurlegt. Alt Ermarsund stóð í ljós-
um loga og skothríð Breta gekk lát-
laust á okkur. Það getur ekki verið
verra í Víti en þar.“
í maí 1945 hitti frjettaritari mann
frá Bognor í Sussex og hann kvaðst
hafa horft á innrásartilraunina. —
Lýstj hann því á stórkostlegan hátt
hvernig orustuflugvjelar Breta og
strandvirkin hefði látið skothríðina
dynja á Þjóðverjum. — Og hann
kvaðst hafa sjeð lík mörg hundruð
Þjóðverja, sem hefði verið að velkj-
ast í flæðarmálinu. Og auðvitað
trúði frjettaritarinn þessu eins og
nýu neti.
Engin af þeim sögum, sem upp
komu í stríðinu, var jafn þrálát eins
og þessi með eldvarnir Breta og hin
ar 30.000 Þjóðverja, sem höfðu far-
ist í eldinum. Eini fóturinn fyrir
henni var sá, að í septembermánuði
1940 var öllum kirkjuklukkum
hringt til þess að kalla saman land-
varnarliðið því innrás væri yfir-
vofandi. Frjettaeftirhtinu var til-
kynt að ekkert mætti segja um
þetta annað en að klukkunum hefði
verið hringt „og má gefa í skyn aði
það hafi verið gert að ástæðulausu,
og engin opinber tilkynning verður
gefin út um það.“
Það var þó alveg rjett að Þjóð-
verjar höfðu mikinn viðbúnað um
innrás í England, en þeir gerðu al-
drei neina tilraun að framkvæma
hana. Það var ekki flugufótur fyrir
því að þéir hefði gert árás af sjó,
nje að þeir hefði mist 30.000 manna
við það. En samt sem áður var þetta
staðhæft hvað eftir annað og altaf
var sagan að skjóta upp kollinum.
Frjettaeftirlitið hefur ekki það
verksvið að vinna úr hvað er satt
og hvað er ósatt. Það á aðeins að
gæta þess að opinberlega birtist eng
ar fregnir, sem óvinirnir gæti haft
gagn af. Jeg benti þó ritstjórum oft
á að frjettir væri rangar og þar á
meðal þessi frjett. í hvert skifti,
sem hún átti að birtast í einhverju
blaði símaði jeg til ritstjórnarinnar
og sagði að þetta væri ekki rjett. Og
þá var frjettinni slept, en samt lifði
hún góðu lífi.
Þegar slík saga sem þessi hefur
gengið manna á milli í sex ár, þá er
ekki auðvelt að kveða hana niður.
Fólk segir sem svo að einhver fótur
hljóti að vera fyrir henni. Slík saga
geti ekki komið upp að ástæðu-
lausu. Jeg held að hún hafi fyrst
komið upp vegna þess að eitthvað
hafi síast út um viðbúnað okkar að
verja okkur með olíu og eldi. En
öllum tilraunum um það átti þó að
halda stranglega leyndum. Það var
ekki fyr en í júní 1945, eftir upp-
gjöf Þjóðverja, að sagt var frá þeim
ráðstöfunum. Við höfðum gert til-
raunir á ýmsum stöðum með að
dæla olíu út á haf og kveikja í
henni. Það gat ekki hjá því farið að
einhverjir sæi eldinn. Og svo hafa
menn lagt saman tvo og tvo og út-
koman orðið 14, og ein lítil fjöður
orðið að fimm hænum. En hvað er
þá um líkin? spyrja menn. Það var
ekki annað satt í þeirri sögu, en að
lík nokkurrí þýskra flugmanna rak
á land í Englandi.
Annars minnir þessi saga mig alt-
af á söguna um drenginn, sem kom
hlaupandi inn til pabba síns og
hrópaði: „Það eru margar miljónir
katta hjerna úti í garðinum.“ Pabbi
hans leit alvarlega á hann og þá
kom sannleikurinn: „Jú, það. er
kötturinn okkar og svo. aðkomur
köttur.‘.‘ _ . :