Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 5
nja^náó J/ánóóon prófeóóor: 9 • VIÐ GROF JESU <Jt)acjlól?arbrot frcí Jerb um landici hel^ cja Fyrir skömmu kom fregn um það, að eldsvoði hefði gert rtokkur sp.iöll á grafarkirkju Krists í Jerúsalem. í tilefni af því bað Lesbók M; gnús Jónsson prófessor að segja lesendum frá þessari merku kirkju. VIÐ STÖNDUM nú milli stoðanna miklu, er lykja um hringkirkju þá, sem reist hefur verið yfir gröf frelsarans. Stoðirnar eru allar eins, stórar og einfaldar. Þær standi í reglulegum hring og bera uppi hið mikla hvolfþak. Við höfum sjeð stærri kirkjur, til dæmis á ftalíu. En einhver dæmalaus og næstum því lamandi tilfinning grípur mann, þegar maður stendur hjer við inn- ganginn í þennan forna helgidóm yfir sjálfri hinni helgu gröf. Hier reisti Konstantínus keisari upprisu- kirkjuna, við hlið grafarkirkjunn- ar. — Hjer var það þá, á þessum stað, sem hið mikla undur skeði, þaðan sem birtu hefir lagt til milljóna manna um heim allan, upprisa frels arans. • Mjúkir og veikir söngtónar ber- ast frá hægri og ofan að, og veik- an reykelsisilm leggur þaðan. Hjer er messa sungin, líklega uppi í sjálfri kapellunni á Golgata, sem hlýtur að vera hjer fast við. Og í sömu svipan er eins og þessir fornu steinar fái líf. Hjer er ekki neinn forngripur, ónotaður og ryk- fallinn, gleymdur og grafinn. Nei, hjer er staður, þar sem starfað er, lifandi staður, eins og hann er fcú- inn að vera um aldaraðirnar. Já, hjer eru sjálfar uppspretturnar, hjer er setið við sjálfan brunninn, sístreymandi lind lífsins vatns. Við þennan brunninn þyrstur dvel eg þar mun eg nýja krafta fá, segir Hallgrímur. Já, ef hann hefði fengið að koma hingað! Ef hann hefði fengið að standa hjer og halla sjer upp að Golgata og horfa á gröfina, „þar sem þeir lögðu harn“. Við göngum inn milli súlnanna og stöndum undir hinu mikla og háa hvoliþaki. Það er verið að gera við kirkjuna, og vinnupallar eru reistir víða upp með veggjum. En geimur þessi er svo mikill, að það haggar ekki verulega tign hans eða svip. Efst uppi er kringlótt Ijós- op, og hef jeg víðar tekið eftir því, hve dásamlega fögur sú birta er, sem fellur inn um slíkt ljósoþ í miðju hvolfþaki, t. d. í Pantheon í Róm. Ljósopið /er svo fjarri, að öll harka hverfur -ýr geislanum. Birt- an verður el\ki mikil en ótrúlega drpig. nnlcf og mjúk. Hjef a imn vel rið 'it þvj a ahnað berð var verið aö gera þak a þetta hUí>. f roð- firafarkirkjan. I Fordyri 2 Ukustcinn. 3 Adamskapclla. 4 Slaður kvennanna, cr liorfðu á grcflrun Jcsú. 5 Hvolfkirkjan raikla. ö.Göngin í gröfina. 7 Engilskap- cllan. <S Gröfin 9 Kapclla Kopta. 10 Kapclla Sýrlcndinga. 11 Gjafir .lóscfs og Nikódcrausar. 15 Opinbcrunarkaþellan. 17 Fangelsi Krists. IS Kaþolikan. 19 Natli j.jiAar 23 Kapclla Helenu. 20 Kapcllan, fcar \cm krossarnir fundusi 28 Golgaia 12. cg 13. siöðiu a Via dclarcsa. 39 „Stabal uiatsr". 33 11. stoírrs

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.