Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 575 Útsýn frá steininum að Giljá. Vatnsdalsfjöll í baksýn. steininn, og svo steypti hann því yfir ofan og allur varð votur steinn inn. Um nóttina eftir kom spámaður Koðráns að honum í svefni og með dapurlegri ásjónu og skjálftafullur sem af hræðslu og mælti til Koð- ráns: „Illa hefur þú gert, að þú bauðst hingað mönnum þeim, er á svik- um sitja við þig, svo að þeir leita að reka mig brottu af bústað mín- um, því að þeir steyptu vellandi vatni vfir mitt herbergi, svo að börn mín þola eigi litla kvöl af þeim brénnandi dropum, er inn renna um þekjuna. En þó að slíkt skaði sjálfan míg eigi mjög, þá er alt að cinu þungt að heyra þyt smábarna, er þau æpa af bruna.“ En um morguninn sagði Koðrán syni sínum frá þessu. Gladdist Þorvaldur mjög og eggjaði biskup að hann skyldi halda áfram upp- teknum hætti. Biskup fór til stcinsins með sína menn og gerði alt sem fyrri daginn og bað almáttugan guð kostgæfi- lega að hann ræld fjandann á brottu og leiddi manninn lil hjálp- ai'. Næstu nótt kom spámaður Koð- ráns og var mjög ólíkur því, sem hann var fyr vanur að birtast hon- um, með björtu og bliðlegu yfirliti og ágætlega búinn. En nú var hann í svörtum og herfilegum skinn- stakki, dökkur og illilegur á svip og mælti svo til bónda með sorg- fullri og skjálfandi raust: „Þessir menn standa fast á að ræna okkur báða okkrum gæðum og nytsemdum, er þeir vilja elta mig á brottu af minni eiginlegri erfð, en svifta þig vorri elskulegri umhyggju og framsýnilegum for- spám. Nú ger þú svo mannlega, að þú rek þá á brottu, svo að við þörfn umst eigi alla góða hluti fyrir þeirra ódygð, því að aldrei skal jeg flýa, en þó er þungt að þola lengur allar þeirra illgerðir og óhægindi“ AUa þessa hluti og inarga aðra, er spámaður hafði talið fyrir Koð- ráni, sagði hann syni .sínum um morguninn. Biskup ior til sleinsins hinn þrið,ja dag með því móti sem fyr. En um nóttina cftir birtist and- inn bónda með hryggilegu yíir- bragði og snöktandi röddu: „Nú hljótum við að skilja bæði sámvistir, og vinfengi, og gerist þetta alt af einu saman þmu dygð- arleysi. Hugsa þú nú, hver þitt góss mun heðan af varðveita svo dyggi- lega, sem jeg hef áður varðveitt. Þú kallaðist maður rjettlátur og trúlyndur, en þú hefur umbunað mjer illu gott.“ Þá svarar Koðrán: „Jeg hef þig dýrkað svo sem nytsamlegan og sterkan guð, meðan jeg var óvit- andi hins sanna, en nú með því að jeg hefi reynt þig flærðarfullan og mjög ómeginn, þá er mjer nú rjett og utan allan glæp að fyrirláta þig, en flýa undir skjól þessa guðdóms, er miklu er betri og styrkari en þú.“ Við þetta skildu þeir. með stygð en engum blíðskap. Því næst var Koðrán skírður og alt hans heimafólk, nema Ormur sonur hans vildi eigi við trú taka að því sinni. ^ y*. ^ JJjössi helir fcngið jóla.skóna fallegu ot; er akaflega hrifiim. Ln Uvaða gagn er í gcðum skc, þegar maður veit ekki a fuom fótúua Laon á?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.