Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 10
574 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS var kallaður konungur af sínum mönnum. Var Þorvaldur lengi með honum vel virtur og herjuðu þeir í Vesturveg. Mannkostir Þorvalds. — Þorvaldur var mikill ráða- gjörðarmaður, öllum auðsær að dýgð og skynsemd, styrkur að afli og hugaðuf vél, vígkænn og snarp- ur í orustum, mildur og örlyndur af penlngum'. Hlutskifti það er hann fekk, lágði hann til útlausnar herteknum monnum, og ef honum hlotnuðust herteknir menn, sendi hann þá aftur til feðra sinna og frænda. Af slíku varð hann við- frægur og vinsæll. Einhverju sinni er Sveinn kon- ungur herjaði á Bretland og var kominn langt inn í land, kom á móti honum svo fjölment riddara- lið að hann fekk ekki rönd við reist. Var konungur þá handtekinn og kastað í myrkvastofu ásamt mörgum öðrum, þar á meðal Þor- valdi Koðránssyni. Daginn eftir kom ríkur hertogi með fjölda manns að myrkvastofunni og ætl- aði að frelsa Þorvald, vegna þess að Þorvaldur hafði áður gefið tveimur sonum hans frelsi og sent þá heim. Þorvaldur kvaðst ekki út ganga nema Sveini konungi og öll- um þeim er þar voru, væri gefið frelsi. Hertoginn gerði þá þetta að bæn hans. Löngu síðar var það er Sveinn konungur hafði tekið ríki og sat eitt sinn að veislu ásamt tveimur öðrum konungum, og var þá mælt, að aldrei mundi borð svo veglega skipað sem þá, er þrír sýo voldugir konungar snæddu af einum diski. Þá svarar Sveinn konungur: „Finna mun jeg þann útlendan bóndason, að einn hefur með sjer, ef rjett virðing er á höfð, í engan stað minna göfugleik og sómasemd en vjer allir þrír konungar.“ Sagði hann síðan af Þorvaldi þennan at- burð er hann bjargaði konungi og mönnum hans fyrir vinsældir sín- ar „og fyrir marga ágæta hluti og lofsamlega." Trúboð. Þorvaldur skildist nú við Svein konung og fór víða um lönd. Og er hann kom í Saxland kvntist hann biskupi þeim er Friðrik hjet. Tók Þorvaldur þá kristna trú og ljet skírast af biskupi og var með hon- um um hríð. Siðan vakti hann máls á því við biskup, að hann kæmi með sjer til íslands og leitaðist við að snúa for- eldrum sínum og ættmennum til kristni. Tók biskup því vel og sigldu þeir til íslands sumarið 981. Greiddist vel þeirra ferð og komu þeir til Giljár. Tók Koðrán þá vel við syni sínum, og voru þeir með honum hinn fyrsta vetur við þrett- ánda mann. Þorvaldur bað föður sinn skírast ,en hann tók því sein- lega. En Þorvaldur varð að hafa orð fyrir þeim, því að biskup kunni ekki íslensku. Nú var það á einhverri hátíð að biskup og klerkar hans heldu tíða- gjörð með mikilli viðhöfn. Var Koðrán þar nær staddur fyrir for- vitni sakir og fanst honum. all- mikið til um. Eftir það kom hann að máli við Þorvald son sinn og sagði: „Ef svo er sem jeg ætla, þá er bessi maður, er þú kallar biskup, spá- maður þinn. En jeg á mjer annan spámann, þann er mjer veitir mikla nytsemd. Hann varðveitir kvikfje mitt, og minnir mig á hvað jeg skal fram fara, eða hvað jeg á að varast, og fyrir því á jeg mikið traust undir honum, og hef jeg hann dýrkað langa ævi. En misþokkast þú hon- um mjög og svo spámaðurinn og siðferði ykkar, og letur hann mig að veita ykkur nokkura viðsæming og einna mest að taka ykkar sið.“ Þorvaldur mælti: „Hvar byggir spárríaöur þinn?“ Koðrán svarar: „Hjer býr hann skamt frá bæ mínum í einum mikl- um steini og veglegum.“ Þorvaldur spyr hversu lengi hann hefði þar búið. Koðrán segir hann þar bygt hafa langa ævi. Þeir feðgar semja. Þorvaldur gerði nú föður sínum það tilboð að láta þá reyna með sjer, steinbúann og biskup, hver meira mætti. Væri það þó ójafnt á komið, því að steinbúinn væri talinn mjög sterkur, en biskup eng- inn kraftamaður. En færi nú samt svo, að biskup bæri hærra hlut, þá mætti Koðrán sjá að guð þeirra væri öllum sterkari, og skyldi þá taka rjetta trú. „Og ef þú vilt snú- ast til hins háleita himnakonungs, þá mátt þú skjótt skilja, að þessi, er þig af letur að trúa á hann, er þinn fullkominn svikari, og hann girnist að draga þig með sjer frá eilífu ljósi til óendanlegra myrkra. En ef þjer sýnist sem hann geri þjer nokkra góða hluti, þá gerir hann það alt til þess, að hann megi því auðveldlegar þig fá svikið, ef þú trúir hann þjer góðan og nauð- synlegan“. Koðrán svarar: „Auðsjeð er mjer það, að sundurleit er skilning ykkar biskups og hans, og eigi síður skil jeg það, að með kappi miklu fylgja hvorir sínu máli. Og alla þá hluti. sem þið segið af honum, slíkt hið sama flytur hann af ykkur. En hvað þarf hjer að tala margt um: þessi máldagi, er þú hefur sett, mun prófa sannindi.“ Þorvaldur varð glaður við ræðu föður síns og sagði biskupi allan þennan málavöxt og samtal þeirra. Steinbúinn. Daginn eftir vígði biskup vatn og fór síðan með bænum og sálma- söng og dreifði vatninu umhverfis

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.