Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 9
FYRSTA KRISTNIBOD Á ÍSLANDI OG BLÓTSTEINNINN HJÁ GILJÁ SKAMT frá bænum á Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu, stendur steinn einn mikill og ein^takur fyrir ofan þjóðveginn og munu allir hafa vcitt honum eftirtekt, þcir scm um þjóðveginn hafa farið. Eru þarna uni- hverfis mclöldur sljettar og hvergi grjót. Mun steinn þessi hafa borist þangað á isöld ofan úr fjöllum. Fornmönnum mun hafa þótt steinn þessi einkennilegur og ekki skilið hvernig stóð á því að hann var þar niður kominn. Töldu þeir liklegast að þar ætti einhver vættur sjer bygð. Skapaðist því átrúnaður á steininn og var steinbúinn blótaður. Og einmitt vegna þess varð þarna fyrsti áreksturinn milli hinna gömlu trúarbragða og hins nýa siðar. Segir frá því i Ólafs sögu Tryggvasonar og Kristnisögu. l’órdís á Spákonufclli. Þegar saga þessi hefst bjó að Giljá Koðrán Eilífsson landnáms- manns í Laxárdal. Við Eilíf var kent hæsta fjall á Reykjarströnd í Skagafirði og kallað Eilífsfell, en heitir nú Tindastóll. Koðrán var talinn ríkur maður og ágætur. — Hann átti tvo sonu, Orm og Þor- vald. Unni hann mikið Ormi, cn Þofvaldi lítt eða ekki. Var honum haldið til vinnu undir eins og hann hafði þroska til, en var lítt haldinn að klæðum og í öllu gerður horn- ungur bróður síns. Að Spákonufelli á Skagaströnd bjó þá Þórdís hin vitra, sem kölluð var spákona og er hennar víða get- ið í sögum. Var vinátta með þeim Koðráni á Giljá og eitthvert sinn þáði Þórdís heimboð að Giljá. Sá hún þá hver munur var ger þeirra bræðra og hafði orð á því við Koð- rán, að liann ætti að sýna Þorvaldi rneiri sóma, þvi að sjer litist vel á liann. Lagði hún það til að hann fengi Þorvaldi fóstur og farareyri, svo að hann gæti farið utan þegar er hann hefði aldur til. Koðrán tók vel máli hennar. Ljet liánn þá fram sjóð eiim og sýndi henni. Þordis leit a siiírið cg máslti; „Ekki skal hann hafa þetta fje, því að það hefur þú tekið með afli og ofríki af mönnum í sakeyri." Hann bar þá fram annan sjóð og bað hana á líta. Hún gerði svo og mælti síðan: „Ekki tek jeg þetta fje fyrir hans hönd.“ Koðrán spyr: „Hvað finnur þú að þessu silfri?“ Þórdís svarar: „Þcssa peninga hefur bú saman dregið fyrir ágirnd- ar sakir í Jandsskuldum og fjárleig- um meirum en rjettilegt er.“ Síðan sýndi Koðrán henni digr* an fjesjóð og var fullur af silfri. Vóg Þórdís þar af þrjár merlcuí? til handa Þorvaldi, en fekk Koðráni aftur það, er meira yar. Þá' m^e.lti Koðrán- „Fyrir hví vildir þú taka heldur af þessum peningurn fyrir hönd sonar míns, en af hinum, sein jeg færði þjer fyr?“ Hún svarar: „Því nð þú hefur að þessum vel komist, , er þú. hefur tekið í arf eftir föður þipn.“ ; Eftir það fór Þórdís heim og hafði Þorvald með sjer. Ólst hann upp hjá henni og var þar vel hald- inn og þroskaðist mikið. Síðan fór hann utan með ráði Þórdísai; og fyrst til Danmerkur. Þar gelvlý þann í lið Sveins tjúguskeggs, cr taldi sig sun Haralds konungs Gormsson- ar. Konungur vildi clyki kannast Steiánúui hja Giijá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.