Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 22
58ti LESBÓK MORGUNBLAÐSINS svín í húsdýrastofni sínum. En vel má vera, að nákvæm rannsókn á beinunum, sem framkvæmd verð- ur, geti leitt í Ijós, hversu gömul beinin eru. Líklegt er, að í hinu óákvarðaða beinasafni sje meira af geiríuglabeinum, en skolturinn, sem Guðmundur Kjartansson fann. Eitt kom fram merkilegt við þenna fornleifafund í Tjarnargötu, sem ef til vill verður talið það merkilegasta atriði hans. Komið var niður á gólf í litlu húsi, þar sem voru hlóðir En gólf þetta mældist 111 sentimetra eða 1,1 metra undir sjávarmörkum stór- straumflóðs, svo útilokað er með öllu, að sú afstaða milli lands og sjávar hafi verið hjer í Réykjavík sem nú er, þegar hús þetta stóð En eins og kunnugt er, greinir menn á um það, hvort landsig hafi átt sjer stað hjer í nágrenni Revkja víkur, eður eigi á síðustu öldum. Ekki verður annað sjeð, en þessi mæling á afstöðu gólfsins í húsi þyí, sem eitt sinn stóð þar, sem er Tjainargata 4, sanni, að grandinn norðan við Tjörnina, hafi frá r.átt- úrunnar hendi verið hærri yfir sjávaimál, en nú er. Eitir þenna fornleifafund í Tjarnargötunni, vorið 1943, er við- búið að forvitni hafi aukist á því, hvað kunni að koma í ljós þegar farið verður að grafa í jörð við Aðalstræti sunnanvert, á þeim stað, þar sem álitið er, að Reykja- víkurbær hafi staðið fyrstu aldirn- ar eflir landnamið, og alt fram til þess tíma, að Skúli Magnússon breytti landnámsjörð Ingólfs í verksmiðjubæ. Al/j. vVI/^. "Jc >4-! fÉksP ^ rÁst Jwic anam Sagan af drengnum, sem ekki vildi læra SKÓLINN var að byrja. Nýr bekkur situr og bíður þess með eftirvæntingu að sjá kenn- arann sinn. Dyrnar eru aftast í kenslustof- unni og þegar jeg kem inn sje jeg aðeins bökin á börnunum. Þau sitja þar teinrjett og hnakkakert með hendur fram á borðið. Ekkert þeirra hreyfir sig, ekkert þeirra víkur höfðinu við. Öll eru þau að hugsa um þetta eina: Er nýa kenslukonan góð eða við- bjóðsleg? Fyrstu tvö eða þrjú ár- in er ekki nema um þetta tvent að gera hjá börnunum, og á bak við þann dóm stendur hið barns- lega tilfinninganæmi. En þegar frá líður fer fleira að koma til greina og dómarnir verða ýtarlegri. Jeg geng að kennarastólnum og sný mjer við. Og nú get jeg virt fyrir mjer þennan hóp, sem á að vera undir minni handleiðslu um nokkur ár. Einhver hlý kend fer um mig alla. Jeg hefði sjálfsagt getað sagt eitthvað fallegt og við- eigandi, en það urðu aðeins fá orð og jeg endurtek þau lágt hvað eft- ir annað: „Kæru, blessuð börn. Kæru, blessuð börn“. Ein telpan kreistir fram bros, sem á að bjóða mig velkomna. Jeg brosi á móti og kinka kolli, brosi og kinka kolli. Og þá breytist alt í cinni svipan. Það ef eins og sól- argersh leiki um andlit barnanná Eftirvæntingin og efasemdirnár hverfa fyrir blíðu brosi. Enginn hefir sagt neitt, en við erum þeg- ar orðnir góðir vinir, nýa kenslu- konan og litlu börnin hennar. Því miður er þó ekki alt eins og það ætti að vera. Tíu ára hnokki er á öndverðum meið við hin börn- in. Að vísu brosir hann eins og þau, en brosið er kuldalegt og kald- hæðnislegt. Það hefði verið rjett- ast að kalla það hæðnisglott. Hann er alt öðru vísi en hin börnin. Hann er illa til fara og ógurlega óhreinn og á svipnum má sjá að hann læt- ur sjer á sama standa um alt. Hann liefir ekki biðið nýa kennarans með neinni eftirvæntingu. Mjer verður starsýnt á hann, þótt mjer þyki það sjálfri leitt. Hjer eru um 30 börn, sem hugsa ekki um annað þessa stundina en að vera góð og prúð. Hvers vegna ætti jeg þá að hugsa mest um þenn- an eina dreng? Er það vegna þess meðfædda innrætis mannsins að vilja sigrast á því, sem veitir mót- stöðu? Hvað sem um það cr, þá iít jeg iilýlega til hans og brosi við honurn hvað eftir annað. En það hefir cngin áhrif. Það er eins og að klappa harðan steininn. Hann er þrjóskulcgur, eins og hann vilji segja: „Þú leikur ekki á mig“. í frímínútunum fæ jeg nokkr- ar upplýsingar um hann hjá hinum kchnurununr. Þcir segja að hann sjc- óbetranlegur, hahn skrökvi, taki það sem hann ± ekki. tali ljott hræki á .gólfið, taká aldrei cfan,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.