Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1949, Blaðsíða 29
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 593 FRÆG SKÁKÞRAUT ÞEGAR Karl XII, Svíakonungur hafði biðið ósigur hjá Poltava, fckk hann athvarf hjá Tyrkjum og settist að á litilli ey í Dniestr-fljótinu rjett hjá borginni Bender. Þar sat hann þangað til Tyrkir urðu að reka hann á brott með valdi. Á þessum útlegðartímum skemti Karl konungur sjer aðallega við að tefla skák. Telfdi hann oftast við Pólverj- ann Stanislaus Poniatowsky og ráð- gjafa sinn Christian Albert Grot- husen. Nú var það eitt sinn síðla dags í of- anverðum janúarmánuði 1713, að þeir Karl konungur og Grothusen sátu að tafli. Var liðið á taflið og hjá Karli konungi, sem ljek hvítu mönnunum, stóð taflið miklu betur. Hann starði lengi á taflstöðuna með sinni aðdáan- legu ró, og boðaði svo mát í 3 leikum. Hann hafði varla slcpl orðinu þegar kúla kom frá Tyrkjum, braut rúðu í glugganum og endaði rás sína með því að taka af lafíborðinu og mola í smátt riddarann á el. Konungur virtist í fyrstu gramur út aí þessum snögga lcik. En Grothusen, sem ekki var jafn- oki konungs að geðstillingu, stökk skelkaður upp af stólnum. Konungur rak upp hæðnishlátuf og mælti: „Hvar er hinn riddarinn minn, Grot- husen? Findu hann og reyndu svo að finna mátið. Það er sannarlega nógu laglegt til þess að borga þjer fyrir ó- makið“. En áður en ráðgjafinn gæti fundiS riddarann, tok konungur eftrr þvi að t^fV3í nu mioc smjcsnnils^ ííaiui rjetti því Grothusen aítur ridd- arann, sem hann kom með, og starði um stund fast á borðið. Svo leit hann upp brosandi. „Jeg held að við þurfum ekki ridd- arans við; jeg held að jeg geti staðið mig við að gefa þjer hann eftir og máta þig samt í 4 leikum". Þótt leitað sje í sögu skáktaflsins alt frá dögum Sissa og fram til tíma Morphys, munu menn ekki finna eins undarlegt atvik og það, er nú segir frá, því hver skyldi trúa því, að rjett í því að konungur hafði boðað mát í annað skifti, þaut önnur kúla beint inn um opnar dyrnar og lenti sem fyrri kúlan á taflborðinu fyrir framan kon- ung. Hvíta peðið á h2 fór nú sömu leið og riddarinn, og fílabeinsmolarnir úr því duttu niður á gólfið. Grothusen náfölnaði en sat kyr, því að hann mundi eftir hæðnishlátri konungs. „Okkar elskulegu vinir, Tyrkirnir, cru þín mcgin, Grothusen", sagði kon- ungur, „og það má varla við því bú- nst að jeg geti bæði kept gegn þjcr og þrjátíu þúsundum hciðingja, eink- um þegar þið Ieikið svo harkalega. Þctta or x fyrsta skifti, sem jeg hefi sjeð skák teflda með byssum*. Áhuginn fyrir skákinni var farinn að dvína hjá Grothusen. „Herra konungur“, sagði hann, . for- lögin eru okkur andvíg í dag. Vill yðar hátign ekki koma út og finna ráð til þess að bægja þessum ónæðissömu og ósiðuðu Tyrkjum hæfilega langt í burtu?" Biddu augnabiik . .jgðx koiiung’fr. ’eg aetla að athuga hvðft taflið mitt stendur ekki gvo vel enn, að jeg koni- ist af þótt jeg hafi mist peðið. Jú, nú sje jeg það!“ kallaði hann og hló svo hátt að heyrðist út fyrir víggarðinn. „Nú sje jeg það! Mjer er sönn ánægja að tilkynna þjer að þú ert mát í 5 leikum“. (Skákdæmin hjer í sögunni eru eft- ir Samuel Loyd og samdi hann þau 18 ára gamall eftir beiðni Willard Fiske. En Fiske ritaði svo söguna og birtist hún fyist í ameríska skáktíma- ritinu „Chess Monthly" árið 1859. Hjer er hún dálitið stytt. Menn geta nú spreitt sig á því að ráða þrautina). ^ íW HEÍLABROT Breytið fjörkum í þrista. Takið alla 4 fjarkana og raðið þeim þannig að einn depillinn verði ósýniiegur og aðeins sjáist þrír deplar á hverjum fjarka. Ef þið getio það, þá getið þið l'undið upp íleira. Spilaþraut. Takið úr spilum ásana, kóngatia. drotningarnar og gosana, og raðið þeim í ferhyrndan reil, þannig að fjögur spil sje í hverri röð. Gald- urinn er að í engri röð, hvorki þvert nje upp og niður, sje tvö spil úr sama lit, ekki heldur tvö jafnhá spil (t. d. 2 kóngar) og ekki heldur í hinum tveimur röðum ,úr horni í horn. Hjer er því um tíu raðir að ræða og i liverri ciga að vera: as, kóngur. dtoímng, .gnst, sitt úr hverjum lit.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.